Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 17
óyndi er í þeim. Víðtœkar sálfrœðilegar rannsókn-
ir hafa leitt i Ijós, að þessi ávani stendur í órjúfan-
legu sambandi við eðlilega sogþörf barnsins og til-
finningaUf þess. Telja sálfræðingar þetta fyrir-
brigði í flestum tilfellum eðlilegt hjá börnum
innan þriggja ára (t. d. í sambandi við svefninn).
En eftir þann aldur er það ótvírætt tákn öryggis-
leysis eða annarrar andlegrar vanlíðunar, einkum
ef mikil brögð eru að því að degi til. Þess eru
dæmi, að börn sjúgi af þvílíkri innri þörf, að þau
taki fingurinn fram yfir leikföng og leikfélaga.
Þegar svo fer, er illt í efni. Venjulega eru margar
orsakir að vanlíðan barnsins að verki í einu.
Fingurinn er því óþrjótandi huggunarlind í raun-
um og leiðindunt.
Sogþörf ungbarnsins
Fullnæging sogþarfarinnar og sú vellíðan, sem
hún vekur, hefur rneiri áhrif á h'kams- og sálar-
ástand barnsins en menn hefur rennt grun í tif
skamms tíma. Margar vísindalegar rannsóknir
hafa fært óyggjandi sönnur á þetta. Ég get ekki
stillt mig um að segja frá einni mjög sannfærandi
tilraun, sem gjörð var í Bandaríkjunum:
Tilraunin var gjörð á sex nýgotnum hvolpum
Tveir hvolpanna voru látnir sjúga móðurina eins
og þeir vildu, en liinir fjórir voru teknir frá henni
þegar í stað og látnir nærast með pela. Tveir
þeirra sugu túttu með ósköp litlu gati, svo að
þeir þurftu að sjúga duglega til þess að ná mjólk-
inni, og þeir fengu að sjúga, hvenær sem þeir
vildu. En tveir hvolparnir, sem eftir voru, fengu
næringuna fyrst gegnum glerpípu, en síðan úr
pela, og var gatið á túttunum þeirra óvenju stórt,
svo að mjólkin rann fyrirhafnarlaust úr þeim.
Þessir hvolpar þurftu því lítið að hafa fyrir því
að sjúga. Auk þess fengu þeir aldrei að hafa pel-
ann, nema rétt á meðan þeir voru að nærast.
Hann var tekinn frá þeirn um leið og þeir luku
mjólkinni úr honum. Allir hvolparnir sex fengu
þó nákvæmlega sömu næringu, bæði að magni og
gæðum. Að nokkrum tíma liðnum var þroska-
framför allra hvolpanna athuguð og borin saman.
Kom þá í ljós, að hvolparnir, sem sugu tíkina og
þeir, sem sugu pelann eftir vild, höfðu tekið mjög
góðum og eðlilegum framförum. Var lítill sem
enginn munur á þroska þeirra og háttalagi. Allt
öðru máli var að gegna um hvolpana, sem minnst
feirgu að sjúga.Útlit þeirra og háttalag var mjög
óeðlilegt og bar vott um vanþroska. Skinnið var
gljáalaust og bar óeðlilegan litarhátt. Þeir voru
órólegir og grimmir í lund. Tímunum saman lágu
þeir og sugu á sér lappirnar, sleiktu gólfið og
glefsuðu í allt, sem fyrir varð.
Niðurstaða þessarar tilraunar er augljós. Hún
sýnir, að soghvötin gegnir öðru og meira hlut-
verki en að afla lífverunni viðurværis. Santa
máli gegnir um afkvæmi allra spendýra og ekki
sízt um mannsbarnið. Soghvötin verður ekki
virt að vettugi eða bæld niður barninu að skað-
lausu. Hún leitar útrásar á annan hátt, ef hún
fær ekki eðlilega fullnægju: Barnið fer að sjúga
fingurna. Þannig getur venjan skapa/.t og haldið
áfram frarn eftir leikaldrinum..
Af þessum ástæðum m. a. er það sjálfsögð
skylda móðurinnar að hafa barnið á brjósti, svo
framarlega sem hún getur það heilsu sinnar
vegna. Frá sálfræðilegu sjónarmiði er algerlega
rangt að venja börnin snemma af brjósti eða pela.
Þeim er nauðsynlegt að sjúga á hverri máltíð
fyrstu 8 til 9 rnánuði ævinnar. Enda þó rétt sé að
venja þau af brjósti um það leyti, vegna þess að
móðurmjólkin er ekki talin lioll eftir þann tíma,
þá er ekki rétt að svifta börnin svo ung mögu-
leikunum til að sjúga. Eftir þann tíma eiga þau
að fá pela, ef þau vilja, a. m. .k. áður en þau fara
að sofa á kvöldin. Venjulega þiggja þau pelann
þangað til þau eru 12—14 mánaða, og er sjálfsagt
að virða þessa þörf og fullnægja henni. Mér er
vel ljóst, að þessar fullyrðingar brjóta í bága
við ríkjandi skoðanir lækna hér á landi um
þetta mál. Sjaldan eða aldrei munu þeir mæla
með því, að börn fái pela eftir að búið er að
venja þau af brjósti, þvert á móti eru þeir því
mjög mótfallnir. Ég hef þó aldrei heyrt önn-
ur rök borin fram fyrir þessu en þau, að þetta
sé „ósiður“, en tæpast verður slíkt talið til rök-
semda. En það er óþarft að telja upp nöfn
frægra lækna og sálfræðinga máli mínu til stuðn-
ings, því að verkin sýna merkin. Allt í kringum
okkur eru lítil börn að sjúga á sér fingurna af
öllum lífs og sálar kröftum.
Minnumst Jtess, að auðveldara er að fyrirbyggja
mein en að uppræta þau. Fullnæging soghvatar-
innar í frumbernsku er nauðsynlegt skilyrði ál
J^ess að koma í veg fyrir, að barnið grípi síðar til
þess óyndisúrræðis að sjúga á sér fingurna.
A thafnaleysi og afbrýðisemi
Eins og fyrr var vikið að, getur alls konar and-
leg vanlíðan og öryggisleysi valdið því, að börn
fara að sjúga fingurna. Skal hér aðeins rætt um
syrpa
15