Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 13
F A L K E B A.N’G :
KAJ MUNK
eins og hann kom mér fyrir sjónir
Falke Hang er ungur, danskur listamaður,-sem dvalið hefur
hér á landi síðan í sumar sem leið. Hann hefur frá blautu
barnsbeini ráfað um heiðar og skóga og meðfram ám og lækj-
um og sævarströndum föðurlands síns til þess að kynnast lífi
og línum dýra og jurta, enda hefur hann unnið sér sess
meðal fremstu dýrateknara dönsku þjóðarinnar. Hér hefur
hann lilaupið upp um holt og hæðir til þess að reyna að átta
sig á íslenzkri náttúru og heppnazt það furðu vel. Hann et
nú farinn heim um stundarsakir, en ætlar að koma hingað
aftur í sumar til þess að „teikna Island" eins og hann kemst
að orði. A meðan hann dvaldi hér, tejknaði hann myndir í
þrjár bækur, Hafmeyjuna litlu og Það er afveg áreiðanlegt
eftir H. C. Andersen og JiernskU Sigurbjöriis Sveinssonar, og
eru margar þessar myndir forkunnar vel gerðar.
í Danmörku hefur hann myndskreytt margar h.tkur, svo sem
„l’aa Sjælland" med Digte af Johannes V. Jensen, Sören
Kirkegaards Prædikener, St. St. Blichers Noveller (ö bindi).
Dansk Natur o. fl. Árið 1943 teiknaði Falke Bang myndir í
bók um Kaj Munk á veiðum og dvaldi þá í nokkrar vikur á
prestssetrinu og í nágrenni þess. Það, sem hér fer á eftir, eru
fáeinar endurminningar hans frá þessunt tíma, í lauslegri
þýðingu. Myndirnar eru úr þessari bók og „Dansk Natur".
Það var á stríðsárunum, að ég heimsótti Kaj
Munk. Svo stóð á, að ég hafði tekið að mér að gera
myndir í bók, sem var að koma út og fjallaði um
skáldið og prestinn sem veiðimann.
Það er langt frá því, að ég ætli að fara að reyna
að lýsa skapferli og lyndiseinkunnum Kaj Munks.
Fyrir mér vakir ekki annað en Jrað, að segja frá
nokkrum smáatriðum í fari hans, sem urðu mér
minnisstæð.
Heimili hans var á Jótlándsskaga við yztil endi-
mörk Danmerkur. Alla leið vestur að Norður-
sjónum liggur vegtirinn að litla þorpinu, þar sem
hann var prestur. Vedersö heitir Jrað, og hvert
mannsbarn í Danmörku veit nú deili á því. Það
var í prédikunarstólnum í iitlu kirkjunni þar,
sem hann stóð og andmælti ofbeldinu. Ljóð hans
loguðu af frelsisþrá, leikritin uppmáluðu sögu
þjóðarinnar frá fyrstu tíð, hann gat ekki unað við
hinn sívaxandi yfirgang vopnavaldsins. Svo vöru
bækurnar hans bannfærðar, en þrátt fyrir það
tókst honum að sameina þjóðina til andstöðu við
hið miskunnarlausa óréttlæti. Og einn góðan
veðurdag var hann horfinn. Illt verk var unnið.
Kaj Munk var grannholda, renglnlegur í vexti
og heldur heilsuveill. En hver, sem leit í augu
lians, hlaut að finná, að fiann stóð andspænis
manni, sem bjó yfir óvenjulegum sálarstyrk. Þeir,
sem kunnugir eru skáldskap lians, vita, hve við-
kvæmur hann var í iund. En tungumjiikur var
hann ekki, hann sagði ætíð það, sem honum bjó
í brjósti og ætlaðist til að aðrir gerðu slíkt hið
s yrpa
11