Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 124
franskir og er eitthvað minnst á það í gömlum skrifum eftir séra
Björn Hjálmarsson í Tröllatungu. Halldór Jónsson í Miðdalsgröf
minnist á þennan atburð í skrifaðri bók, sem hann nefndi „Sam-
tíningur". Eg var unglingur þegar ég las um þetta og man því ekki
atburðarásina nógu vel til að geta rakið þá sögu. Halldór mun
hafa haft sínar heimildir frá séra Birni.
Dauðasteinn
Rétt fyrir utan Ytri-Stekki á Gálmaströnd er steinn niður við
flæðarmál. Þar á að hafa náðst sakamaður og verið drepinn,
kannski fyrir litlar sakir eins og oft gerðist. Síðan var steinninn
nefndur Dauðasteinn.
Kárhöfn
Fyrir innan Réttarvík, sem er fyrir innan Smáhamra, er Kár-
höfn. Það er ekki að sjá, að gott hafi verið að hafa þar skip, því að
Kárhöfn er opin fyrir sjóum, sem koma inn flóann og sömuleiðis
ef vindur stendur af Selströnd, enda heyrði ég sagt þegar ég var
barn, að þetta væri höfnin hans Kára — eins og vindurinn er oft
nefndur, og víst er það, að marga báruna rekur hann upp í þessa
höfn og er þá oft harður aðgangur þegar hún springur á klettun-
um og hnígur „í drafnarskaut og deyr“. En þegar kyrrt er í sjó væri
þetta líka góð höfn til að leggja bátum þar og bera af farm því mjög
aðdjúpt er við klettana.
Við vitum ekki nema einhver farmaðurinn hafi borið þarna af
skipi sínu í ládeyðu á vordegi fyrr á öldum. Maðurinn hefur heitið
Kár, því það nafn var þekkt til forna, rétt eins og Kári, og þessi
staður við hann kenndur og kallaður Kárhöfn.
Selgóna
Fyrir innan og ofan Réttarvíkurklettana og beint upp af Kár-
höfn er dálítill hóll eða hæð, sem nefnist Selgóna. Aður fyrr þegar
122