Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 33
enginn þeirra þingmanna, sem gert hafa sig bera að brigð-
mælum í þessu efni, verði kosnir á ný, og að allir stjórnmála-
flokkar hafi á að skipa frambjóðendum, sem við_ vitum að
óhætt er að treysta.
Því miður er ekki rúm til að birta hér neitt af skrifum
héraðslæknisins á Blönduósi um ölfrumvarpið, og hefði þó
verið full ástæða til þess. Af þeim má læra mikið um það,
hvert orðbragð stuðningsmönnum þessa frumvarps þótti hæfa
því, og hver framkoma opinherir embættismenn þessa lands
telja sænia sér. Gaman er það einnig fyrir meðlimi kvenfélag-
anna að kynnast hinni sönnu skoðun þessa manns, — sem
svo mjög hefur leitað eftir liðsinni þeirra í sambandi við
annað mál — á vitsmunum þeirra og dómgreind. Greinar þess-
ar og umræðurnar, sem um þær spunnust, er að finna í
Morgunblaðinu 12., 14., 15., 17., 22., 25. febrúar og 14. marz
og í Tímanum 31. marz s. 1., og þar sem ætla má að þær hafi
farið fram hjá mörgum konum, viljum við mælast til þess að
formenn þeirra kvenfélaga, sem áskoranir hafa sent um öl-
frumvarpið eða hlynntar eru starfsemi okkar, útvegi sér þessi
blöð og lesi a. m. k. greinina frá 15. febr. upp á næsta félags-
fundi.
Því er ekki að leyna, að frumvarp þetta hefur á ýmsa lund
orðið samtökum okkar hinn mesti fengur. Árangurinn af þessu
fyrsta verulega átaki okkar færir okkur heim sanninn um það,
hvers við erum megnugar nú þegar, þó að samtökin séu í
rauninni aðeins á undirbúningsstigi, og hann sýnir ljóslega
að mikils má af þeim vænta, ef unnt verður að skipuleggja
þau eins og skyldi. Eins og er, þá höfum við hvorki fastan
samastað né starfskrafta, sem nokkuð er á að treysta. Ef
við eða aðrar konur, sem kosnar eru í stjórn, reynumst annað
livort lítt starfhæfar eða forföllumst af einhverjum ástæðum,
fellur starfsemin hreinlega niður. Okkur er það því lífsnauð-
syn að komast á öruggari grundvöll, koma upp skrifstofu eða
miðstöð í einhverri mynd í Reykjavík og skipuleggja samtökin
þannig, að þau séu ætið til taks þegar á þarf að halda og vinni
eins og ein heikl. En til þess skortir okkur fé, og þess vegna
samþykkti fulltrúafundur í Reykjavík, hinn 31. okt. s.l., að
sækja um styrk til Alþingis. Hinn 23. janúar s.l. var Fjárveit-
inganefnd þingsins þvi send svohljóðandi umsókn:
„Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga i Reykjavík og Hafnar-
firði hefur falið okkur undirrituðum að fara þess á leit við
háttvirta Fjárveitinganefnd Alþingis, að hún veiti nefndinni
fimmtiu þúsund króna styrk til starfsemi sinnar.
Áfengisvarnarnefndin var stofnuð hinn 5. desember 1916 að
tilhlutun tuttugu og tveggja kvenfélaga í Reykjavík og sex
kvenfélaga í Hafnarfirði, í þeim tilgangi að koma á samtökum
kvenna um allt land til baráttu gegn ofdrykkju landsmanna.
Á annað hundrað kvenfélög í öllum sýslum landsins höfðu þá
tjáð sig fús til þess að taka virkan þátt í þessari baráttu, og um
átta þúsund konur utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar höfðu
skuldbundið sig til þess með undirskrift sinni, að veita málinu
allt það lið, er þær mættu. í mörgurn hreppum skrifaði hver
einasta atkvæðisbær kona undir slíka yfirlýsingu. Samtökin eru
því orðin mjög öflug, svo að fyllsta ástæða er til að vænta
mikils árangurs, svo framarlega sem þau fá skilyrði til þess að
njóta sín að fullu.
Nefndin telur það liöfuðhlutverk sitt að vinna að þvi að
skaþa heilbrigt almenningsálit i landinu um neyzlu úfengra
drykkja. Þessu takmarki hyggst hún að ná skjótast með því að
senda erindreka sína um landið í því skyni að uppörfa konur
til þess að standa einbeitlega vörð um málið í umhverfi sínu:
Hafa gát á áhrifum skólanna hvað bindindismál snertir, úti-
loka drykkjuskap á samkomum með því að hætta að taka þátt
i þeim ef ölvun er leyfð, sætta sig ekki við ofdrykkju opin-
berra starfsmanna, beita sér fyrir útrýmingu bruggs og óleyfi-
legrar vínsölu, vinna að algerðu vínbindindi innan unglinga-
félaga, leita samvinnu við önnur bindindisöfl í nágrenninu
o. m. fl. Til úrbóta þeim vandræðum, sem höfuðstaður lands-
ins heiur ratað í vegna víndrykkjutízkunnar, hefur nefndin
samþykkt að stuðla af fremsta megni að því, að tillögur Alfreðs
Gíslasonar, læknis. nái fram að ganga. og mun hún hvetja
konur til að beita sér fyrir svipuðum aðgerðum þar annars
staðar á landinu, er þeirn verður við komið. — Loks vill nefndin
koma upp miðstöð í Reykjavík fyrir þessa starfsemi alla í heild.
Eins og nærri má geta, þá komast þessar fyrirætlanir ekki
í framkvæmd með einum saman starfsvilja og áhuga þeirra
kvenna, er sæti eiga í Áfengisvarnarnefndinni. Til þeirra þarf
mikið fé, sem nefndin hefur enga möguleika til að afla. Húu
snýr sér þess vegna til háttvirts Alþingis í trausti þess að það
meti viðleitni hennar og veiti hina umbeðnu upphæð, jafn-
framt því sem hún heitir því að nota hana af ýtrustu gætni
og gera nákvæma grein fyrir því, hvernig henni verði varið.“
Og 17. marz svofelld ítrekun:
„Með því að fellt hefur verið við aðra umræðu fjárlaganna að
veita Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði
þann styrk, er farið var fram á í bréfi til Fjárveitinganefndar
hinn 23. janúar s.l., þá leyfir undirrituð stjórn nefndarinnar
sér hér með að mælast til þess, að mál þetta verði nánar at-
hugað áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Viljum við ítreka það, sem tekið var fram í fyrrnefndu bréfi,
að samtök okkar eru orðin svo öflug, að mikils má af þeiin
vænta, ef þau fá að njóta sín til fttlls. Hér er um nýja leið að
ræða, þar sem borgarar utan vébanda góðtemplarareglunnar
og úr öllutn stjórnmálaflokkum bjóða fram krafta sína í því
augnamiði að leitast við að vintta bug á áfengisbölinu, en það
er það vandamál þjóðarinnar, sem öllum leiðtogum hennar,
veraldlegum og andlegum, öllum stjómmálaflokkunum og öll-
um meiri háttar félagasatnböndum landsins kemur saman um
að nú kalli einna mest að.
Við leyfum okkur að fullvissa háttvirta Fjárveitinganefnd um
það, að bæði konur um land allt og aðrir áhugamenn unt
áfengisvandamálið munu undrast tórlega ef það keniitr í ljós.
að Alþingi hafi tekið á sig þá ábyrgð að hafna þeirri aðstoð
að óreyndu, sem hér hefur verið ltoðin fram."
Hinn 2. marz s.l. hélt Afengisvarnat nefndin aðalfund sinn
og flutti Alfreð Gíslason þar erindi um tillögur sínar til úrbóta
áfengisbölinu. Samþykkt var að vinna að því að koma á
landssantbandi áfengisvarnarnefndanna.
Þessar áskoranir voru sendar:
Til bæjarstjórnar Reykjavíkur:
„Fundurinn ítrekar þá áskorun Áféngisvarnarnefndarinnar
til bæjarstjórnar Reykjavíkur, að hún komi upp vörnum gegn
áfengisböli bæjarbúa samkvæmt tillögum Alfreðs Gíslasonar,
læknis. Fundurinn beinir þeirri eindregnu ósk til bæjarstjórn-
arinnar, að hún skipi nefnd til þess að athuga þetta nauðsynja-
mál, þegar á næsta fundi sinum."
S Y R P A
31