Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 125
vöðuselurinn var sem mest veiddur var helst farið á þennan stað
til að góna á selinn eins og það var kallað, enda framúrskarandi
gott útsýni þarna bæði út á Húnaflóann og inn á Steingrímsfjörð-
inn. Um þær mundir kom vöðuselurinn í stórum hópum upp
undir landið. Notuðu rnenn þá tækifærið og fóru til móts við
selavöðurnar og notuðu skutul til veiðanna fremur en byssur til
þess að minni styggð kæmi að selnum. Á þeim árum voru oft mikil
harðindi, svo að þetta var góð björg í bú. Allt var hirt, kjöt og spik
og skinnin voru höfð í skó og þótti sérlega gott að ganga á sel-
skinnsskóm í frostum. Nú er orðið langt síðan þessi selategund
hefur sést hér við íjörðinn.
Þjófavogur
Ysf i Inntraðarklettunum innan við tangann, sem aðskilur Rétt-
arvíkina og Smáhamravoginn, er ofurlítið vik, sem Þjófavogur
nefnist. Þetta getur samt varla heitið vogur, það er öllu heldur
rauf inn í klettahleinina og svona rétt bátsbreidd eða rúmlega það.
Óljós sögn hermir að þarna hafí ránsmenn einhvern tíma falið
bát sinn, þegar þeir fóru að ásælast sér til búsdrýginda fiskifang
Smáhamrabóndans eða annarra, sem áttu þann varning í hjöllun-
urn í tanganum. Ekki kann ég að rekja þá sögu nánar, eða meta
sannleiksgildi hennar, en hitt er víst, að felustaður fyrir bát er
góður í Þjófavogi.
Sesselja
Fram af Kirkjubóli í Steingrímsfirði liggur flæðisker spölkorn
frá landi og er kallað Sesselja. Er sú nafngift tengd eftirfarandi
munnmælasögu:
Fyrr á tímum réru menn af Selströnd eitt sinn yfir fjörðinn með
ómaga nokkurn, Sesselju að nafni, og var ætlun þeirra að koma
henni á framfæri Tungusveitunga. En þegar á reyndi harðneit-
uðu þeir að taka við henni, enda bæri þeim engin skylda til þess.
Þetta svar kom bátsverjum á óvart og setti þá í mikinn vanda, því
að þeir vildu ógjarnan íþyngja sveit sinni með því að koma með
123