Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 121

Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 121
bókaskáp. Hver var svo að segja, að hann ætti ekkert? Hann hvessti augun og saug upp í nefið. Peninga? Þá hafði hann aldrei getað bókfest. Þeir höfðu eyðst í landlegum eftir kaldar og langar útilegur. Kaldar? Jú, á köflum. En oft hafði sumarið verið fullt af birtu og hvergi var þá eins bjart og á sjónum. í ládeyðum þegar sól vafði lognspegla sjávarins gullnum bjarma, var gott að vera til. Og ekki síður, þegar litlar öldur risu og hnigu og skipið leið áfram létt og mjúklega. Eða þegar tröllharpa brimsins skoraði menn sæ- trjánna á hólm og reyndi þrek þeirra og þor. Það var alltaf gaman að lifa og vera til, meðan þrekið var nóg. En síðan? Enn nemur vagninn staðar og truflar Þórð í hugrenningum hans. Jú, því var ekki að neita, að fyrst var hvíldin góð. En, Þórður, hefur þú ekki safnað neinu? — spurðu frændur hans. — Safnað? — hafði hann hváð. — Hverju var svo sem að safna? — Hverjum var það ætlað? Það, sem ekki fór í leigu og gjöld, nýttist til að eyða einmanaleik landlegudaganna. — Þú hefðir átt að eignast heimili og leggja fé í banka, — höfðu þeir sagt. Þeir töluðu eins og þeir höfðu vit til. Sumir fuglar byggja sér hreiður, en aðrir eru einfarar og setjast á sigluhúna. Þeir eru vissir með að snúa við og reyna að bíða af sér veturinn í von um vor. Þeirra leiðir skildi hann. Hann vissi svo sem, að til voru heimili, en þau voru ætluð búendum, en ekki búleysingjum. — Þú getur farið á Hrafnistu. Það var líka sagt. En þar var biðlistinn langur. Þórður hafði aldrei verið gefinn fyrir bið. Hvenær hafði hann komið of seint til skips. Ekki svo, að hann myndi til. Nei, það gátu aðrir beðið. Enn nemur vagninn staðar, og nú er síðasti spölurinn að torg- inu. Ólíkt er nú malbikið sjónum og ekki furða þótt vagngreyið hökti í krappbeygjum. Malbik og beygjur. Bókin gæti hrokkið úr vasa hans án þess að hann yrði þess var. Þórður tekur lítinn böggul úr brjóstvasanum og heldur á honum. Oft hafði þessi bók fylgt honum um óravíddir 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.