Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 37

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 37
sem betur hefði mátt fara. Ætlunin var aldrei að fara í neinn sparðatíning, og þeir gallar, sem eru og kunna að vera á rit- gerðinni, rýra ekki gildi hennar sem heildar. Þar eru margar bráðskarpar athuganir, er auka drjúgum skilning manna á sögu þessara róstu- og umbrotatíma. Og væntanlega eiga menn eftir að fá meira að heyra. Jón Jóhannesson. Jakob Thorarensen: AMSTUR DÆGRANNA. Sögur. Reykjavík, Helgafell, 1947. Jakob Tliorarensen hefur fengizt við tvær greinar bókmennta um ævina, smásögur og kvæði. Ljóðakverin munu eigi færri en átta talsins, en „Amstur dægranna" er fjórða smásögusafnið frá hendi hans. Raunar á margt í bók þessari lítið skylt við smásögur, þar er öllu fremur um lausleg riss að ræða, einkennilegan sam- setning sem torvelt er að flokka undir nokkra sérstaka tegund bókmennta. „Ný máttarvöld" eru af þeim toga; þar segir frá kornungri stúlku sem liggur fyrir dauðanum, en drottinn og C.lark Galtle heyja vægðarlaust stríð um hug hennar og sál; Clark sigrar að lokum og stúlkunni batnar. Eða tökum „Yfir kvöldborðinu": Virðuleg hjón sitja að snæðingi ásaint dætrum sínum fimm, ungum og fríðum, þær hafa allar skilið við eigin- menn sína og sumar við fleiri en einn. Hjal þeirra yfir borðum er liragðdauft og næsta ómerkilegt; og svo er sagan búin. „Ströng hagsmunabarátta" á að sýna óráðvendni og taumlausa frekju alþýðufólks nú á dögum, en saga getur hún tæplega kallazt fremur en „Undrin í Váladal", hin biturlega ádeila á almenna breyskleika manna, ádeila sem rennur að vísu út í sandinn. Allar hinar lengri sögur fjalla um ástamál í einhverri mynd. trúlofanir, hjónabönd og barneignir, það er skáldinu sérstök ánægja að lýsa viðskiptum karls og konu. Og uppistaðan í sögunum öllum er ein og hin sama, þó að ívafið sé með ýmsum hætti: sú bjargfasta trú og sannfæring höfundar að konan sé manninum margfalt sterkari, takist alltaf að blekkja hann, vefja urn fingur sér eða draga á tálar, leika sér að honum eins og kötur að mús; og sumar konur eru gæddar dularfullum, hræðilegum mætti. Umkomulaus vinnustúlka. „Gunna svarta", eignast börn með vinnuveitendum sínurn hvar sem hún fer, þeir fá ekki staðizt hana með neinum ráðum. Loks drekkir hún sér til þess að bjarga síðasta húsbónda sínunt frá glötun; dagbók hennar finnst litlu síðar. Virðulegur há- skólakennari verður aumkunarverður leiksoppur í höndum vinnukonunnar, ungur lögfræðingur kynnist stúlku í sveit, ríkur aldraður járnsmiður óbreyttri daðurdrós, og allt fer á sömu leið. Atgerfi, auður og mannvirðingar skipta engu máli, staða karlmannsins er vonlaus. „Sigþrúður á Svalfelli" er bezta eða skásta sagan í bókinni og endar ekki ólinittilega, úr efninu hcfði mátt smíða góða skopsögu. En frásagnargáfa höfundar virðist í minnsta lagi, allt verður þunglamalegt og dauft í höndum hans. Smekkurinn er ákaflega reikull, frásögnin óskipuleg, hnökrótt og óhóflega stirð. Um orðfæð verður Thorarensen ekki sakaður, en hann virðist hafa furðulegar mætur á ambögum, óviðfelldnum orð- um, klaufalegum orðtækjum. Astaratlot kallast á hans máli „káf og viðfiðringar", „tilhliðranir", „riálganir og nudd", „fremur stríðar eða stirðbusalegar viðfiðringar, næstum orð- laust föndur með hálf-byrgðu híi eða hlakki"; og hann talar um „fiðring luigans" og „fiðring heitra hvata" og þar fram eftir götunum. Þó kastar fyrst tólfunum þegar persónurnar fara að tala saman. Hér eru ekki tök á að nefna einstök dæmi, enda eitt ekki öðru verra; sem betur fer mun leit að jafnafkára- legum, óeðlilegum og vandræðalegum samræðum í íslenzkum bókmenntum. Prentvillur eru ófáar í bókinni og sumar slæmar, þar er talað um „drottningu í síki sínu", en guð gerður hvorugkyns. Á stundum mun þó vandséð hvort um er að ræða gáleysi prent- arans eða aðeins frumlegt orðfæri höfundarins sjálfs. Á. Hj. S Y N D I R A N N A R R V Dónalegar bókaauglýsingar eru nú til allrar hamingju að detta úr sögnnni. „Uglu“- og „Hrafns“-útgáfurnar hafa sig lítt í frammi. Einhver frænka þeirra, sem ekki lét þó nafn sitt nppi, kom að vísu snöggvast fram á sjónarsviðið, en hún hvarf jafnskjótt aftur. Auglýsing hennar byrjaði svona: BÓKIN, SEM ALLIR KARLMENN KAUPA, en kvenfólkið les í laumi. Fréttastarfsemi Visir 26. ágúst 1947 Tveggja dálka mynd af konuvanga og hnakka með fyrir- ferðarmiklu hári. Fyrir neðan hana er prentað ineð feitu letri: „Þessi siðasta og nýjasta hárgreiðsla hefur verið nefnd kjarn- orkugeislinn, en hana hefur hárgreiðslukonan Ruby Felker fundið upp. Sagt er að Virginia Patton leikkona hafi vcrið sú fyrsta, sem lét greiða sér á þcnnan liátt í Bandaríkjunum. Það var árásin á Bikini, sem varð til þess að þessi hárgreiðsla var fundin upp.“ Visir 29. des. 1947 „BÖÐULL NEITAR AÐ HÖGGVA. Þótt verkföll séu böl fyrir þjóðfélagið, kemur þó stundum ýmislegt broslegt fyrir í sambandi við þau. Til da inis hefur nú hinn opinberi böðull Frakklands lagt niður vinnu og krefst hærra kaups eða að fá sömu laun og skrifstofustjórar ráðuneyt- anna, en að auki „bonus" fyrir hvert höfuð, sem fellur. Vcrkfall böðulsins lengir líf átta dauðadæmdra manna." Timinn 4. febrúar 1948 „FRÆG STÚLKA AF EYFIRZKU KYNI. (Mynd af ungri stúlku.) Betty White, íslenzka stúlkan frá Winnipeg, er fór til Eng- lands til að sitja brúðkaup Mountbattens, er ættuð úr Eyja- firðinum. ... Hún hafði sent prinsessunni nylonsokka, því að hún vissi að sá varningur var fáséður í Bretlandi. Og svo bauð prinsessan henni til Englands í staðinn. ...“ Itarleg grein um þessa dáð hafði áður birzt í Tímanum á fremstu blaðsíðu. S Y R P A 35

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.