Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 39

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 39
reyndu nú að naga sundur leðrið og á meðan skal ég sjá um að veiðimaðurinn komi ekki. Með þessu móti getum við bjargað lífi vinar okkar, ef við leggjum okkur fram.“ Og til enn frekari skýringar mælti hún: „Hlýð þú á mig, skjaldbaka. Neyt þú tanna þinna til að ná sundur gildrunni. Ég skal taka að mér að tefja för veiðimannsins.“ Svo tók skjaldbakan að naga leðrið og spætan flaug til þorpsins, þar sem veiðimaðurinn átti heima. Undir eins og lýsti af degi, greip veiðimað- urinn hníf sinn og ætlaði út. En um leið og hann opnaði dyrnar, tók fuglinn að arga og garga og lemja framan í hann vængjunum. Veiðimaðurinn liugsaði með sér: „Það hlýtur að vera ills viti, að illfyglið ræðst að mér,“ og svo fór hann inn aft- ur. Þegar hann var búinn að liggja fyrir stundar- korn, reis hann upp og greip veiðihníf sinn. Þá hugsaði fuglinn: „Áðan fór liann út um aðal- dyrnar, nú er ég viss um að hann gengur um bak- dyrnar,“ og svo flaug hann upp fyrir húsið og sett- ist þar. Veiðimaðurinn hugsaði: „Illfyglið varð fyrir mér þegar ég ætlaði út urn aðaldyrnar, nú skal ég fara hinumegin,“ og svo fór hann út um bakdyrnar. Spætan réðist að honum, argandi og gargandi, og liann ályktaði sem svo: „Fuglinum er víst bláköld alvara með að sleppa mér ekki út,“ og svo sneri hann við og lagðist fyrir þangað til sólin var komin upp. Þá lagði liann enn af stað, en fuglinn flýtti sér til Bodhisatta og sagði lion- um, að veiðimaðurinn væri á leiðinni. Þegar hér var komið sögunni, var skjaldbakan búin að vinna á gildrunni, að undanskilinni einni taug. Hún hafði gengið svo nærri sér, að tennurn- ar voru farnar að losna og munnurinn var löðr- andi í blóði. Nú sá Bodliisatta veiðimanninn koma á sprettinum með hnífinn á lofti. Hann tók snöggt viðbragð, sleit síðustu taugina og þaut inn í skóginn eins og byssubrenndur. Spætan settist upp í eikina, en skjaldbakan var svo yfir- komin af þreytu, að hún lá þar, sem hún var kom- in. Veiðimaðurinn stakk henni ofan í poka og hengdi hana upp í eitt tréð. Bodhisatta kom nti aftur og litaðist um og sá strax, hvernig komið var fyrir skjaldbökunni. „Ég verð að hjálpa vini mín- um,“ hugsaði hann með sér, færði sig í nám- unda við veiðimanninn og lét eins og hann væri að hníga niður af þreytu. „Geitin er alveg orðin uppgefin," hugsaði veiðimaðurinn, „það er bezt að ég ráði niðurlögum hennar,“ og svo flýtti hann sér á eftir Iienni með reiddan hnífinn. Bodhisatta hljóp spölkorn á undan veiðimannin- um, en gætti þess að vera hvorki of nálægt honum né hverfa úr augsýn lians. Þannig tókst honum að lokka hann inn í skógarþykknið og þegar honum þótti þeir vera komnir nógu langt í burtu, þá sneri liann við og hljóp eins og fætur toguðu heim aftur. Þegar þangað kom, lyfti hann pokan- um ofan úr trénu með hornunum og hleypti skjaldbökunni út. Svo kom spætan ofan úr eik- inni. Þá tók Bodhisatta að leggja þeim heilræði og mælti á þessa leið: „Ég á ykkur líf mitt að launa, þið hafið breytt við mig eins og vinum sæmir: en nú er ekkert líklegra en að veiðmaður- inn komi aftur og hremmi ykkur. Þess vegna skalt þú nú, spæta mín, fljúga á brott með ungana þína, þangað sem þú getur verið óhult. Og þú, skjaldbaka góð, ættir að fara ofan í vatnið.“ Og þetta gerðu þær. Skjaldbakan stakk sér á kaf ofan í tjörnina. Geitin hvarf inn í skógarþykknið. Spætan flaug með ungahópinn sinn langar leiðir í burtu. Þegar veiðimaðurinn kom aftur og fann ekkert annað en tóman og rifinn pokann, sneri hann heimleiðis dapur í bragði. En vinirnir þrír héldu tryggðum til dauðadags og hrepptu þau örlög. sem þeir verðskulduðu. H. G. islenzkaði. (Úr bók Pouls Tuxen: „Æventyr fra det gamle Indien", Kaupmannahöfn 1924.) S YRPA 37

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.