Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 12
renna út, (= skera út) rósir á öskjulok, en ekki hef ég lieyrt þá sögn notaða í sambandi við prjón eða vefnað. Fróðlegt væri að fá að vita, hvort þessi orð tíðkast víðar en á Austurlandi eða hvort einhver hefur rekizt á þau í gömlum ritum. í Orðabók Sigfúsar Blöndals eru orðin útrennsla (kvk.) og útrennsli (hvk.), bæði tekin úr Orðabók Björns Halldórssonar, þýdd: „(nppkast) Udkast, Afrids (særlig i Brodering),“ en sú getur einmitt stundum verið merking orðsins „munstur.“ Þá virðist kringrennsli hafa merkt verk, er saumað var út kringum mynd eða útrennu (Bréf frá sr. Birni Halldórssyni í Laufási ti! Þorláks Jónsson- ar frá Stóru-Tjörnum, dags. 22. marz 1865, Lbs. 2595, 4to, en orðið þar er fremur notað í líkingu en eiginlegri merkingu#). Þessi orð hljóta að vera dregin af sögninni að renna út, eins og austfirzka orðið útrenna. Vitað er, að orðið útrennsla hefur tíðkast um 1700. í Victoria and Albert Museum, Kensington í Lundúnum er geymd mikil ábreiða útsaumuð, gerð af Þorbjörgu, konu Páls lög- manns Vídalíns. Hefur maður hennar ort vísur, er hún hefur saumað á ábreiðuna utan við aðal- skrautverkið. Þær hljóða svo: Herrann gefi þér hæga að fá hvíld í rekkju þinni; áklæði þetta Þorbjörg á þelað með hendi sinni. Útrennsluna, þá ung var mey, efnaði teitur svanni; bekkina gerði gullhlaðsey gefin til ekta manni. Innan bekkjar allan fans eftir fornu ráði, en að tilsögn ektamanns orðin kvendið skráði. Mynd af ábreiðu þessari er í „Myndum úr menningarsögu íslands frá liðnurn öldum“, er Sigfús Blöndal og Sigurður Sigtryggsson gáfu út (Rv. 1929), og af myndinni virðist mér auðráðið, að orðið útrennsla merkir hér „munstur" (20. mynd; sjá enn fremur skýringar við myndirnar, bls. 6). Útrenna er þægilegra orð en bæði út- rennsla og útrennsli, en á þau hef ég bent aðeins til að sýna, að orðið útrenna hlýtur að eiga sér all- gamlar rætur í málinu. Einnig er fróðlegt að * Vilmundur Jónsson landlæknir he£ur bent á þennan stað, og get ég staðarins hér, svo að hann gleymist ekki, e£ vera kynni, að orðið fyndist ekki í prentuðu máli. vita, að hér á íslenzk tunga orð, sem jafngildir erlendu orði, er skipar sess þess. Hitt er svo eftir atvikum, hvort hannyrðakonur og hagleiksmenn treysta sér til að glæða það nýju lífi. Eins og sak- ir standa, er ekki annað sýnna en það sé að gefa upp öndina. Vilmundur Jónsson landlæknir fræddi ntig fyrstur um orðið útrenna. Hann hafði það eftir móður sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur (f. í Nesjum í Hornafirði 1863). Síðan hef ég enn- fremur haft spurnir at orðinu frá Berufirði, Reyðarfirði og Norðfirði. Stundum getur verið fullt eins erfitt að vekja upp gömul orð og koma á algerum nýyrðum. Sú virðist vera trú landlæknis um framangreint orð. Hann hefur því búið til orðið rennd (kvk., eign- arfall renndar, fleirtala renndir) = „munstur“. Það er myndað af sögninni að renna (með hlið- sjón af nafnorðinu útrenna) eins og deild af sögn- inni að deila og hljómar mjög líkt og t. d. vend (á voð). Örlög gamalla orða Ein þeirra aðferða, sem beitt hefur verið til að fá nothæf íslenzk orð um ný hugtök eða nýja hluti, er fram koma í þjóðlífinu, hefur verið sú að vekja upp gömul orð og gefa þeim nýja merk- ingu. Oft hefur þetta tekizt vel. Orð hafa verið jafnvel sótt úr fornu skáldamáli og látin tákna tæki, sem eru árangur tiltölulega ungra uppfinn- inga. Ágætt dæmi um það er orðið simi. Það merkir þráður í fornu máli, en var þó síma hvk. (beygðist eins og auga), ef það stóð eitt sér, en stundum sirni, ef það var síðari liður í samsettu orði, sbr. varrsimi (= rák í kjölfari skips), sem enn lifir í málinu. Erlendu orðin telegraj og tele- fón voru talsvert notuð, er fyrst var rætt um nýj- ungar þessar hér á landi. Pálrni Pálsson mennta- skólakennari lagði til, að fornyrðið sími (síma) yrði notað um þessi nýju þarfaþing, og hefur það orðið ofan á. Á tímabili var nokkuð notað nafn- orðið fónn (= talsími) og sögnin að fóna, sem livort tveggja voru vel nothæf orð, en fæstir trúi ég þó harmi, að þau skyldu þoka fyrir nafninu sirni og sögninni að sirna. Með nýrri löggjöf um sttmarleyfi verkafólks, orlofslögunum, hefur orðið orlof öðlazt nýtt gildi og á vonandi langt líf fyrri höndum. Mun það vera verk Vilmundar Jónssonar landlæknis, að orðið var notað í lögunum í þessari sérstöku merkingu. 10 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.