Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 8

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 8
er, að hún leggist ekki eins og þung og dauð liönd yfir þróunina og geri óþarflega erfitt fyrir um þær breytingar, er óhjákvæmilegar kunna að verða, vegna þess að rás viðburðanna verður önnur en hægt var að sjá fyrir. Skipulagið er því aðeins fullkomið, að það sé strangt, en þó um leið sveigjanlegt. Skipulag bæjar skyldi alltaf end- urskoða með tilliti til stöðugra rannsókna á at- vinnulífi, húsnæðisþörf o. fl. Svo notað sé gott, en því miður misnotað orð: skipulag, sem á að koma að fullu gagni, verður að vera „dynamiskt". — Það verður að vera í stöðugu sambandi við líf bæjarfélagsins. Sveigjanleiki skipulagsins verður þó alltaf að \ era takmörkum háður. Með því, sem ég áður sagði, á ég ekki við það, að skipuleggjandinn eigi stöðugt að vera reiðubúinn til breytinga eftir beiðni Péturs og Páls. Fasta og ákveðna uppi- stöðu í skipulaginu verður alltaf að varðveita. Fastari reglu um þetta er ekki liægt að setja, en svo, að hvert atriði verði að rannsaka sér í lagi, og mismunandi þarfir og óskir að leggjast á meta- skálarnar. Samkvæmt þessu er augljóst, að skipuleggjand- inn verður að hafa þjóðfélagslegan áhuga, og verður af fullum skilningi að vera þjónn bæjar- félagsins og samborgaranna. Flann skyldi minna gæddur hæfileikum til harðstjórnar en til skipu- lagningar og samvinnu. Hann verður að geta sam- rýnrt hin mörgu og óskyldu áhuga- og hagsmuna- mál, sem segja til sín í bæjarfélaginu. Skipuleggj- andinn gegnir lilutverki miðlarans. Hann verður þess vegna að standa í nánu sambandi við önnur yfirvöld, auk félaga og fyrirtækja af ýmsu tagi, leita álits þeirra, gera sér grein fyrir sérhagsmun- um þeirra, vinna með þeirn og kunna að færa sér þau í nyt. Af þessu leiðir að skriffinnska og skrifstofuhangs á ekki heima í skipulagsmálum. A engu sviði bæjarmálanna er eins hættulegt að einangra sig og sitja við pappírskvörnina og ein- mitt þessu. Eg hef í stuttu máli leitazt við að svara báðum spurningunum, sem varpað var fram í upphafi, og jafnframt reynt að gera grein fyrir þeim anda, sem þarf að ríkja í skipulagsstarfinu, ef ætlunin er að koma á góðu skipulagi, þ. e. a. s. til hagsbóta fyrir bæjarfélagið og einstaklingana. ☆ FJÖLNISMENN SÖGÐU . . . „. . . Hitt er víst, að aldrei fer stjórnin í neinu landi sem vera ber, nema embættis-mennirnir all- ir jafnt meti meir almenningsgagn enn hagsmuni sjalfra sinna — nema þeir sjeu samtaka og aðstoði hvur annann í öllu góðu — nema þeir virði livur annann, og viti það, að allir eru þeir eins ómiss- anlegir til velferðar lanz og líða.“ ,,. . . Hjermeð látum vjer nú lokið máli voru um þetta ár, og biðjum að endingu landa vora vera þess minnuga jafnan, að við eigum sífellt í tvöföldu stríði: hinu itra og hinu innra — við náttúruna og við sjálfa oss. í stríðinu við sjálfa oss, gjetum vjer að miklti leiti skamtað gánginn; hinum óvininum verður að taka, eins og hann ber að — eptir okkur lagar hann sig ekki. Því meir sem harðnar í ári, því meiri nauðsin er á, að livur og einn gjæti sinnar köllunar og gjeti lagt hart á sig; því meiri nauðsin er á, að venja sig þegar á tilhlíðilega hagnítni og sparsemi — að verjast óþarfa-kaupum og láta ekki lanzvenju góðu áranna leggja á sig neina þá hlekki, er oss gjeti of þúngir orðið, þegar meir þreingir að. Sá fer best að ráði sínu, og á minnst skilið að verða líttur, sem minnst á undir hinum margbreittu biltíngum tímanna og best kann að haga sjer eptir kríngumstæðunum. Ef að hvur einn sjer um sitt, og stiður undir eins almenníngs-hag, eins og liann megnar: þá verður öllum borgið, þá þokar óbrigð- ult öllu voru ástandi til þeirrar fullkomnunar, sem vjer allir girnumst." (Fjölnir, II. ár. Eptirmœli ársins 1835, bls 53 og 56-57.) 6 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.