Syrpa - 01.05.1948, Blaðsíða 34
Til lögreglustjórans í Reykjavík:
„Fundurinn ítrekar fyrri áskorun Áfengisvarnarnefndarinnar
uin það, að gefin verði út nafnaskírteini handa börnum og
unglingum til 16 ára aldurs."
Til Alþingis:
„Fundurinn vill minna Alþingi á, að konur urn land alit
treysta því fastlega, að samþykktar verði þingsályktunartillögur
þær, er fyrir þinginu liggja um
héraðabönn,
afnám vínveitinga á kosnað ríkisins og
afnám sérréttinda í áfengiskaupum.
Mál þessi lágu öll fyrir síðasta þingi og voru lögð á hilluna,
hið fyrstnefnda þvert ofan í skýlaus loforð flestra þingmann-
anna. Nú hefur meirihluti allsherjarnefndar lýst því yfir,
að hann sjái sér ekki fært að samþykkja tillögun'a um héraða-
bönnin, sökum þess, að „ef hémðalmnn tahmarki nokkuð veru-
lega notkun áfengis, þá hljóti af þeim ráðstöfunum að leiða
mjög mikla rýrnun á tekjum ríkissjóðs/' og lagt til, að málið
verði enn dregið á langinn, með því að fela ríkisstjórninni
það „til athugunar". Slík athugun hefði að sjálfsögðu átt að
vera búin að ciga sér stað fyrir löngu, en ef svo er ekki, þá
krefst fundurinn þess, að strax verði hafist hancla um hana,
og að atkvæðagreiðsla verði látin fara fram um málið á þessu
þingi. Konur landsins óska að fá úr því skorið sem allra fyrst,
hverjir fulltrúar þeirra á Alþingi sjá sér ekki fært að efna
þau heit, sem kosning þeirra byggðist á.“
í stjórn voru kjörnar: Kristín Sigurðardóttir, Aðalbjörg Sig-
urðardóttir, Jakobína Matthiesen, Ástríður Eggertsdóttir, Vik-
toría Bjarnadóttir, Þorbjörg Þórarinsdóttir og Jóhanna Knud-
sen.
Eins og sést á listanum í byrjun þessa bréfs, eru áfengis-
varnarnefndirnar nú alls orðnar 11 og er sú 12. í uppsiglingu.
Fjölgum þeim sem allra mest og sem allra fyrst. Leggjum
áherzlu á öll þau aðalatriði, sem tilgreind eru í greinargerð-
inni til Alþingis frá 23. janúar, sem hér er birt að framan,
og gleymum þvi ekki, að Alþingi felldi enn á ný allar tillögur,
sem miðuðu að því að draga úr áfengisbölinu og neitaði okkur
um styrkinn!
Reykjavík, 10. apríl 1948.
Vinsamlegast,
f. h. stjórnar Afengisvarnarnefndar kvenfélaga í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Kristín Sigurðardóttir Astríður Eggertsdóttir
formaður ritari
?
HEILBRIGT LÍF, tímarit Rauða Kross íslands,
1,—2. hefti 1948. Ritstjórarabb, bls. 39:
„... Það er almenn menningarkrafa erlendis, með háum og
lágum, að kostur sé á vel brugguðu, áfengu öli. ...“
(Hver eru helztu menningareinkennin.
dr. Gunnlaugur Claessen?)
„... Það er ehki vitanlegt, að erlendis sé bannað að drekka
áfengt öl. ...“
(Nema í Svíþjóð. En hún getur kannske
varla talizt til menningarlanda?)
BÆKU R
Guðrún Borgfjörð: MINNINGAR. Agnar Kl.
Jónsson gaf út. Hlaðbúð. Reykjavík, 1947.
211 bls.
Sjálfsævisögur hafa löngum verið vinsæl bókmenntagrein,
ekki sízt með íslendingum, og má þó að vísu segja, að þær séu
a-rið misjafnar, því að landanum vill oft verða helzti auðgripið
til pennans. En um Minningar Guðrúnar Borgfjörð á þessi
ásökun ekki við. Það er eftirsjá að því, að hún hóf ekki fyrr að
rita minningar sínar. Ekki svo að skilja, að á frásögn hennar
sjáist ellimerki, heldur verður að harma það, að hún fékk ekki
vegna sjúkdóms haldið minningum sínum lengra fram. Guðrún
var elzta barn Jóns Borgfirðings, fræðimanns, og konu hans,
Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur. Meðal bræðra hennar voru þeir
Finnur Jónsson prófessor í Khöfn og Klemenz Jónsson landrit-
ari og síðar ráðherra, báðir þjóðkur_nir menn, sem hvert manns-
barn kannast enn við. Guðrún fæddist á Akureyri 1856 og dó
árið 1930 í Reykjavík, þar scm hún dvaldist mest allt líf sitt.
Hún var alla ævi ógift. Minningar hennar hefjast á Akureyri
jafnskjótt og hún man eftir sér og ná aðeins fram á árið 1888.
Hún fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1865, og
er mikill hluti minninga hennar frá uppvaxtarárum hennar í
höfuðstaðnum. Hún bregður upp mörgum lifandi myndum úr
Reykjavíkurlífinu, eins og það var þá, skemmtunum, striti og
dægurþrasi. Hún lýsir þarna fjöldamörgum mönnum af næm-
um skilningi og samúð, og ber þar framar öllu að geta frá-
sagnar bennar unr Sigurð Guðmundsson málara, þennan óeigin-
gjarna hugsjónamann, sem brann af ættjarðarást, og vann þjóð
sinni mörg þau handtök, sem hún mun ávallt vera honum
þakklát fyrir — en við hinar erfiðustu aðstæður, tómlæti og
skilningsleysi flestra hinna ráðandi manna, sbr. það, sem sagt
er, að Hilmar Finsen landshöfðingi hafi mælt við Kristján IX.,
er hann spurði unt þann mann, sem hafði safnað gripunum á
forngripasafnið og hirt þá svo vel: Det er en doven hund. —■
F'jöldi þjóðkunnra manna kemur hér við sögu, og er lýsing
Guðrúnar á heimili Jóns Guðmundssonar ritstjóra einkum at-
hyglisverð, en þar var hún heimagangur og heimilisvinur. Frá-
sögn hennar um bæjarbraginn í höfuðstaðnum og fólk, sem
hún kynntist þar á uppvaxtarárum sínum, er gagnmerk heim-
ild um menningu Rvíkur á þessu tímabili, og myndi þetta eitt
nægja til þess að veita bókinni varanlegt gildi.
En lesandinn kynnist einnig vel skaplyndi Guðrúnar og per-
sónuleika, bæði óbeinlínis af viðhorfi hennar við mönnum og
málefnum, og beinlínis af því, sem hún segir um sjálfa sig. Hún
er alin upp á bláfátæku heimili sjálfmenntaðs fræðimanns,
bræður hennar allir fjórir komast til mennta og tveir þeirra til
mikillar mannvirðingar. Hún kynnist á unga aldri mörgum
helztu mönnuin þjóðarinnar, og með henni vaknar rík löngun
til þess að afla sér skólamenntunar. En ytri kjör hamla því. Hún
er elzt systkina sinna og verður að móður sinni látinni að gerast
forsjá þeirra og aldurhnigins föður síns. Hún gerir ekki enda-
sleppt við fjölskyldu sína. Alla ævi leggur hún fram starfskrafta
sína, hvenær sem einhver ættmanna hennar þarf á að halda. Þessi
fórnfýsi hennar við fjölskyldu sína og hjálpsemi hennar við
alla, sem hún gat á einhvern hátt liðsinnt, er áberandi og fagur
þáttur í skapgerð hennar og hefur án efa framar öllu hjálpað
32
SYRPA