Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 11

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 11
nóttina draga á loft, sé ófriðarspá og þess vegna eigi línan: dró nótt úr sjó — að láta í eyrum eins og óvæntur vopnakliður. Skáld þarf ekki að kalla fram slík háttbrigði af ráðnum hug, heldur koma þau oft, án þess hann viti fyrr en ljóðkennd hans skapar þau ósjálfrátt. Einkenni rómantízkunnar eru sterk í þessu kvæði. Náttúrumyndirnar fífill sofandi í haga, mús undir mosa, már á báru og stjörnublik yfir bæjum sofenda og leið skáldsins eru svo látlausar og unaðslegar, að aldrei var kveðið betur. Seinni vísan er rómantízkur rökkurdraumur, en skynjun hins háleita og fjarlæga skín gegnum hina fyrri. Fjallkonan er sýnd sem völva eða sögudís og iðkar þess vegna útisetur til að sjá örlög fyrir. í þann örlagaríka bardaga, sem hún sér út yfir, en menn eigi, setur skáldið síðan baráttumann- inn Magnús, sem hann yrkir kviðuna um. Stjörn- ur skulu loga yfir „leið um nætur skeið.“ bað á ekki við að spyrja, hvort list Jónasar hafi náð hærra í suðrænunr eða norrænum bragar- háttum, því að hátt náði hún í hvorum tveggja og var algerlega samgróin efni því og ljóðkennd, senr liann vildi birta hverju sinni. Þó nrá segja þetta: Jónas hefði aldrei náð öll- um þroska sínunr né ort sunrt það, sem verðnræt- ast er eftir hann, ef lrann liefði ekki nunrið lönd lrinnar suðrænu braglistar. Og úr norrænum lráttunr tókst honum að töfra fram þá list, senr fáir vissu fyrr, að nróðurmálið ætti efni til. BJARNI VILHJÁLMSSON, cand. n ISL Orðin eru til Orðið munstur þekkja allir. Flestir renna þó líklega grun í, að það sé ekki góð íslenzka, enda er það fremur ungt í nrálinu, konrið til okk- ar úr dönsku, og má rekja leiðir þess um önnur mál til latneskrar sagnar monst.ro = ég sýni (sbr. evrópska orðið demonstration, þar senr stofninn er sá sami (de- er forskeyti). Málvöndunar- mönnunr, a. m. k. þeim, er kjósa „hreint“ mál, hefur orðið lengi verið þyrnir í augum. Orðið er margrætt, enda þótt sleppt sé öðrunr merking- unr en þeinr, sem að hannyrðum Iúta, og oft má sneiða hjá því og þýða það með mismunandi orðunr íslenzkunr eftir merkingu. En nrörgum þykir sú lausn vandræðaleg, enda ekki Ireldur ávallt viðlrlítandi. Guðmundi heitnum Finnbogasyni var yfirleitt ekki unr að veita erlendum orðstofnum viðtöku í tunguna, fyrr en sýnt væri, að hún ætti ekki efnivið í orð, er jafngilti erlenda orðinu, er unr var að ræða. Hann mun þó ekki hafa komið auga á ah'slenzkt orð, er eitt mætti nota um munstur, heldur tók lrann þann kostinn að dubba nokkuð upp erlenda orðið og gefa því þannig íslenzkari svip. Hann gerði úr því mynztur, sem að hljóm fer mjög nærri erlenda orðinu og jafngildir því NZKT MÁL að merkingu, en y-ið og z-an eiga að benda til þess, að það sé dregið af orðinu mynd. Þetta orð Guðmundar lrefur undanfarin ár verið notað nokkuð í riti, en líklega mjög h'tið í tahnáli, og fæstum mun ljós vera hugsun Guðmundar í orð- inu, nema þeim sé á Iiana bent. Deila má um, hversu heppilegt er að draga orðið af orðinu mynd. Þá ber og að líta á þann ókost orðsins, að það er mjög vandritað. í því fara saman tveir höfuðfjendur þeirra, sem ósýnt er um stafsetn- ingu, en það eru hjúin y og z. Ég ætla ekki að gera hér neina tilraun til að búa til nýtt orð, er komið geti í stað erlenda orðs- ins eða orðmyndar Guðmundar. En mig langar til að benda lesendum á gamalt íslenzkt orð, sem notað hefur verið í nákvæmlega sömu merkingu og umrædd orð. Ég veit ekki til, að það hafi nokkurn tíma komizt á prent, og áreiðanlega hefur það ekki verið skráð í orðabækur. Orðið er útrenna. Ég hef ekki haft spurnir af því nema hjá gömlu fólki á eða af Austurlandi. En það nefnir alls konar „munstur“ í vefnaði, prjóni og tréskurði útrennu. Verður ekki séð, að merkingin sé á nokkurn hátt frábrugðin merkingu erlenda orðsins. Einn Austfirðing hef ég heyrt tala um að s yrpa 9

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.