Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 130
stöðum. Hjá skáldinu eru þær hvergi, nema til að aðgreina hend-
ingar. Skáldið nefnir bæ sinn Snartatúngu.
í handritinu vantar alveg miðorðið í 2. hendingu 37. vísunnar.
Það orð, „kennist", er valið og því bætt í af einskærri ágiskun. Þar
getur hver sem vill gert betur, ef rétta orðið er hvarvetna óþekkt.
Handritið er að öllu öðru leyti mjög vel og skýrt skrifað. Líka þær
kenningar, sem eru þekkingu vélritarans ofviða og yfirganga
hans skilning.
Nánar um rímuna:
Fyrstu 6 vísurnar eru um Snartartungu. 3 eru um tengdafor-
eldra skáldsins, Einar Þórðarson frá Gróustöðum í Geiradals-
hreppi Magnússonar og Guðrúnu yngri Bjarnadóttur frá Þóru-
stöðum Bjarnasonar. Gömlu hjónin bjuggu reyndar í hús-
mennsku frá 1893.3 vísur eru um Ingimund sjálfan ogkonu hans,
Sigríði Einarsdóttur.
7.-9. vísa er um hjónin á Brunngili, Jón frá Hamri í Kollafirði
Jónsson Gíslasonar og Sigríði Gísladóttur á Brunngili Jónssonar.
10.-12. vísa er um hjónin á Þórustöðum, Olaf frá Bessatungu í
Saurbæ Magnússon Hallssonar og seinni konu hans, mágkonu
skáldsins, Elísabetu frá Snartartungu Einarsdóttur Þórðarsonar.
Vísurnar 13.-15. eru um hjónin á Þambárvöllum, Skúla Guð-
mundsson frá Borgurn Jónssonar, seinni mann Jónínu Ólafar
Jónsdóttur frá Bræðrabrekku Jóhannessonar, er seinna bjuggu í
Guðlaugsvík í Bæjarhreppi. Þarna snýr skáldið við á sveitarenda.
Fer til baka fram hjá Þórustöðum, Brunngili og Snartartungu.
Yrkir næstu 5 vísur, 16.-20., um Óspakseyri og hjónin þar, mág
sinn, Guðmund Einarsson í Snartartungu Þórðarsonar, og Maríu
Jónsdóttur frá Magnússkógum í Hvammssveit Magnússonar
skálds þar. Er hvergi í rímunni eins vel í lagt. Þau bjuggu áður á
Einfætingsgili, áður og síðar á Felli og víðar, þ.á.m. í Búðardal á
Skarðsströnd og í Stórholti.
Næstu 3 vísur, 21.-23., eru um Krossárbakka og hjónin þar,
Þórð Einarsson frá Snartartungu Þórðarsonar, mág skáldsins, og
Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Hvítuhlíð Magnússonar. Þau
bjuggu seinna í Belgsdal í Saurbæjarhreppi.
128