Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 30
andliti konu sinnar; hann bretti aftur niður ermarnar, tók jakkann siiin og stóð upp og horfði á hana í algeru ráðaley'si. „Segðu þeim, að ég sé farinn," sagði hann að lokum. „En hvað um að segja ósatt?" sagði kona hans. „Hvað mundi Purnip þinn segja við því?“ „Þú gerir eins og þér er sagt,“ þrumaði Billing. „Eg ætla ekki að segja þeim það; það ert þú, sem átt að gera það.“ Frú Billing sneri aftur inn i dagstofuna, og með Billing að i>aki sér fór hún að handleika postulíns blómapott, sem stóð í glugganum og gaut augunum áhyggjufull á þrjá menn, sem biðu fyrir utan. Þegar hún hafði litið á þá einu sinni eða tvisvar fór hún til dyra. „Ætluðuð þið að hitta manninn rninn?" spurði hún. Sá stærsti þeirra þriggja kinkaði kolli. „Já,“ sagði hann stutt- aralega. „Því miður,“ sagði frú Billing, „hann þurfti að fara snemma i morgun. Var það nokkuð sérstakt?" „Farinn," sagði hinn, og voru vonbrigði í rómnum. „Jæja, segðu honum, að ég hitti hann seinna." Hann sneri sér frá og labbaði, ásamt hinum tveimur, hægt upp götuna. Billing beið þangað til öllu var óhætt, en gekk svo burt i hina áttina. Seinna um daginn fór hann á fund vinar síns og ráðgjafa og ljómaði allur af stolti yfir því lofi, sem á hann var hlaðið. Samverkamennn Purnips voru engu síður hrifnir en foringi þeirra, og ýmsum ráðleggingum var beint til Billings um hegðun hans, ef svo ólíklega tækist til, að frekari árásir yrðu gerðar á hans göfugu persónu. Hann reyndi að festa sér þessar ráðleggingar i minni þá ot- sóknardaga, sem í hönd fóru, þegar áreitni við hann náði almennum vinsældum líkt og áhættulaus dægradvöl. Því var ekki að neita, að það var heiðarlegt af samborgurum hans að stilla sig um að beita þann mann ofbeldi, sent ekki vildi slá aftur, en hvers manns skotspónn komst hann ekki hjá þvi að verða. Kvöldið, sem átján ára stráklubhi drakk upp bjórinn hans og bauð honum svo að koma út fyrir ef hann hefði eitthvað við það að athuga, varð honum lengi minnistætt. Og Elg- stræti kvað við af fögnuði kvöld eitt, þegar það sá sinn fremsta bardagamann flýja upp götuna undan æstum óvini, sem náði honum í nafla. Konu sinni, sem var sárreið, gaf hann þá skýr- ingu, að þar sem hann hefði boðið hinn vangann kvöldið áður, væri hann ekki í neinu skapi til að taka á móti frekari bar- smíðum nú. Skýringunni var tekið með ískaldri þ<)gn. „Þeir verða bráðum þreyttir á því,“ sagði hann vongóður; „og cg ætla ekki að taka við höggum af strákageplum, sem ég gæti slegið niður með aðra hendina bundna á bak aftur. Þeir munu skilja það i tæka tíð; það segir Purnip. Það er leiðin- legt, að þú skulir ekki reyna að gera eitthvað gott sjálf." Frú Billing meðtók heilræðið með því að sjúga upp i nefið; en sæðinu hafði verið sáð. Hún hugsaði málið einslega, og komst að þeirri niðurstöðu, að ef maður hennar óskaði þess, að hún léti gott af sér leiða, þá bæri henni ekki að neita honum um það. Hingað til liafði viðleitni hennar í þá átt verið samstundis kveðin niður; því að skoðun Billings hafði verið sú, að ef kona annaðist lieimili sitt og mann sinn sóma- samlega, þá ætti hún hvorki að hafa tíma né löngun til neins annars. Undrun hans, er hann kom heim til að drekka te næsta laugardag síðdegis og sá þar komnar tvær eða þrjár verkakonur úr nágrenninu, sem rifu í sig brauðið hans, gerði hann nærri því orðlausan. „Aumingjarnir," sagði konan hans, þegar gestirnir voru farnir; „þær nutu þess. Skelfing þótti þeim vænt um það. Þið Purnip hafið afveg rétt fyrir ykkur. Ég sé það núna. Þú getur sagt honum, að það hafi verið þú, sem komst mér til þess.“ Billing ræskti sig, en það dugði ekki. Hann ræskti sig aftur. „Ég gat ekki látið þig einan um að gera gott,“ sagði kona hans, og var fljótmælt. „Það hefði ekki verið rétt. Ég varð að hjálpa til.“ Billing kveikti harkalega í pípunni sinni og fór svo með hana út í garðinn og settist niður til að hugsa málið. Sú ógöf- uga hugsun, að kona hans væri að láta brjóstgæðin þjóna sín- um eigin markmiðum, var það fyrsta, sem honum datt í hug. Grunsemdir hans jukust eftir því sem lengra leið. Góð- verk frú Billings virtust vera þvi nær eingöngu tengd gestrisni hennar. Að vísu hafði hún boðið Purnip og einni af konunum í Flokknum í te, en það hafði bara hert ennþá fastar að hon- nm fjötrana. Aðrir gestir höfðu tekið með sér mágkonu hans, sem hann hafði mesta ímugust á, og nokkra ódælustu krakk- ana af götunni. „Þetta er bara fjör," sagði frú Billing. „Það eru öll börn svona. Og ég geri það til að létta undir með mæðrunum." „Og af þvx þér þykir gaman að krökkum," sagði maður hennar og átti fullt í fangi með að dylja kýmni sína. Það var óneitanlega töluvert tilbreytingarleysi samfara þessu nýja lífi og þeim dyggðum, sem því fylgdu, og það gat orðið leiðigjarnt fyrir mann, sem var ákaflyndur að eðlisfari. Og í stað þess að unna honum þeirrar viðurkenningar, sem honum l>ar, hafði Elgstræti tilhneigingu til að telja þá breytingu, sem orðin var á hegðun hans, stafa af því, að hann væri „svolítið bilaður í kollinum". Hann kom inn kvöld eitt dálitið leiður í skapi, en glaðnaði yfir honum, þegar hann stóð í ganginum og andaði að sér hinum Ijúfa ilmi frá eldhúsinu. Frú Billing, sem virtist dálítið taugaóstyrk, þótt óskiljanlegt væri, ef litið var á ágæti þeirrar máltíðar, sem hún hafði á borðum, hellti í bjórglas handa hon- um, og lét falla nokkur aðdáuuarorð um það, hvað hann liti vel út. „Hvað er á seyði?" spurði hann. „Á seyði?" endurtók kona hans, og röddin skalf. „Ekkert. Hvernig finnst þér þessi búðingur? Ég er að hugsa um að gefa þér hann á hverjum miðvikudegi." Billing lagði niður hnífinn og gaffalinn og horfði alvöru- gefinn á konu sína. Svo skaut hann stólnum skyndilega aftur, og út úr honum skein bæði ofboð og reiði, þegar hann hóf upp hendina til að krefjast þagnar. „Hv — v — hvað er þetta?" spurði hann. „Köttur?" Frú Billing svaraði engu, og maður hennar spratt á fætur, þegar langt, mjóróma vein fór um húsið. Illskutónn smaug inn i það og gerði það sterkara. „Hvað er það?“ spurði Billing á ný. „Það er — það cr hann Kalli litli hennar frú Smith." stundi kona hans upp. „í — í mínu svefnherbergi?" sagði maður hennar í tor- tryggnisróm. „Hvað er hann að gera þar?“ „Ég tók hann yfir nóttina," flýtti kona hans sér að segja. „Auminginn, hin börnin eru veik, svo að hún hefur átt óskap- lega erfitt, og hún sagði, að ef ég tæki Kalla í nokkrar — eina nótt, þá gæti hún kannski sofnað eitthvað." Billing stóð á öndinni. „Og hvað um minn svefn?“ hrópaði hann. „Farðu út með hann undir eins. Heyrirðu það?“ 28 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.