Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 134
29. Syngur Ijóða harpan hals, hugnast þjóðum, laus við fals,
jörðin góða jötna tals, jarði móðin Krossárdals.
30. Kristján víða vel kynntur, vafinn prýði, Einars bur,
fjarri kvíða kvongaður, Hvítuhlíðar búráður.
31. Virðist þjóðum vandaður, vel búfróður, efnaður,
laus við hnjóð og lastræður, líka góður trjesmiður.
32. Hans er sprundið Halldóra, hefur lund til framkvæmda,
skorður bundu búráða, beggja mundir hjónanna.
33. Bræðra-stundar brekku á, búráð, kundur Jóns er sá,
hann Guðmundar heiti þá, hjörva þundinn virða má.
34. Ötull bœði og afldrjúgur, eisu flæða skilfingur,
hafs um svæði hugdjarfur, hann er gæða sjómaður.
35. Hans Guðfinna heitir fljóð, höldar inna, Magnúss jóð,
fingra linna foldin góð, fullvel sinnir um búslóð.
36. Heitir Lýður hreþpstjórinn, hlaðinn prýði, vel metinn,
Jóni fríður, frjáls, borinn, farsæld blíðu umvafinn.
37. Skriðnesenni á situr, ullur kennist menntaður,
geira spennir, góðlyndur, göfugmenni, vandaður.
38. Hann er Anna elskandi, aðstoð kann að láta í tje,
er að manna áliti, auðgrund sannur bústólpi.
39. Vísna hjalið hreyfandi, hafði óvalið orðfæri,
Mundi alinn Magnúsi, mærðar galið hnoðaði.
40. Vísum raða vann á blað, verinn naða stirður kvað.
Gæfan laðist lýðum að, Ijóssins faðir gefi það.
132