Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 9

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 9
Dr, BJÖRN SIGFÚSSON : KVEÐSKAPUR 5. grein um bragfrceði (sbr. 4. gr. í maihefti 1947) Jónas Hallgrímsson og tvennir fornhœttir Formsnillin var Jónasi meðtædd, og hættir tókn myndbreytingum í meðferð hans eigi síður en ljóðmálið, sem hann endurskóp að nokkru leyti. Hann var sá, er gat „stein og stál í stuðla látið falla," eins og Grímur kvað við lát hans. F.n Jónas átti fyrirmyndir að öllum braghátt- um sínum. Af Sveinbirni Egilssyni og Hallgrími Scheving liafði hann fengið jafnfágaðan smekk á ljóðform Grikkja og Rómverja sem hið förnís- lenzka. Þessir tvennir fornhættir, hinir suðrænu og norrænu, léku honum á tungu, en í þriðja lagi varð hann fyrir miklum áhrifum Heines í brag og stíl. Af Jónasi Hallgrímssyni hafa öll íslenzk skáld lært, síðan hánn var uppi. hvort sem þeim var gefinn meiri þroski eða minni, og fer því vel að minnast háttar á sumum kunnustu kvæðum hans og síðan í næstu greinum þeirra skálda, sem eftir hann komu. Ur því verður engin kerfisbundin kennsla í bragfræði, en sitt orðið til skiptis um hvort, listaratriði og handverkskunnáttu kveð- skapar. Konráð Gíslason færði Jónasi eitt sinn draum- vísu undir forngrískum hætti: „Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn lieiður og blár, hafið var skínandi bjart.“ Þessa \ ísu Konráðs hafði Jónas að stefi kvæðis síns: ísland, farsældafrón. Hún er léttstígasti part- ur kvæðisins, því að Jónas verður þungstígur jiar, þótt hann væri það sjaldan. Orsök þyngslanna í kvæðinu er lnigsanaval þess. Skáldinu tékst með viðhöfn- að lýsa fornöldinni og með sögulegri rök- hyggju að sannfæra menn um hnignunina: Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á feið. Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Viðhöfnin og rökhyggjan verða að mælsku, sem lyftir þunga háttarins til flugs í huga manns þrátt íyrir allt. Fáir nema Jónas hafa megnað það svo ;í íslenzku. Því verður hátturinn aldrei vinsæll né öðrum beint til fyrirmyndar. En hinn gríski há- tíðarbragur, sem Jónas samþýðir þessu stórvirki sínu, er liann lét marka stefnu í upphafi Fjölnis 1835, verður ekki útlendingslegur framar. Hvert skólabarn, sem lærir kvæðið, kann eftir það að meta ljóðfegurð, þótt í löngum og þungum brag- línum sé. Jónas hefur aukið þanþol rímhlustanna í okkur. Fyrir það vildi ég taka þennan hátt til dæmis. Megineinkenni háttarins eru 6 kveður í liverri braglínu, margar þríkvæðar (þríliðir), en sumar tvíkvæðar (tvíliðir). Og í jöfnu braglínunum (2., 4., 6., 8. o. s. frv.) eru stýfðar kveður (stúfliðir, eins atkvæðis orð) í braglínulok og í braglínu- miðju fyrir ljóðhvíldina, sem Jiar er. Endarím er ekkert. Þessu skyldur er háttur Gunnárshólma: En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll og grænu Itelti gyrð á dalamótum. Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, sem falla niður fagran Rangárvöll. þar sem að una byggðarbýlin smán, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir. Við norður rísa Heklu tindar háu. Svell er á gnípu, eldur geisar undir. s yrpa 7

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.