Luxus - 01.04.1986, Side 6

Luxus - 01.04.1986, Side 6
LÚXUS ur og Ijósmyndir eru um allt á veggjunum; frásagnir af unnum sigrum, skyndimyndir af vinum og kunningjum, landslag úr eyði- legum firði, nokkrar naktar konur úr tímaritum. „Þetta er skemmtilegur kofi,“ segi ég. „Já, finnst þér það ekki,“ svarar Egill og lyftir brúnum. „Ég kalla þetta nú stúdíó. Eða höll. Það verða margir hissa þegar þeir sjá þennan samastað í fyrsta sinn og ég kannski búinn að lýsa fyrir þeim glæsilegum salarkynnum. Auðvitað er þetta kofi en ég er hæstánægður með hann. Hérna hefur ýmislegt orðið til sem ég hef fengist við á undanförnum árum; hér mála ég myndirnar mínar, hér hef ég skrifað tvö kvikmyndahandrit og svo fram- vegis. Hingað fer ég til að hugsa. “ Allt það sem Egill hefur fengist við á undanförnum árum er fleira en svo að hér sé ástæða til þess að telja það upp. Það er líka á flestra vitorði. Ég spyr þó hvað hann hafi helst dundað sér við síðasta árið eða svo. „Já, þetta hefur að mörgu leyti verið merkilegt ár. Ég held að ég hafi sjaldan gert eins margt í einu og á jafn ólíkum sviðum. Þetta hefur verið spennandi en auðvit- að hefði ég alls ekki átt að taka svona margt að mér. Mín aðal- vinna er náttúrlega sjónvarps- auglýsingagerð og hjá Hugmynd, fyrirtæki okkar Björns Björnsson- ar, starfa ég frá níu til fimm og vel það. Nei, ég er ekkert orðinn leiður á sjónvarpsauglýsingun- um. Að sjálfsögðu koma þeir dag- ar þegar mig langar beinlínis að kasta upp þegar ég fer í vinnuna en það líður fljótt hjá. Ég hef reynt að forðast það að starfsemi Hugmyndar fari út í alger rútínu- vinnubrögð oa lít á þetta sem góðan skóla. Eg er sífellt að afla mér þekkingar sem ég vonast til þess að búa að síðar meir. Senni- lega hef ég lært meira um hluti eins og lýsingu og klippingu þessi tiltölulega fáu ár í sjónvarpsaug- lýsingunum heldur en öll árin hjá sjónvarpinu. Það er gott að geta framfleytt sér af vinnu sem maður hefur áhuga á og lærir af um leið. Svo má ekki gleyma því að heimilið er vinna líka,“ bætir Egill við upp úr þurru. „Ég tek hlutverk mitt á heimilinu mjög alvarlega og er kannski bestur þar, þótt það komi ýmsum óvart. Ég reyni að komast hjá því að vanrækja heimilið; auðvitað kemur það fyrir en þá reyni ég að bæta úr því eins fljótt og ég get. Maður verður að athuga að þessi nánasta fjöl- skylda manns er það fólk sem maður hefur valið í kringum sig, ekki eitthvert pakk sem þvælist bara fyrir. Ég legg ríkan metnað í að vera heimilis... heimilis- eitthvað og reyni til dæmis alltaf að komast heim til mín í hádeg- inu, þó ekki sé til annars en að athuga hvar hinir heimilismeðlim- irnir eru staddir í tilverunni og varpa eins og einu gríni á börnin. Ásamt með auglýsingagerðinni væri heimilishaldið alveg kapp- nóg vinna fyrir einn mann en ég gat ekki staðist það að taka að mér fleiri verkefni. Ég var upp- tökustjóri áramótaskaupsins og sú vinna hófst annan september og stóð alveg fram að jólum. Á sama tíma var ég svo leikstjóri í „showinu" hans Ladda á Sögu. Um þetta leyti var líka aðaltíminn í auglýsingunum og unnið allar helgar og langt fram á nætur í því, og ég reyndi ennfremur að hjálpa til við atvinnurekstur eigin- konunnar, Guðrúnar V. Bjarna- dóttur, en hún á barnafataversl- unina Endur og hendur sem vita- skuld byggir umfram allt á jólasöl- unni. Þetta var svolítið furðulegur tími, ég neita því ekki. Ég vann hjá Hugmynd frá sjö til sex og reyndi að skjótast á einn og einn fund um áramótaskaupið svona í kaffitímanum. Svo lá leiðin vestur á Sögu þar sem það var mitt hlutverk að reyna að draga fram það besta hjá Ladda og þarna gat ég leikandi létt verið til tvö þrjú á nóttunni. Þegar ég kom heim var auðvitað ekki nokkur leið að sofna strax svo það varð lítið um svefn þessar vikur." Það er dálítið erfitt að ímynda sér að jafn rólyndur og jafnvel letilegur maður og Egill Eðvarðs- son skuli vera þvílíkur vinnuþjark- ur. Hann brosir sjálfur að endur- minningunni. „Ég er búinn að komast að því að ég þoli svona álag í fimm daga, eða sólarhringa, samfleytt en á sjötta degi er eins gott fyrir mig að slaka aðeins á. Annars á ég á hættu að stoþpa hreinlega, frjósa gersamlega þar sem ég er kominn og það þótt ég sé kannski í miðri upptöku. En ég kvarta ekki; þetta er það sem ég hef valið mér og ég reyni að fá eitthvað út úr hverju því verkefni sem ég tek að mér. Það var til dæmis ómaksins vert að fá að fletta upp í svona súpertalent eins og Ladda og ég stóðst ekki mátið þegar hann bauð mér að leikstýra hjá sér. Eftir að þessu lauk nú öllu saman ætlaði ég að byrja nýja árið varlega en þá var ég allt í einu búinn að taka að mér uppsetningu á Söngbók Gunnars Þórðarsonar á Broad- way. Þar átti ég að vinna á þremur fjórum dögum þriggja til fjögurra vikna starf og var eigin- lega beðinn um að framkvæma lítið kraftaverk. Ég gerði þetta eingöngu af vináttu við Gunnar; mér var ekki sama hvernig hon- um gengi á frumsýningarkvöldinu og úr því að talið var að ég gæti lagt þarna eitthvað af mörkum gat ég ekki skorast undan því. Ég held raunar," segir Egill og brosir í kampinn, „að ég hafi sett persónulegt met í vinnu meðan á þessu stóð. Ég vann eins og áður hjá Hugmynd til fimm sex á daginn, var síðan uppi í Broad- way til klukkan fjögur eða fimm á nóttunni og var alltaf kominn út úr húsi hér klukkan sjö á morgn- ana. Þetta var tiltölulega töff! Svo var það þegar ég hafði verið hátt á fjórða sólarhringinn án svefns að ég steig upp í flugvél til Kaup- mannahafnar og klukkan tólf á miðnætti var ég allt í einu staddur fyrir utan Uffizi listasafnið í Flórens. Um morguninn var ég kominn á stærstu kaupstefnu með barnafatnað í heimi og var þar að handfjatla vetrartísku barnanna fyrir næstu jól. Um þrjúleytið um daginn kom þetta svo fyrir mig, ég stoppaði og gat ekki meira. Orkan var bara uppur- in. Ég lötraði heim á hótel og bjóst við að sofa í þrjá fjóra sólarhringa en vaknaði eftir klukkutíma og var kominn í aftan- messu í dómkirkjunni um kvöldið - alveg bísperrtur!" Ég spyr hvaða leynilegu orku- banka hann gangi í þegar svona stendur á. „Ég veit það ekki. En ég vildi ekki hafa þetta öðruvísi. Eg er núna á besta aldursskeiði ævinn- ar - að minnsta kosti tel ég mér trú um það - og mér finnst ekkert athugavert við að reyna að kom- ast yfir eins mikið og mér er unnt. Lífið er stutt! Ég er heppinn að því leyti að ég hef getað valið mér hlutskipti sjálfur; það ræður enginn utanaðkomandi yfir mér. Ég er til dæmis, svo ég fari úr einu í annað, ekkert smeykur við að skipta um skoðun - eða jaf nvel hafa tvær andstæðar skoðanir í einu. Mér finnst það alveg Ijóm- andi, og skil ekki hvað átt er við þegar slíkt er talið veikleikamerki. í rauninni er ég bara það sem mér sýnist. Ætli það sé ekki mín lífsheimspeki - maður er það sem manni finnst maður vera.“ Egill veltir vöngum. „Kannski er lífið röð af litlum myndum; það ægir öllu saman og umfram allt er tilveran órökrétt. Ég finn það þegar ég reyni að koma öllu heim og saman að það vantar alltaf eitthvað, eitthvað sem maður nær engum tökum á. Auðvitað þarf lífið ekki að vera endalaus æðibunugangur en það er líka tóm vitleysa að eyða tíma sínum í að raða öllu upp í ein- falda röð. Satt að segja finnst mér lífið oft vera eintómt grín og það minnir mig á tombóluna í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gamla daga. Ég man alltaf eftir lyktinni þar, miðalyktinni, og rúllettuhjól- inu sem ákvað hvað maður fengi í vinning. Svo opnaði maður litla miðann sinn og fékk oft ansi merkilega hluti. Best man ég eftir því þegar ég vann pakka með gulum baunum sem ég færði mömmu í búið. Það voru gluggar á pökkunum og þess vegna voru þessar baunir merkilegri en aðrar baunir. Lífið er einhvern veginn svona og mér finnst gaman að því. Þú spurðir um leynivopn eða eitthvað í þá áttina; það sem hefur reynst mér best er að reyna að hafa gaman af hlutunum og finna einhvern húmor í flestu því sem fyrir mig kemur. Innst inni held ég að ég sé umfram allt lítill heiðarlegur drengur og tiltölulega áreiðanlegur, enda var ég hafður í því fyrir norðan að kveikja á kertum í kirkjunni hjá séra Pétri. Þetta var mikil seremónía og hát- íðleg og ég man að mamma hafði alltaf miklar áhyggjur af því hvort hvíta skyrtan mín væri nógu vel straujuð að aftan - því ég sneri vitaskuld baki í söfnuðinn meðan ég kveikti á kertunum á altarinu. Mérfinnst þessi mynd af sjálfum mér í kirkjunni hæfa mér ágætlega. Raunar minnir mig að ég hafi verið ægileg gunga begar ég var krakki og unglingur. Eg var aldrei í hópi þeirra sem ruku upp til handa og fóta að prófa nýja hluti og þorðu svo að taka afleið- ingunum. Ég var alltof varkár til þess - og er enn. Það kemur kannski einhverjum á óvart en ég álít að þó sumar hugmyndirnar mínar séu svolítið brjálæðislegar þá sé alltaf um eitthvert jarðsam- band að ræða. Ég er ekkert fyrir það að hlaupa upp á svið og láta hálshöggva mig .. Egill hugsar þetta til enda. „Varkár, já,“ segir hann bros- andi. „En þó nýt ég þess að starfa við fantasíu, sköpun og algert hugmyndafrelsi eins og í þessari vinnu minni. Maður getur snúið tilverunni við - í bókstaf- legri merkingu! - og það eru auðvitað forréttindi. Forréttindi sem maður skapar sér sjálfur. Kannski," heldur hann áfram, „hefði ég getað endað einhvers staðar allt annars staðar. Ég var á sínum tíma ósköp venjulegur stúdent með hvíta húfu; talaði tungum og hafði pappíra upp á það. Ég ætlaði lengi vel að verða arkitekt og hefði vel getað hugsað „Þetta hefur að mörgu leyti verið merkilegt ár. Ég held að ég hafi sjaldan gert eins margt og á jafn ólíkum sviðum. Þetta hefur verið spennandi en auðvitað hefði ég alls ekki átt að taka svona margt að mér . . 6 LÚXUS

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.