Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 16
VALBORGSIGURÐARDÓTTIR: Hvers vegna sjúga börnin á sér fingurna? A Igengur misskilningur Fjöldi barna hefur ríka tilhneigingu til að sjúga fingurna frain eftir aldri, eða allt fram á 5. og 6. ár. Þessi börn mæta mjög oft miklum misskilningi og sæta óbærilegri meðferð sakir þessa hvimleiða ávana síns. Að vísu láta sumir foreldrar slíkt háttalag afskiptalaust eða láta sér nægja að gera smávegis gys að börnunum fyrir að haga sér eins og smábörn. En flestum mun þykja þessi ávani „óþolandi ósiður“. Þeir óttast einnig, að fingur barnsins geti aflagazt og tannbyggingin raskazt. Algengt er því, að foreldrar gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að venja börn sín af þessum „ósið“. Þeir nota hvert tækifæri til að vanda um við þau og þrífa fingurinn út úr munninum á þeim með þjósti og ef til vil 1 lítilsvirðingu. F.kki veit ég til, að þessar uppeldisaðferðir liafi nokk- urn tíma borið árangur. Sumir gefast þess vegna upp og sannfæra sig um, að ekkert sé við það að atliuga þó að ljarnið sjúgi fingurinn. F.n aðrir grípa til róttækari aðgerða. Eitt af þessum róttæku aðgerðum er að bera einhvern viðbjóðslegan áburð á „óþekka“ fing- urinn til þess að fæla barnið frá að sjúga hann. í fljótu bragði kann þetta að virðast mjög einfalt og hyggilegt ráð. Börn sækjast eftir því, sem þeim þykir gott og þægilegt, en leita undan því, sem þeim þykir vont og óþægilegt. Þetta er megin- reglan í háttalagi barna, þangað til þau hafa tii- einkað sér siðgæði félagsheildarinnar. Eftir þessu að dæma ættu þau að hætta að sjúga fingurinn, ef roðið væri nógu bragðvondum áburði á hann. En hvernig reynist þetta ráð? Sagan af honum Palla litla segir frá því: Palli litli var kominn hátt á 4. ár og saug þó þumalfingurinn í tíma og ótíma af mikilli nautn. Mamma lians vissi, að honum þótti ekkert eins viðbjóðslegt og sinnep. Hún tók því það ráð að rjóða því á þumalfingur- inn í von um, að hann myndi leggja niður þenn- an barnalega ávana sinn. Þegar í stað ætlaði Palli að fara að sjúga fingurinn, en gretti sig um leið af megnasta viðbjóði og virtist að þvi kominn að kasta upp. Hann horfði á mömmu sína örvænt- ingarfullur á svipinn. En eftir stutta stund hark- aði hann af sér, stakk fingrinum upp í sig á nýjan leik, saug áfergjulega og fullyrti, að fingurinn væri góður á bragðið. Þessi saga er ekkert eins- dæmi. Reynslan hefur margsannað, að þetta „hyggilega“ ráð bregzt því nær alltaf. Annað og enn tilþrifameira ráð er að binda handlegg barnsins niður á nóttunni eða setja liólk á handlegg þess, svo að það geti ekki borið fingurinn upp að munni sér. Þannig er útilokað að barnið geti sogið fingurinn. Kunningjakona mín reyndi þetta samkvæmt læknisráði. Hólkur- inn var settur á l>arnið að kveldi, er það var lagt til svefns. F.n lítið varð um svefn það kvöldið. í tvo klukkutíma samfleytt grét barnið, eins og það ætlaði að tryllast. Sá grátur var ekki óliljóð ó- þekktarinnar eða duttlunganna, lieldur tjáning örvæntingarinnar. Eftir tvo klukkutíma gafst móðirin upp á tilrauninni. Ég þekki heldur enga móður, sem hefur haft hjarta til þess að leggja slík pyndingartæki á barn sitt til lengdar. Að vísu hafa bæði hólkar og áburðir stöku sinnum borið tilætlaðan árangur. En slík „lækning“ hefur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir sálarlíf barns- ins. Þótt takast megi að uppræta umræddan „ó- sið“, getur það leitt til þess, að það taki upp aðra hálfu verri „ósiði“ ( t. d. ósjálfráð þvaglát, sjálfsfróun o. s. frv.) Hvað veldur? Hvers vegna eru þessar aðferðir ýmist gagnslausar eða beinlín- is skaðlegar? Astæðan er sú, að ávani þessi er aðeins ytri búningur innra meins. Hvers vegna sjúgQ, börn fingurna? Allir eru sammála um, að börnin sjúgi fing- urna tíðast og af mestri áfergju, þegar þau eru svöng, þreytt eða þegar eittlivað amar að þeim og 14 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.