Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 32

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 32
Samtök kvenna gegn áfengisneyzlu Stjórn Afengisvarnarnefndar kvenfélaga i Reykjavik og Hafnarfirði hefur beðið lilaðið fyrir þetta bréf til kvenfélaga um land allt: Kæra þökk fyrir gott og gagnlegt sarastarf. hað væri synd að segja, að alþingismennirnir hafi þurft að kvarta um það upp á síðkastið, að kvenfólkið hugsaði ekki til þeirra. Þrátt fyrir hina raiklu örðugleika, sem víða eru ;i sam- göngum um þennau tíma árs, þá fjölmenntu konur í meira en þriðja hverju kvenfélagi á landinu, á fundi til þess að mótmæla frumvarpinu um áfenga ölið og að senda fulltrúum stnum á löggjafarsamkomunni aðvaranir; og fulltrúarnir ganga ekki að því gruflandi, að þeir geta þegar verkast vill átt von á sants konar orðsendingum frá flestum eða öllum félögunum, sent eftir eru. Þeim hlýtur nú öllum að vera orðið það alveg ljóst, að konurnar í landinu standa svo að segja eins og einn maður á móti því, að ný vínföng af nokkru tagi verði borin á borð fyrir þjóðina. Og hver einasti þingntaður veit líka, að konurnar — en þær eru víðast hvar meiri hluti þeirra kjósenda, sem kom honum á þing — veitir því hárnákvæma eftirtekt, hvernig hann kemur fram í sambandi við þetta mál. Af kvenna hálfu bárust mótmæli frá þessum félögum og áfengisvarnarnefndum; Afengisvarnarnefnd kvenfélaga í Arnessýslu. Verkakvenna- féiagið Framsókn, Reykjavík, Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga á Siglufirði, Kvenfélag Stokkseyrar, Afengisvarnarnefnd kvenfélaga í Vestmannasyjum, Áfengisvarnarnefnd kvenfé- laga á Akureyri, Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga á Eyrar- bakka, Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík, Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kvenfélag Grindavíkur, Áfengisvarn- arnefnd Ólafsfjarðar, Kvenfélagið Bergþóra í V.-Lande) jum. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn í Hafnarfirði, Áfengis- varnarnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps, Áfengisvarnarnefnd kven- félaga á Stokkseyri, Kvennafundur í Neskaupstað að tilhlut- un Kvenfélagsins Nönnu og Slysavarnarfélags kvenna, Stjórn hins skagfirzka kvenfélags, Þvottakvennafélagið Ereyja í Reykjavík, 4 kvenfélög í Barðastrandasýslu: Neistinn í Barðastrandarhr., Vorblómið í Gufudalshreppi, Lilja í Reyk- hólahreppi og Kvenfélag Geiradalshrepps, Samband sunn- lenzkra kvenna, Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Kvenfé- lagið Sigurvon í Staðarsveit, Sameiginlegur fundur kvenfé- lags Húsavíkur, stúkunnar Pólstjörnunnar og Verkakvennafé- lagsins Vonar, Mæðrafélagið í Reykjavík, Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga á ísafirði, Kvenfélagið Freyja í Viðvíkurhreppi, Kvenfélag Fljótshlíðar, Verkakvennafélagið Framtíðin i Hafnarfirði, Kvenfélag Alþýðuflokksins, Kvenfélag Kjósar- hrepps, Kvenfélag Lunddæla, Kvenfélag Eyrarsveitar, Snæ- fellsnesi, Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, Kven- félag Villingaholtshrepps, Verkakvennafélagið Einingin, Ak- ureyri, Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps, Kvenfélagið Framtíðin í Álftaveri, Kvenfélag Lágafellssóknar, Kvenfélagið Ársól, Súgandafirði, Kvenfélag Njarðvíkurhrepps, Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi, Stjórn Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í Hörðu- dalshreppi, Kvenfélagið Brautin, Bolungavík, Verkakvenna- félagið Snót i Vestmannaeyjum, Kvenfélag Hellissands, Kven- félagið Brynja á Flateyri, Kvenfélag Leirár- og Skilmanna- hrepps, Kvenfélagið Iðja í Súðavík, Verkakvennafélagið Brynja á Seyðisfirði, Kvenfélagið Björk í Vatnsdal, Sameiginlegur stjórnarfundur Kvenfélagsins Daggarinnar, Ungmennafélagsins Austra, Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar, Kvenfélagsins Geislans og kvennadeildar slysavarnarfélagsins Hafrúnar á Eskifirði, Kvenfélag Sósíalistaflokksins í Reykjavík, Kven- félagið Ársól í Þverárhreppi og Kvenfélagið Ósk, Borgarhreppi. Auk þessa liggja fyrir þinginu mótmæli gegn frumvarpinu frá 73 öðrum aðilum, þar á meðal bæjarstjórnum Isafjarðar, Siglufjarðar, Neskaupstaðar og Ólafsfjarðar, Alþýðusambandi íslands, Iþróttasambandi Islands, Almennum borgarafundum á Akureyri og Húsavík, íþróttabaudalagi Reykjavíkur, stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austfjarða, Aðalfundi Fram- sóknarflokksins á Fáskrúðsfirði, alþingiskjósendum í Seyðis- fjarðarkaupstað, 285 kjósendum í Bolungavík, 686 kjósendum á Akranesi, stjórn Ungmennasambands Islands, Stórstúku ís- lands, Samvinnunefnd bindindismanna o. fl. Ein áskorun um að samþykkja frumvarpið liggur fyrir þinginu og er húu frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Hún varð því ill, hin fyrsta ganga þessa frumvarps, enda varð sumum aðstandendum þess býsna hált á því. Utreiðin, sem framsögumaður þess fékk í kjördæmi sínu, þegar hann kom þangað í jólaleyfinu, er orðin landskunn, en minna hefur verið haft orð á óhappinu, sem þessi þingmaður varð fyrir í þingsalnum hinn 17. nóv. s.l., þegar hann missti svo stjórn á sér í umræðunum um frumvarpið, að hann sagði eins og var um hug sinn til háttvirtra kjósenda. „Hverjir eru aðalmótstöðumenn þessa frumvarps?" sagði hann. „Það er tætingsliðið, sem hvert mál gerir að öfgamáli ... Hversu langur, sem listinn verður með mótmælunum, þá hefur það engin áhrif á mig ... Við höfum stundum á Alþingi hlustað of mikið á háttvirta kjósendur ... þeim er það oft ekki fyrir beztu ... Ég hef skömm, djúpa fyrirlitningu á þessu tætingsliði" ... Þessi orð voru skrifuð upp jafnóðum og þau voru töluð, og j>a [i eru ekki rituð hér til þess að vekja úlfúð eða rýra álit þessa þingmanns sérstaklega, heldur til þess eins að sýna fram á, að tími er til kominn fyrir íslenzka kjósendur, — „tætings- liðið" —að hafa betra eftirlit með fulltrúum sínum á lög- gjafarsamkomunni heldur en verið hefur. Ef frambjóðendur halda áfram að komast upp með það, að smeygja sér inn á þing með glæsilegum kosningaloforðum og svíkja þau þegar til kastanna kemur, þá er lýðræðið okkar orðið hlægileg skrípa- mynd. Gott dæmi um þetta var það, þegar um 50 frambjóð- endur lýstii því yfir skriflega fyrir síðustu kosningar, að „þeir vildu beita áhrifum sínum til þess að lögin um héraðabönn gætu komið til framkvæmda sem allra fyrst,“ en eigi að síður náði frunivarpið ekki fram að ganga á þinginu í fyrra og heldur ekki nú. Ef allir þessir 50 þingmenn hefðu beitt áhrif- um sínum til þess að fá lögin samþykkt, þá sér hver heilvita maður, að þau væru nú komin x framkvæmd. Hlutverk okkar kvenna um land allt er þvf augljóst: Við þurfutn að sjá um að 30 S Y R P A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.