Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 18
tvennt: athafnaleysi í frumbernsku og afbrýði-
semi.
Allir viðurkenna að barninu sé lífsnauðsynlegt
að leika sér. Þessu hættir fólki til að gieyma, þeg-
ar urn vöggubörn er að ræða. Frá því að barnið
er 6 til 7 mánaða (og jafnvel fyrr) er það haldið
knýjandi þörf til að handfjaila hluti og bera þá
upp að munni sér. Hafi barnið ekkert milli hand-
anna, verður það að bjarga sér eins og bezt geng-
ur og láta sér nægja sína eigin fingur. Það er afar
aigengt hér á landi að sjá börn á aldrinum fi til 10
mánaða skilin eftir tímunum saman úti í vagni
án þess að liafa nokkurt leikfang milli handanna.
Foreldrarnir hæla sér af því, hve þau séu róleg og
góð. Mörg þeirra una sér vel, að því er virðist. En
hvers vegna? Vegna þess að fingurinn veitir fró.
Otal dæmi sanna, að mörg börn byrja fyrst
fyrir alvöru að sjúga fingurna um það leyti, sem
l>arn bætist við fjölskylduna. Við fæðingu yngra
barns verður vart lijá því komizt, að hið nána
samband milli móðurinnar og barnsins, sem áður
var annaðhvort einkabarn eða yngsta barnið,
raskist að meira eða minna leyti. Ungbarnið þarf
óhjákvæmilega á mikilli umönnun að halda og
krefst mikils tíma af móðurinni. Er þá hætt við að
minni tími gefist til að sinna eldra barninu, enda
þótt að engan veginn sé ætlunin að hafa það út-
undan. Bárninu finnst það allt í einu svipt þeim
einkarétti, sem það átti áður á umhyggju og ástúð
móður sinnar. Allt f einu er kominn keppinautur,
sem sífellt er iátinn sitja í fyrirrúmi. Því finnst
öll kjölfesta vera liorfin. Öryggistilfinningunni
er ógnað. Barnið er einmana og því leiðist. Það
þjáist af afbrýðisemi. Afbrýðisemi rneðal barna er
miklu algengari en fólk gerir sér almennt grein
fyrir. En börnin eru ólík og tjá tilfinningar sínar
á ólíkan hátt. Sum draga enga dul á afbrýðisemi
sína: Þau láta höggin dynja á litla barninu, klípa
það og hárreita, hvenær sem færi gefst. Afbrýði-
semin er liér augljós. En önnur börn eru dul að
eðlisfari, og það eru einmitt þessi börn, sem vilja
gleymast. Þau bæla niður tilfinningarnar, reyna
að flýja hinn óþægilega veruleika og leita fróunar
f eigin líkama, t. d. með því að sjúga fingurna.
Allir kannast við það, hvílíkur friður hvílir yfir
barninu á meðan það er að sjúga fingurinn. Höf-
um við leyfi til að svipta barnið þeirri sælu?
Sannarlega ekki, nema við getum bætt því hana
upp á annan liátt. Eina lækningin, sem hér á við,
er að sannfæra barnið um að foreldrarnir elski
það jafnt eftir sem áður en iitla barnið fæddist.
lfi
Ýmsar liagnýtar ráðleggingar má gefa viðvíkjandi
afbrýðisemi í garð yngri systkina og verður það
viðfangsefni rætt í næsta blaði.
Að lokum vil ég þó leggja áherzlu á, að orðin
ein duga ekki í viðskiptum við börn. Foreldrarn-
ir verða að sýna barni sínu ástúð og umhyggju
bæði í orði og verki og gefa sér tíma til að sinna
því eins og áður. Að öðrum kosti er sjálfstrausti
þess og öryggiskennd hætta búin. Eina ráðið til
þess að venja barnið af því að sjúga fingurna er
því að uppræta orsökina, en láta fingurinn af-
skiptalausan. Þegar barnið nær jafnvægi sínu
aftur, þarf það ekki lengur á fingrinum að lialda.
Austan hajs og vestan
Það hefur löngum verið mikil íþrótt á Islandi,
að yrkja skammarvísur. Við krossum okkur auð-
vitað yfir þessari ónáttúru eins og vera ber, en
hver ætli vildi verða til þess að strika þessa tegund
kveðskaparins alveg út úr bókmenntunum?
Landar okkar, sem fluttu vestur um liaf, týndu
þessum sið ekki allir niður, J>ó að þeir kæmust inn
í fyrirheitna landið. Svona kveðju fékk ritdómari
nokkur, sem gagnrýndi ljóðagerð Hagyrðinga-
félagsins í Winnipeg:
„Stígur, stígur Lalli
á ljóðdóma palli.
Klípur tönnum kvæðahnot,
kjarnans hefur engin not,
skilningstanna skerpuþrot
skýlaust er hjá kalli;
tungan bærist velluvot,
vaggar hvítur skaili.
------Langt stígur Lalii.“
Einn uppáhaldspresturinn hlaut þessa vísu í
tilefni af ritdómi:
„Saurgum klórn á Bragablóm
bæna-lómur styður;
sleppir rjóma, sleikir hjónr
sleggjudóma smiður.“
Báðar urðu vísurnar til skömmu eftir aldamót-
in og gengu þá manna á milli. Sigurði Júl. jó-
hannessyni var eignuð hin síðari. Nú munu þeir
orðnir færri á þessum slóðum, sem svona kunna
að fara með íslenzka tungu.
SYRPA