Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 24

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 24
 Er ráðlegt að halda áfram að bvggja í Hveragerði? Eftir að smágrein dr. Sigurðar Þórarinssonar með þessari fyrirsögn kom út í síðasta hefti „Syrptt", var skipuð nefnd manna til þess að af Iiuga spurninguna, sem eðlilega var mörgum ofar- lega í liuga. Með heimild skipulagsstjóra birtist nefndarálitið hér á eftir: Reykjavík, 12. október 1947. Með bréfi dags. 16. ágúst liafið þér, herra skipu- lagsstjóri, óskað þess, að við undirritaðir gæfum umsögn um, Itvort allt það svæði, sem skipulagt hefur verið í Hveragerði, sé hæft til byggingar, og beðið okkur að merkja á hjálagt eintak af skipulagsuppdrættinum með rauðum lit það, sem telja verður hættusvæði og óhæft til byggingar. Þetta höfum við gert og sendum hér með upp- dráttinn með merkingum okkar. í sambandi við merkinguna viljum við taka frarn eftirfarandi: 1) Ölfus er eitt mesta jarðskjálftasvæði á land- inu, og má benda á það, að síðan árið 1500 hafa orðið þar margir jarðskjálftar. Er þess getið að minnsta kosti um tíu þeirra, að bæjarhús hafi hrunið. Þykir ástæða til þess að benda á það, að á öllu þessu umrædda svæði verður að gæta sér- stakrar varúðar um hæð og styrkleika húsa af þessum ástæðum. 2) Um Hveragerði liggur sprungukerfi. Aðal- sprungan hefur stefnu um Bláhver, Sandhólahver og Svaða. A þessari sprungu eru mörg hveraaugu og víðast hveraleir í jörðu. Víðast hvar á sprung- unni mun vera mjög grunnt á jarðhita. Einnig má telja víst, að um 200 metrum vestur af þessari sprungu liggi önnur sprunga. Hún er einnig merkt á uppdrættinum. Slíkar sprungur, sem ná niður á jarðhita, eru að sjálfsögðu mjög varhuga- verðar í jarðskjálftum, því að þá geta komið upp hverir hvar sem kalla má, enda er þess getið, að hverir hafi breytt sér og nýir hverir komið upp í jarðskjálftum á þessunr slúðum. Virðist þó sem slíkar breytingar hafi .aðallega verið bundnar við sprunguna, sem liggur um Bláhver og Sandhólahver. Á síðastliðnu vori urðu allmiklar breytingar ;i þessari sprungu í sambandi við jarðhræringar, sem þó voru ekki það miklar, 22 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.