Syrpa - 01.05.1948, Síða 20

Syrpa - 01.05.1948, Síða 20
liúsi (18°—20°C) má klæða barnið líkt og á sumr- in. Sé hins vegar illa kynt, gólfkuldi eða dragsúg- ur, verður að sjálfsögðu að klæða barnið í hlýrri föt, svo sem ullarbol milli laga, prjónaföt, síðar skriðbuxur o. þ. h. Þegar barnið fer iit, á að klæða það í yfirhöfn, er svarar til veðurfarsins. Hér að framan hefur verið drepið á nokkur þýðingarmikil atriði viðvíkjandi smábarnafatn- aði með tilliti til vellíðunar barnsins. En sé mál- ið athugað frá hinni hliðinni, þ. e. með tilliti til þess, sem be/.t lientar móðurinni, verður niður- staðan sú, að hagsmunir barns og móður rekast livergi á. Á heimilum, þar sem börn eru, hvort sem þau eru mörg eða fá, fer mikill tími í að sauma og hirða barnaföt, og er eðlilegt að svo sé. Þó er enginn vafi á því að sumar mæður gætu stytt þennan tíma verulega ef þær fylgdu þeim leið- beiningum um barnafatnað, sem hér hafa verið gefnar, þ. e. að klæða börn sín í fáar, einfaldar flíkur úr hentugum efnum. Alls konar bómullarefni, svo sem tvisttau, flúnel, silkiléreft, riflað flauel, nankin o. fl., eru einkar hentug í smábarnaföt, þar eð þau endast vel og ern auðþvegin og strokin. Prjónaflíkur, hvort sem þær eru úr ull eða bómull, eru einnig ákjósanlegar. Hins vegar verða efni eins og satín, taft, organdy, flauel og spegilflauel að teljast mjög óhentugt, og er óskiljanlegt, hve þau eru mikið notuð í „spariflíkur" smábarna hér á landi. Föt úr þessum efnum eru vandhirt og þau verða fljótt þvæld og ljót. Mjög léttir það móðurinni að hirða um barnið, ef föt þess eru einföld og lans við óþarfa „skreyt- ingar“ svo sem pífur, slaufur og blúndur o. s. frv. Ef vill, má prýða flíkina með fáeinum einföldum skreytingarsporum (t. d. klósporum eða lykkju- sporum), vöfflusaum eða smokksaum. F.n óneitan- lega er smekklegur barnafatnaður, án skrauts, ætíð fallegur, sé hann hreinn, heill og vel strok- inn. Ncerfatnaður Nærfatnaður úr prjónaðri bómull (,,jersey“, „normal") er hentugastnr á smábörn. Hann er hlýr, teygjanlegur og endingargóður, þolir vel þvott og suðu og það þarf ekki að strjúka hann. Að sjálfsögðu eru rýjur notaðar undir nærbux- unum, þar til barnið fer að segja til. Utan yfir bómullarnærfatnaðinn er gott að nota íslenzk ullarnærföt, ef ástæða þykir til. Þau þófna lítið og þorna fljótt. Ndtiföt Náttföt úr flúneli, upphneppt og með áföstum leistum, eru ákjósanleg á börn til þriggja eða fjögurra ára aldurs. Þegar þau hætta að sparka sænginni ofan af sér, má fara að nota á þau venju- leg náttföt, síðar buxur og treyju. Ef hætta er á, að barnið bleyti sig á nóttunni, er gott að eiga tvennar biixur við hverja treyjn. Hosur og sokkar Betra er að láta smábörn vera í hosum heldur en sokkum, þegar því verður við komið, en klæða þau í síðar skriðbuxur eða leikbuxur til hlý- inda, því að kot, sem halda uppi sokkunum, geta þyngt óþægilega á axlir barnsins. Einnig leggjast þykkir sokkar í fellingar í hnésbótinni á skríð- andi börnum og erta hörundið. Skór Það er mjög þýðingarmikið að velja skó smá- barnsins með nákvæmni. Barn, sem er að læra að ganga, ætti að fá að vera berfætt eða í mjúkum skórn með stinnri hælplötu og traustum kappa. Þegar það er farið að ganga, eiga skórnir að vera með stinnum, sveigjanlegum sólum, liælalausir, en með þykkari sóla undir hælunum og fram und- ir iljarnar. Hælkappinn þarf að falla vel að og skórnir að fylgja vel lögnn fótanna, hafa breiða tá og vera rúmgóðir yfir ristina. Barnaskór eiga að vera 1 — 1 \/> cm lengri og í/íj— 1 cm breiðari en fót- ur barnsins. í úrkomu er betra að færa barnið í ,,bomsur“ utanyfir mátulega stóra skó, heldur en að láta það í gúmmískó eða vaðstígvél, því að þau eru oft illa löguð og barninu hættir við að verða kalt í þeim. U tanyfirföt Skriðbuxur með síðum skálmum eru lientug- ustu utanyfirflíkurnar á telpur jafnt og drengi frá |)ví þau eru sex mánaða gömid og fram að tveggja ára aldri. Eftir þann tíma og til skóla- skyldualdurs eru leikbuxur (vinnubuxur) mjög hentug hversdagsflík. Við skriðbuxur og leikbux- ur má nota bómullarprjónaskyrtur, blússur eða ullarpeysur, og prjónatreyjur utan yfir, ef þörf gerist. A drengi ern falleg prjónaföt einkar hentug ,,betri“ föt fram til þriggja eða fjögurra ára ald- urs. Eftir það eru stuttbuxur, t. d. úr rifluðu 18 S YRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.