Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 36
ekki elskað hana af heilum hug, a. m. k. finnst henni svo: „Þér
hafið alclrei borið ást til mín, hún var öll eingöngu frá minni
hlið liinn skamma tíma, sem kynning okkar stóð." Vonandi eru
bréf frú Thoresen enn til, og ef þau verða dregin fram í dags-
ljósið, mun vafalaust koma skýrara fram, hvernig ástasambandi
þeirra var háttað og hvernig Grími fórst við hana og barn
þeirra.
Finnur Sigmundsson landsbókavörður hefur gefið bréfin út
á mjög nýstárlegan hátt, sem ég hygg, að verða megi til fyrir-
myndar um útgáfu bréfasafna. Framan við hvert bréf hefur
hann valið eina kjarnasetningu úr því. Er val þetta gert af svo
góðri dómgreind og smekk, að ég efast um, að nokkurs staðar
rnætti um bæta. Svo fundvís hefur hann verið á þær setningar,
sem skera sig úr. Auk þess tengir hann bréfin saman með stutt-
um og ljósum skýringargreinum, sem létta mjög lestur bókar-
innar og gera mönnum hægra um yfirlit. Loks hefur hann
samið liréfaskrá og ýtarlega nafnaskrá. Val og röðun bréfanna
er fyrir sig vandaverk, og er enginn efi á, að Finni hefur tekizt
hvort tveggja í bezta lagi. Útgáfan er að ölhi leyti bæði
vönduð og smekkleg, og tel ég hana, eins og áður er sagt.
nýjung til fyrirmyndar.
Símon Jóh. Ágústsson.
Árni Pálsson: Á VÍÐ OG DREIF. Ritgerðir. —
Helgafell, Reykjavík 1947. — 498 bls.
1 bók þessari eru 24 ritgerðir. Þær hafa allar birzt sér í lagi
áður nema síðari hluti ritgerðarinnar „Snorri Sturluson og ís-
lendingasaga.“ Efni bókarinnar er því ekki alger nýjung ís-
lenzkum lesendum, en þó er í henni drjúgur fengur. Mikið
hagræði er í þvi að hafa ritgerðirnar i einu safni í stað þess
að þurfa að leita þeirra tit um hvippinn og hvappinn. Þá er
það kostur, að prófessor Árni hefur valið þær sjálfur. Liggur
þar fyrir dómur hans sjálfs um það, hverjum ritgerðum sín-
um hann vill helzt halda á lofti, þá er hann hefur hugað að
þeim eftir á. „Uppskeran er ekki mikil eftir mann í stöðu pró-
fessors Árna,“ kunna einhverjir að segja, en þar er því til að
svara, að hún er góð — og hún mun bera mikinn ávöxt
víða. Ritgerðirnar fjalla um íslenzka menn og íslenzk mál
nema þrjár, er síðast standa í bókinni. Efnið er fjölskrúðugt,
þó einkum persónusögulegs, menningarsögulegs og bókmennta-
sögulegs eðlis. Hvergi er kastað höndurn til máls eða efnismeð-
ferðar. Karlmannlegur þróttur í stíl. Orðsnilldin alkunn. Glögg-
skyggni á menn og mál.
Hér er hvorki tóm né ástæða til að ræða um einstakar rit-
gerðir. Þó get ég ekki stillt mig um að drepa á nokkur atriði í
síðari hluta ritgerðarinnar „Snorri Sturluson og íslendingasaga“,
með því að hann hefur ekki birzt áður. íslendingasaga Sturlu
Þórðarsonar er víða svo óljós, slitrótt og ruglingsleg, að torvelt
■eða jafnvel ógerlegt er að rekja rás atburðanna, orsakir þeirra
og afleiðingar. Hér skal ósagt látið, hvort það er sprottið af
því, að hún sé aðeins ófullgerð frumdrög að sögu, elliverk Sturlu
eða hvorttveggja. I’rófessor Arni er með Sturlungufróðustu
mönnum, sem nú eru uppi, en þó hefur honum fatazt á
nokkrum stöðum að rata í því völundarhúsi. Hann segir á
141. bls., að i allri íslendingasögu séu aðeins hermdar tvær
setningar orðréttar eftir Snorra, „Út vil ek“ og „Eigi skal
höggva", en fleiri eru þær, og geta lesendur auðveldlega fund-
ið þær, ef þeir vilja. Hitt er annað mál, að einungis þessar tvær
setningar eru svo úr garði gerðar, að menn reki minni til
þeirra. Ekki vil ég um það deila, hvort Snorri hefur verið orð-
hagasti maður aldarinnar, eins og þar er enn fremur sagt, en
kunnað hefur Sighvatur, bróðir hans, að koma fyrir sig orði.
Á 147. bls. segir, að Snorri hafi gert svo lítið úr sér að
reyna að svipta Sturlu Þórðarson, bróðurson sinn, miklu fé „að
ólögum". Fer prófessor Árni allhörðum orðum um það tiltæki,
en þar hefur honum orðið á að halla mjög á Snorra og alger-
lega að ósekju. Frásögn íslendingasögu um fémál þetta hljóðar
svo:
„í þenna tíma (:>: fyrir og um 1224) var heldr fátt með
þeim bræðrum, Þórði ok Snorra. Varð þeim til um móðurarf
sinn. Guðný hafði andazt með Snorra, ok tók hann alla gripi,
þá er hon hafði átt, ok var þat rnikit fé. En hon hafði gefit
áðr allt féit Sturlu, syni Þórðar, fóstra sínum. En Sighvatr
tók til sín Glerárskóga, er honum váru næstir."
Þótt frásögnin sé stiklótt að venju, orkar varla tvímælis,
hvernig á að skilja hana. Gjöf Guðnýjar hefur verið arfskot,
sem svo er kallað í þjóðveldislögunum, gefin án samþykkis
skaparfa. Fyrir því hafa þeir Snorri og Sighvatur hrifsað til
sín þann hluta fjárins, er þeir náðu hvor um sig. Að vísu
hefðu þeir fremur átt að láta ónýta gjöf kerlingarinnar, móður
sinnar, með dómi, en skiljanlegt var, að þeir hefðu ekki skap
til þcss. Sennilega hefur Þórður haldið einhverju vegna sonar
síns, þótt þess sé ekki getið. Snorri sættist á málið við Þórð
fyrir alþingi 1224, áður en fresturinn til að rifta gjöfinni var
úti (smbr. Grág. I a, 249). Eg fæ því ekki betur séð en hann
hafi þar haldið skildi sínur algerlega hreinum. Öðru máli
gegnir um Sighvat. Ágreiningurinn milli þeirra Þórðar út af
arfinum stóð enn langa stund og ófst saman við deiluna um
Snorrungagoðorð. Gleggsta vitnið um það eru orð þau, sem
höfð eru eftir Sturlu Sighvatssyni, þá er þeir Þórður frændur
sættust á Hvammsför: en eigi mun ek deila við hann héðan
frá um fé þat, er vit höfum eigi orðit á sáttir hér til, Glerár-
skóga ok annat fé.“ Sighvatur hefur bersýnilega fengið Sturlu,
syni sínum, umboð fjárins. Prófessor Árna hefur sézt yfir
þctta, af því að lionum voru upptök málsins ekki ljós. Jafn-
framt er augljóst, að Sturla Þórðarson hafði enga ástæðu til að
bera kala til Snorra vegna fémálsins.
Þá get ég ekki varizt þeirri skoðun, að mjög sé hallað á
Orækju, son Snorra, enda auðgert að finna á honum snögga
bletti. Órækja var ólánsmaður. Hann naut sín aldrei fyrir
ráðríki föður síns, er otaði honum jafnvel fram til hinna
óvinsælli verka. Hann treysti mönnum heimskulega vel og
varð oft hált á því. Mönnum eru kunnug tildrög öll, þá er
Sturla Sighvatsson sveik hann og lét meiða, og þá er þeir
Gizur og Kolbeinn sviku hann við Hvítárbrú. Hann var lítt
fallinn til héraðsstjórnar og fjárgæzlu. En samt sem áður
bendir margt til þess, að hann hafi haft ýmsa kosti, er löðuðu
menn að honum. Hann var t. d. sáttfús með afbrigðum og
gat þá verið ósmálátur. l’rófessor Árni hyggur, að liann hafi
átt föður sínum að þakka fylgi sitt í Vestfjörðum (174. og
183. bls.). Eitt dæmi nægir til þess að sýna, að svo var ekki
með öllu. Snorri hafði lofað Órækju staðfestu í Stafaholti, en
tregðaðist við að efna loforðið. Kom því svo, að Órækja reið til
Reykholts 1235 með 80 manná og neyddi föður sinn til að
láta staðinn af hendi. „Var þar með honum (>: Órækju) Mar-
kús af Melum, Ásgrímr Bergþórsson, Guðmundr Sigríðarson
ok flestir inir stærri bændr ór Vestfjörðum." Kynlegt þykir
mér, ef þessir menn hafa verið meiri vinir Snorrá en Órækju.
Hér læt ég staðar numið, þótt sitthvað mætti fleira til tína,
34
S V RP A