Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 21

Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 21
tonnum. Það sem af er hefur veiðst töluvert af rækju inni á Steingrímsfirði, en rækjan er rnjög smá eins og í fyrra. Algengt er, að um 300 stk þurfi í hvert kíló. Veiðar á úthafsrækju gengu erfiðlega rnestan hluta sumars, og virðist stofninn vera á undanhaldi. Bátar á Hólmavík og Drangs- nesi fengu ca. 30% rninni kvóta til þessara veiða en árið áður, og gekk rnisvel að fylla hann. Þeir bátar sem fullnýttu rækjukvótann gátu keypt viðbótarkvóta af Drangavík, og nýttist sá möguleiki vel. Auk rækjuveiðanna stunduðu nokkrir bátar frá Hólmavík og Drangsnesi handfæraveiðar í sumar. Veiðarnar gengu ágætlega, einkum á trillunum. Fiskur veiddist nú innar en þekkst hefur í áratugi. Þess voru jafnvel dæmi að handfærabátar yrðu varir við físk fyrir innan Grímsey. Fiskurinn var frernur smár, en óvenjulít- ið var um hringorm. Telja menn það geta stafað af fækkun land- sels. Síðari hluta ársins fiskaðist einnig allvel í net og á línu. Einkum gengu línuveiðar vel um haustið, en frá því í byrjun nóvember og fram í miðjan desember voru gæftir einstaklega góðar. A þessum tírna féll aldrei úr róður. Tveir bátar frá Hólmavík stunduðu línuveiðar um haustið, og fengu oft 3-9 tonn í róðri. Einnig var gerð tilraun til að veiða þorsk í troll, en það gekk ekki sem skyldi. Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 1861 tonni af fullunnum afla áárinu 1989. Togarinn fór 11 veiðiferðir á árinu og var aðeins 230 daga á veiðum. I byrjun ágúst var kvóti skipsins uppurinn, en með því að kaupa um 900 tonn af kvóta til viðbótar tókst að halda skipinu á veiðum til 12. nóvember. Þá var allur kvóti búinn, þannig að skipið varð að liggja ónotað til áramóta. Verðmæti ársaflans varð um 286 milljónir króna, og er fyrirsjáanlegt að tap verður á útgerðinni annað árið í röð. Aðalfundur Hólmadrangs hf. var haldinn íjúní. Þar kom fram, að á árinu 1988 voru seldar afurðir fyrir 240,7 milljónir króna. Rekstrarhalli nam 55,5 milljónum króna, og var það í fyrsta sinn í nokkur ár sem fyrirtækið skilaði ekki hagnaði. Reyndar var árið 1988 afar erfítt fyrir sjávarútveginn í landinu og reyndar allar útflutningsgreinar. Útgerð rækjuskipsins Drangavíkur gekk erfiðlega á árinu, en 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.