Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 35

Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 35
henni til að sigrast á langvarandi heilsuleysi og vonbrigðum. Hún tekur snemma kvalafullan sjúkdóm, sem þjáir hana meira og minna alla ævi, hún getur aðeins á ófullnægjandi hátt sval- að menntalöngun sinni, en þetta mótlæti ber hún án þess að fyllast gremju til einstakra manna eða beiskju til lífsins. Hún er sannur aðalsmaður í lund. En þótt hún væri ekki skólageng- in, heilsuveil og störfum hlaðin, hafði hún svo ríka menningar- þrá, að henni tókst að mennta sig vel bæði til munns og handa. Minningar hennar eru bráðskemmtilega og vel ritaðar; hún er hnittin, kýmin, hreinskilin og hefur gaman af að segja frá og segir vel frá. Bróðursonur Guðrúnar, Agnar Kl. Jónsson, skrifstofustjóri, hefur annazt útgáfuna, farið yfir handritið og búið það undir prentun. Hann ritar fróðlegan og hlýlegan eftirmála að bók- inni, hann hefur aflað til hennar margra mynda, ritað all- margar skýringargreinar bg loks samið nafnaskrá. Er þetta allt gert af vandvirkni og smekkvísi. Bókin er óvenjulega fallega gefin xit, en þó án óþarfs prjáls ög iburðar. Bókarskraut við byrjun hvers kafla hefur Hafsteinn Guðmundsson gert eftir uppdráttum Sigurðar málara að íslenzka faldbúningnum, og er skreyting þessi hér vel til fallin, enda til mikillar prýði. Símon Jóh. Agústsson. SONUR GULLSMIÐSINS Á BESSASTÖÐUM. Bréf til Grims Thomsens og varðandi hann, 1838—1858. Finnur Sigmundsson bjó til prentun- ar. Hlaðbúð. Reykjavík, 1947, 235 bls. í fyrra kom út hjá Hlaðbúð bók, sem vakti mjög mikla at- hygli: Hiísfreyjan á Bessastöðum. Eru það bréf Ingibjargar Jónsdóttur, móður Gríms Thomsens, til Gríms amtmanns, bróður hennar, og taka þau yfir 40 ára skeið. Mjög kært var með þeim systkinum, og má telja líklegt, ef ekki víst, að Ingi- björg hafi ekki sýnt nokkrum rnanni meiri trúnað óg hrein- skilni. Allvíða minnist hún á Grím, son sinn, sem olli henni löngum miklum áhyggjum með eyðslusemi sinni, óstöðuglyndi með því að hlaupa úr einni námsgrein í aðra, og þó tók út yfir, þegar hún frétti, að hann væri farinn að „drabba í skáld- skap". Þvílíkt háttalag þótti hinni forsjálu búkonu ekki væn- legt til embættisframa. — í hinni nýju bók eru allmörg bréf Ingibjargar til Gríms sonar hennar um 20 ára bil, og auk þess fjöldi annarra bréfa frá ýmsum mönnum til Grxms eða varðandi hann. Öll þessi bréf Ingibjargar hafa komið í leitirn- ar síðan Húsfreyjan á Bessastöðum var gefin út. Höfðu þau verið í eigu síra Einars Friðgeirssonar á Borg á Mýrum og fundust þar fyrir atbeina Þorláks heitins sonar síra Einars, en hann gaf þau Landsbókasafninu. Þessi seinni bók er miklu fjölbreyttari að efni en Húsfreyjan á Bessastöðum og skemmtilegri aflestrar. Þar eru komin saman bréf frá mörgum mönnum, m. a. eru þarna nokkur bréf frá Grími. Saknar maður þess þó, hve fá þau eru, því að vissulega væri fróðlegt að vita, hvernig Grímur hefur svarað sumum bréfunum, og hvernig honum hefur verið innanbrjósts á þess- um árum. Vonandi koma fleiri bréf Grxms í leitirnar, þótt síðar verði. — í bréfunum kemur m. a. fram hugur ættingja og vina til Gríms fiá því að hann er óráðinn stúdent og til þess tfma, að hann er orðinn fastur i rásinni og kominn í góða stöðu. Bréf Þorgríms, föður Gríms, þykja mér sérstaklega merkileg. í þeim kemur fram stórum meira víðsýni, sjálfstæði og höfð- ingsskaþur en í bréfum konu hans. Lífsskoðun hans er karl- mannleg og hégómalaus. Hann fer næi'ri um skaplyndi Gríms sonar síns: „þvx þú (þ. e. Grímur Jónsson) mátt vita, að Grímur mun varla héðan af láta aðra ráða sér, ef ég þekki piltinn rétt". Hann lætur son sinn hafa miklu rýmri fjárhag en títt var urn islenzka stúdenta, en Grímur kann ekki að stilla fjáreyðslu sinni í hóf, stofnar til stórskulda aftur og aftur, en gamli mað- urinn greiðir þær ávallt að lokutn. Má geta nærri, að Grímur liefur með þessu háttalagi sínu reynt á fjárgetu og langlundar- geð föður síns til hins ýtrasta, einkum þegar við það bættist, að lengi var óvíst um, hvort bókvit Gríms yrði í aska látið. Auðfundið er, að Þorgrímur heftxr haft mikla trú á syni sínum, Jxótt efasemdir hvarfli að honum, þegar verst gengur, svo ríf- legur er hann í útlátum við hann öll hin mörgu ár, sem hann er við nám. Án biðlundar og stórhugar föður síns hefði Grímur vart orðið sá maður, sem hann varð. Það er því ekki néma rétt mætt, þegar Þorgrímur minnir son sinn á, hve mikið hann hafi lagt í sölurnar fyrir hann: „.. . mér finnst ég vera búinn að leggja út töluverða peninga til frama þíns, frændi sæll, í Höfn, því að nú eru komnir 4100 rbd. rúmlega, sem þú hefur kostað mig í Höfn, og það mun þó enginn kalla löðurmannlega kostað upp á sou sinn, ekki rikari maður en ég er.“ En Ingi- björg, móðir Gríms, þótt hún sé stórvel gefin og skapföst, er iiaum og smáborgaraleg í mesta máta, hún vill sníða Grími syni sínum stakk eftir þiöngsýnum og hefðbundnum skoðxxn- um sínum, og sýnist lítill vafi á því leika, að Grímur hefði varla valsað mörg ár í útlöndum og sóað fé, ef hxxn hefði ein ráðið. Þegar hún sendir syni sínum pylsur, gleymir hxxn auðvitað ekki að minna óhófssegginn á, að hann eigi ekki að láta sjóða nema eina í einu. Og sannleikurinn virðist vera þessi: Ingi- bjöxgu skorti hvorki ráðdeild né skapfestu, hún er ágæt hiis- móðir, en léleg eiginkona. Hinn mikilhæfi bóndi hennar hlýt- ur lítið ástríki af henni; ofurást sú, er hún leggur á Grírn bróð- ur sinn, fyrirmunar henni [xess að ^ýna manni sínum nægilega blíðu. Þrátt fyrir þetta er Þorgt'ímur gamli jafnan „frískur og Inattur og glaður," eins og Grímur sonur hans kemst svo ágæt- lega að orði. Og áhyggjutn ltálfrar ævi léttir loks af Ingibjörgu, þegar Grímur hefur komizt til vegs og virðingar og hún getur sagt: „Eg lifi og dey með |>;i sannfæringu, að ég eigi góðan og mikinn son.“ Bréfin koma víða við og bregða upp mörgum myndum. Hver mun t. d. gleyma göfugmenninu, Finni Magnússyni, pró- fessor, sem var þrautalending Gríms og hjálpaði honum hvað eftir annað, sjálfur févana og síðast helsjúkur? En honum fer líkt og Þorgrimi, hann er forviða á kæruleysi Gríms í peninga- málum, og loks er svo kotnið högum þessa öðlings, að hann neyðist til að skrifa Grími, að hann geti ekki styrkt hann fram- ar: „Framvegis get ég ekki hjálpað yður um neinn peninga- styrk, þótt lífið liggi á.“ Að því er ráða má af ýmsu í bréfum þessum hefur Grítnur verið frámunalega eigingjarn og tekið lítið tillit til annarra á þessum árum, sbr. kvabb hans á Finni Magnússyni um peninga. Er þetta raunar ekki fátítt um unga og framgjarna menn, og væri rangt að ætla, að framkoma Gríms sé einsdæmi eða beri vitni eðlisvondum eða spilltum manni. Það er eitt einkenni æskumannsins að hugsa rnest um sjálfan sig, og er honum þá gæfa að eiga trausta vini, sem bregðast ekki, þótt gönuhlaup sé þreytt um stund. Mikill fengur er að hinum tveimur bréfum frú Magdalene I'horesen til Gríms, og varpa Jtau nokkru, en [tó ófullnægjandi Ijósi yfir ástarævintýri þeirra, en svo virðist, að Grímur hafi S Y R P A 33

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.