Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 22
ÞÚ BLÁFJALLA GEIMUR . . . Tign íslands og fegurð hefur um aldir glatt íslenzka þjóð og huggað hana í raunum. Þó er það svo, að fram á síðustu ár þekkti alþýða manna þessa dýrð nauðalítið af eigin reynd, því að landið var svo örðugt yfirferðar og farartæki af svo skorn- um skammti, að fæstir fóru út fyrir sveitina sína nema í brýnustu erindum. Miðaldra fólk man vel þá tíð, þegar lestagangur var algengasti langferða- hraðinn á íslandi. Allt fram að 1918 þótti akveg- urinn austur að Ægissíðu álitlegt mannvirki og póstvagnaferðirnar þangað bæði fljótar og þægi- legar. Þá vorum við 8 tíma að skrönglast austur að Kotströnd í opnum eða lauslega tjölduðum kerrum, og lítið sást oftast til mannaferða á þeirri leið; ein og ein þorskliausalest þokaðist máske eftir heiðinni, eða nokkrir lausrfðandi ferðamenn brokkuðu fram úr okkur. — Nú hefur þessi þjóð, sem er svo lítil á mælikvarða umheimsins, að hún sést varla með berum augum, unnið það þrekvirki á örfáum árum að gera liið tiltölulega afar mikla landflæmi sitt umferðafært bifreiðum svo að segja landshornanna milli. Þúsundir gljáfægðra bif- reiða þeytast með 60 kílómetra liraða á klukku- stundinni fram og aftur um landið þvert og endi- langt, og flestir landsmenn geta veitt sér meira eða minna af þeirri unun að skoða landið og hressa hugann við töfra þess. ísland ætti því að vera okkur, sem þessi undur lifum, hjartfólgnara en nokkurri annarri kynslóð á undan okkur. Við ættum að hafa það í enn meiri hávegum, annast hvern þann reit þess, er við höfum í umsjá, af enn meiri kostgæfni en forfeður okkar. En gerum við það? Ef við setjumst upp í farartækin nýju og glæsi- legu og ökum eftir hinum dýrkeyptu vegum, verð- um við því miður að játa, að margt og mikið af því, er fyrir augun ber, bendir fremur til lítils- virðingar á landinu en umhyggju og kærleika. 111 og ókærin umgengni stingur víða í augu, bæði hér í höfuðstaðnum, í öðrum bæjum og þorpum og nágrenni margra sveitaheimila. Óhreinindi, papp- írstætlur, tuskur, allskonar skran og vanhirt verk- færi verða sí og æ á vegi ferðamannsins og spilla gleði hans yfir hreinleik náttúrunnar. Og upp á síðkastið virðist ný aðferð til að óvirða landið vera að ryðja sér til rúms: Víðsvegar meðfram þjóð- vegunum eru sprottnir upp haugar af rusli og ó- þverra af öllu því tagi, sem nöfnum tjáir að nefna. Stundum eru þessar dyngjur við gistihús og gefa þá glögga hugmynd um þrifnaðinn og tærilætið inni fyrir. Stundum eru þær langar leiðir frá mannabyggðum, jafnvel upp til lieiða, og virðist algerlega óskiljanlegt, hvernig þær eru þangað komnar. Helzt minna þær á óþrifahaugana kring- um vistarverur setuliðanna á hernámsárunum, en á mörgum þessum stöðum hafa aldrei verið her- 20 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.