Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 77
fóru stundum fram kappreiðar þar sem þeir fengu notið sín gæðingarnir, m.a. Funi Loftar á Bólstað og Jarpur Hjartar Sam- sonarsonar, eða „Prikið" eins og sumir kölluðu þennan gæðing. Farið var yfir Selá á Sjóarvaði. Þar er áin lygn, en djúpt gat þar verið þegar sjór gekk upp í ána. I þetta sinn var dýptin hátt á síður hestanna og þeim sem óvön voru að ríða yfir vatnsföll, hvað þá sundríða, fannst nóg um. Þeir sem vanir voru vatnssullinu stilltu reiðhrossum sínum að neðri hlið þeirra sem óvanastir voru slíku. Einni vinstúlku varð það á að horfa um of í strauminn og hallast að honum svo jafnvægið var í hættu. En fararstjórinn bjargaði málinu í tæka tíð. Haldið var frá ánni fram Grænanesmela, um túnin á Geir- mundarstöðum og Gilsstöðum. En á báðum þeim bæjum var ungt fólk, sem oft slóst í hópa okkar, og einnig frá Bólstað. Fyrir innan Gilsstaði var farið yfir stórgrýtt Þjóðbrókargil. Það vatnsfall er kennt við tröllkonuna Þjóðbrók er sótti fyrir Gissur svein sinn „hákarl 12 ára, en 13 ára þó“ norður á Strandir. En hún mun nú vera södd lífdaga sinna fyrir langa-löngu. Lengra er haldið fram dalinn og aftur yfir Selá í fyrirheitna landið, Parthólma. Hrossin losuð við beisli og reiðver og gefið frelsi meðan dvalið var þarna fremra. Frá Bólstað og þeim megin ár framfyrir Parthólma var grósku- mikill víðiskógur, en í hólmunum skóglaust rjóður, sem gott var að nota til leikja. Stofn að núverandi „Strandavíði" var sóttur í þennan skóg. Þarna innúr Selárdal gengur Hvannadalur langt norður í há- lendi Vestíjarða. Þar var sagt vera áður konungsríki fuglanna og þangað smala Kaldrananeshreppsbúar o.fl. fé á hverju hausti. Eftir að hafa minnkað nokkuð ferðanestið var staðurinn skoð- aður og reynt að skemma sem minnst þennan fallega reit. Þessu næst farið í almenna útileiki svo sem: Eitt par framfyrir ekkju- mann, Hlaupa í skarðið, Utilegumannaleik o.fl. Eitt par fram var árangurslítið fyrir þá yngri, en þar naut Steini og aðrir slíkir skreflengdar sinnar. Þetta snérist svo við þegar hlaupið var í skarðið. Þá naut sín léttleiki og fótfimi. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.