Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 5
ingamálum bæjanna er því orðin mjög knýjandi
síðan Ijárbrall, í sambandi við lóðir og bygging-
ar, kom til sögunnar, en það hélzt í hendur við
upphaf stóriðjunnar (Industrialismans) og þá
fólksflutninga til bæjanna, sem henni voru sam-
fara. Markmið fjárbrallsmannanna er auðvitað
sem mestur gróði, en slíkur gróði kemur mjög
sjaldan heim við hagsmuni heildarinnar. Það
liggur í augum uppi, að ef ekki er tekið fullt til-
lit til allra liinna margvíslegu hagsmuna bæjar-
btianna, þá lilýtur skipulagningin að komast í
öngþveiti. Einstaklingurinn getur ekki haft þá
yfirsýn, sem nauðsynleg er, til þess að geta dæmt
um, hvernig bezt sé að skipuleggja og byggja, svo
að bærinn eða bæjarhlutinn henti heildinni bezt.
Einstaklingurinn hugsar vitanlega um eigin hag.
og hefur venjulega mjög litla löngun til að liliðra
til fyrir öðrum. Skipulagsleysi getur sérstaklega
orðið háskalegt, þegar um uppbyggingu bæja er
að ræða, því að í engri annarri framleiðslu er
farið með jafn mikil verðmæti. Byggingaiðnað-
urinn er stærsta iðngrein okkar (þ. e. Svíþjóðar).
Arið 1939 var ca. 1 milljarði króna varið til hans,
meðtaldar breytingar og viðgerðir. Af þessari upp-
hæð fóru 600 milljónir króna til íbúðarhúsanna
einna. Það er líka naumast í neinni annarri fram-
leiðslu urn að ræða jafn varanlega hluti.
Frá tæknilegu sjónarmiði séð á vandað íbúðar-
luis að geta enzt í að minnsta kosti 100 ár. Með
tilliti til skipulags og híbýlahátta er þó varla liægt
að gera ráð fyrir meira en 60 ára notkun, þó að
reyndin verði oftast sú, að húsin standi miklu
lengttr. Auk þess eru ýms önnur mannvirki í
bæjum og öðru fjölbýli bæði dýr og varanleg, svo
sem götur, leiðslur, hafnir. vatnsveitur, rafmagns-
veitur o. fl.
Skipulagning borgar sig
Þessa staðhæfingu er ekki hægt að véfengja, að
minnsta kostí ekki á sviði bæjabyggingar. Það
getur verið, að skipulagsleysi færi einhverjum
jarðeiganda eða byggingabraskara stundarhagnað.
en slíkt hefnir sín er til lengdar lætur. Reynslan
hefur margsannað það.
Eftirfarandi tvö dæmi skýra þetta betur:
Hin skipulagslausa dreifing byggðarinnar, sem
svo oft á sér stað í nágrenni bæjanna, er víti, sem
verður að varast (sjá mynd 2). Það er kostnaðar-
samt; götur, leiðslur og strætisvagnar verða mun
2. mynd.
dýrari en í hæfilega þéttri byggð, og samt er að-
búnaður fólksins lélegri en vera þyrfti. Það verður
langt í verzlanir, skóla, kvikmyndahús, fundarsali
o. þ. h. Slík handahófsdreifing húsanna er venju-
lega ljót og veldur óyndi. Af þessu má draga þá á-
lyktun, að auk þess sem skipulagið ákveði hverju
mannvirki sinn rétta stað, þegar þar að kemur, þá
verður jafnframt aðgera áætlun um, í livaða tíma-
röð þau skuli koma. Það er auðreiknað, hvað ó-
lientug tímaröð við uppbyggingu hverfis getur
kostað. Tökum sem dæmi, að svæði svipað því,
sem sýnt er á 3. mynd, rúmi fullbyggt 250 smáhús.
Götur og leiðslur kosta þá ca. 2000 kr. á hverja
lóð. Ef aðeins eru byggð nokkur hús hér og þar
á þessu sama svæði, t. d. 50 hús, verður kostnaður
við vegi og leiðslur ca. 10000 kr. á hverja lóð.
Enginn getur staðið straum af því. Þrautalending-
in er þá að láta sér lynda lélega vegi, neita sér
um afrennsli o. s. frv., þar til byggðin eykst, ef
það þá verður nokkurn tíma. Verði það ekki,
hefur maður þarna varanlegt kotaþorp, sem
3. mynd.
S VRPA
3