Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 102

Strandapósturinn - 01.06.1989, Page 102
Það er vitanlega í gamni, sem Borðeyri er kölluð fín borg, hún hefur aldrei verið neinn stórstaður, þótt margt stórmenni komi við sögu hennar, allt frá Ingimundi garnla, landnámsmanni, til Thors Jensen og fleiri þekktra athafnamanna. Hitt getur hæglega verið rammasta alvara, að höfundur tilvitnaðra vísuorða hafí átt fallega stúlku á Borðeyri. Þær voru örugglega til þar þá og eru vafalítið enn. Og vissulega var Borðeyri mikill verslunarstaður áður fyrr, þegar bæði Dalamenn og Vestur-Húnvetningar sóttu verslun þangað, og áreiðanlega hefur oft verið mikið um að vera þar þá í kauptíðum. A Borðeyri fengum við inni í tvílyftu timb- urhúsi yst í kauptúninu. Það var kallað Stínuhús, trúlega í höfuðið á fyrri eiganda eða íbúa. Þetta var lítið hús að grunnfleti, á neðri hæð var stofukytra og eldhús, en á efri hæðinni, sem var að nokkru leyti undir súð, voru tvö herbergi. Svo var kjallari undir hluta af húsinu, en hann var varasöm geymsla, því að sjór flæddi inn í hann, þegar stórstreymt var. Milli hæðanna var brattur stigi, en ekki langur, því það var ekki hátt undir loft á neðri hæðinni. Loftsgatinu var lokað með hlera, sem var á hjörum. Það var einmitt í sambandi við stigann, sem ég hnoðaði saman fyrstu vísunni, sem ég man til að hafa gert. Við systkinin vorum að leika okkur á loftsskörinni, og ég steig óvart fram af brúninni og húrraði niður stigann. Eg meiddist ekki hið minnsta, og vildi ekki eftir á kannast við að hafa dottið, heldur hent mér niður viljandi, og orti um það: „Lengi er Böðvar litli snar, lét sig niðurfalla, og sig meiddi ekki par, ágœtt má það kalla“. Pabbi byggði fljótlega skúr eða bíslag við húsið, eins konar ytri forstofu, einnig fjós og hænsnakofa. Við þessar byggingar naut pabbi, ef ég man rétt, aðstoðar næsta nágranna okkar, sem var sjálflærður smiður, eins og síðar verður sagt í þessu spjalli. Við vorum þrjú systkinin, sem bættumst nú í krakkahópinn sem fyrir var á Borðeyri. Kannski höfum við verið dálítið „sveitó“ svona 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.