Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 29

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 29
inn í dyrnar á Bláa ljóninu og sá tvo menn spretta upp frá bjórglösunum og hverfa út um bakdyrnar. „Hvers vegna hlaupa mennirnir út?“ spurði hann og leit í kringum sig. „Ekki ætlaði ég að gera þeim mein.“ „Það fer eftir því, hvað þú kallar að gera mein, Jói,“ sagði vinur hans einn. Billing hristi höfuðið. „Þeir þurfa ekkert að vera hræddir við mig,“ sagði hann alvarlega. „Ég rnundi ekki gera flugu mein; ég hef eignazt nýtt hjarta.“ „Nýtt hvað?“ spurði vinur hans og starði. „Nýtt hjarta," endurtók hinn. „Ég er hættur að slást og bölva og drekka of mikið. Ég ætla að byrja nýtt líf og gera allt það gott, sem ég get; ég ætla að —“ „Hallelúja!" kallaði langur,, renglulegur unglingur, tók undir sig stökk til dyranna og hvarf. „Hann kynnist mér betur seinna," sagði Billing. „Nei, ég geri ekki flugu mein. Mig langar til að gera fólki gott; ekki gera því mein. Ég ætla að fá bjór,“ bætti hann við, og sneri sér að afgreiðsluborðinu. „Þú færð hann ekki hér,“ svaraði veitingamaðurinn og gaf honum óhýrt auga. „Hvers vegna ekki?“ spurði Billing forviða. „Þú ert þegar búinn að fá það, sem þú þarft,“ var svarið. „Og eitt skal ég sverja — þú hefur ekki fengið það hér.“ „Ég hef ekki látið dropa inn fyrir mínar varir“ — svaraði Billing þessari mógðun. „O, ég veit það svo sem,“ sagði hinn þreytulega, um leið og hann flutti eitt eða tvö glös og þurrkaði af borðinu, „ég hef heyrt það allt saman áður, margsinnis. Mundu það, að ég er búinn að vera við þetta í þrjátíu ár, og ef ég veit ekki, hvenær menn eru búnir að fá sinn skammt, og einn umfram, þá veit það enginn. Nú fer þú heim og biður konuna þína að gefa þér vænan bolla af góðu, sterku tei, og farðu svo að hátta og sofðu úr þér.“ „Það er greinilegt," sagði Billing með köldum virðuleik, um leið og hann staldraði við í dyrunum — „það er greinilegt, að ég verð að hætta við bjórinn líka.“ Hann stóð fyrir utan og braut heilann urn þá ófyrirséðu erfiðleika, sem fylgdu hinni nýju breytni hans og færði sig nokkra þumlunga til hliðar, þegar Ricketts, gamall fjandmaður hans, kom í áttina til knæpunnar, nam staðar einn eða tvo faðma frá honum, og leit á hann með varúð. „Komdu,“ sagði Billing og talaði nokkuð hátt vegna mann- anna, sem inni voru; „Ég skal ekkert gera þér; ég er hættur að slást." „Já, ég gæti trúað því,“ svaraði hinn, og þokaði sér burt. „Það er öllu óhætt, Bill.“ sagði sameiginlegur vinur þeirra út um hálfopnar dyrnar, „hann er búinn að fá nýtt hjarta." Ricketts vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. „Hjartasjúk- dóm, meinarðu?" spurði hann vonglaður. „Getur hann ekki slegist framar?" „Nýtt hjarta," sagði Billing. „Það er eins hraust og það hefur nokkurntíma verið, en það er breytt, bróðir." „Ef þú kallar mig bróður aftur þá skal ég gefa þér það, sem þig vantar, og láta það ráðast," sagði Rickett grimmdar- lega. „Ég er armingi, en ég hef mína sómatilfinningu." Með brosi, sem var þrungið bróðurkærleika, hallaði Billing vinstri vanga sínum að honum. „Sláðu," sagði hann hlíðlega. „Gefðu honum einn á hann og hlauptu, Bill,“ sagði rödd þess velviljaða fyrir innan. „Hann mundi ekki þurfa að hlaupa neitt," sagði Billing, „Ég mundi alls ekki slá hann aftur. Eg skyldi bjóða honum hinn vangann." „Til hvers?“ spurði Ricketts forviða. „Til þess að þú gætir gefið mér annan á hann,“ sagði Billing og ljómaði. Á broti úr sekúndu fékk hann fyrra höggið, svo að hann riðaði og skjögraði. Áhorfendurnir flýttu sér út. Ricketts var dálítið fölur, en vék ekki af liólmi. „Þarna sérðu, ég slæ þig ekki,“ sagði Billings með af- skræmislegri tilraun til að brosa. Hann stóð og nuddaði á sér vangann með hógværð, og minn- ugur ráðleggingar Purnips, sneri hann hinum vanganum hægt, þumlung fyrir þumlung, í áttina að andstæðingi sínum. Hann var ekki kominn alla leið þegar Ricketts, sem hafði sett sig í öruggar jafnvægisstellingar rak honum þvílíkt högg. að kjálkinn var nærri brotnaður. Billing, sem var lemstraður eftir fall sitt á stéttina. stóð upp með harmkva lum og sneri sér að honum. „Ég lief aðcins tvo vanga," sagði liann, með hægð. Ricketts dæsti. „Ég vildi, að þú hefðir heila tylft,“ sagði hann af sannfæringu. „Jæja, far vel. Vertu góður.“ Hann gekk inn i Bláa ljónið algjörlega laus við þá Itlygð- unartilfinningu, sem Purnip hafði sagt fyrir, tók þar við bjór- glasi frá aðdáanda og stærði sig hástöfum af afreki sínu. Billing rölti í hægðum sínum heim til konunnar, sem varð furðu lostin. „Kannski hann skammist sín, þegar hann fer að hugsa um það,“ muldraði hann, á meðan frú Billing, sem æfingin hafði gert að meistara, lét honum í té hjálp í viðlögum. „Ég ímynda mér, að hann gráti úr sér augun," sagði hún, og saug upp í nefið. „Segðu mér, hvort þetta er sárt.“ Billing sagði henni það. „Eg vorkenni næsta manni, sem slær þig,“ sagði kona hans og horfði á handaverk sín. „Nei, þú þarft ekki að gera það,“ sagði Billing með virðuleik. „Það rnundi þurfa meira til en tvö hogg á kjammann að fá mig til að breyta fyrirætlun minni, þegar ég er einu sinni búinn að ákveða mig. Þú ættir að vera farinn að þekkja það. Flýttu þér að ljúka við þetta. Ég þarf að biðja þig að skreppa út á hornið og ná mér í bjór.“ „Hvað, ætlarðu ekki út aftur?“ spurði konan steinhissa. Billing hristi höfuðið. „Það kynni einliver annar að vilja gefa mér á hann,“ sagði hann auðmjúkur, „en ég er búitin að fá nægju mína í kvöld." Hann verkjaði enn í andlitið morguninn eftir, en á meðan hann sat að morgunverði í litla cldhúsinu, gat hann sarnt talað um Ricketts með orðum, sem voru talandi vitnisburður um kenningu Purnips. Frú Billing. sem ekki gat stillt sig, fór út og inn í fremra herbergið að þurrka af. „Ertu nærri tilbúinn að fara?“ spurði hún, er hún kom aftur eftir litla stund. „Fimm mínútur," sagði Billing og kinkaði kolli. „Ég ætla bara að kveikja í pípunni minni og svo fer ég.“ „Því þeir bíða tveir eða þrír cftir þér úti,“ bætti kona hans við. Billing stóð upp. „Hó, er það, já?“ sagði hann óblíður, um leið og hann fór úr jakkanum og fór að brjóta upp skyrtu- ermarnar. „Ég skal kenna þeirn. Ég skal láta þá fá eitthvað fyrir biðina. Ég skal —“ Orðin dóu út á vörum hans, þegar hann sá sigurhrósið á S Y R 1> A 27

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.