Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 15

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 15
LÚXUS skoðanir, horfir beint í augu manns. Kímnin og alvaran haldast systurlega hönd í hönd og skiptast á um forystu- hlutverkið. Þegar Ævar er annars vegar er af svo mörgu að taka, og um margt að velja, að hann ætti að vera fjöldi fólks. - En hvað kom til að lögfræðingurinn gerðist leikari? Leiklistaráhuginn í ættinni „Kúlissurykið fékk ég snemma í nefið, strax á menntaskólaárunum. Þá var ég plataður upp á sviðið, eftir miklar eftirgöngur. - Ég ætl- aði ekki að þora. Það varð svo til þess að næsta ár var ég kosinn formaður leiknefnd- ar skólans. Við völdum gam- alt leikrit, sem ber frægt nafn, Rakarann í Sevilla, eftir franska höfundinn Beaumor- chais. Rossini gerði síðar Rakarann að frægri óperu. Við þýddum leikritið úr frönsku, en okkur fannst vanta músík í það, og ekki datt okkur í hug að fara með óperuna. Það mál var auð- leyst, af því að meðal okkar var mjög snjall tónlistarmað- ur, einmitt í mínum bekk, mik- ill vinur minn, frábær náms- maður og merkilegur í alla staði. Honum var umsvifa- laust falið að semja músík, því hann samdi nefnilega oft lög sem ég svo söng. Þarna var líka mikið um söngkrafta, og ég var meðal þeirra. Úr þessu varð söngleikur, skemmtilegur farsi, sem sló öll met. Sýningarnar urðu 9. Það var algjört met í þá daga. - Tónskáldið okkar þekkir hver Islendingur í dag, það er Gylfi Þ. Gíslason. Kannski má segja að leik- listaráhuginn hafi verið mér í blóð borinn. Ágúst Kvaran frændi minn, var frægur leik- listarmaður á Akureyri. Nú, faðir minn, Ragnar Kvaran, var prestur í Kanada og fékkst mikið við leiklist; skrifaði mikið. Hann kom hingað heim og var þá boðið að gerast forstjóri Ferðaskrifstofu ríkis- ins. En hann var mikill ís- lenskumaður, kunni ekki við stöðuheitið og kallaði sig alltaf landkynni í staðinn. Hans naut þó ekki lengi við, því hann dó úr krabbameini að- eins 45 ára að aldri. Eftirmenn hans hafa þó ekki tekið titilinn j upp svo hann dó með pabba, I sem líka var mjög virkur í leiklistinni eftir heimkomuna, var m.a. formaður Leikfélags Reykjavíkur." Leiklistarferil Ævars höfum við rétt snert og munum ekki gera frekari skil að sinni, að eftirfarandi undanteknu: Ævar nam leiklist við mjög kröfuharðan skóla; The Royal Academy of Dramatic Art í London, og þar mátti hann gjöra svo vel að standa sig, útlendingur á meðal Breta. Prófraunirnar voru margar, en verst þótti langt og óhemju flólkið framsagnarpróf, samansett úr mestu torfærum enskrar tungu. Framsögnin átti að vera gallalaus; hvergi mátti heyrast hreimur. Allir nemendur kviðu þessu, en Ævari leið verst. Hann vissi að hann átti í vandræðum með hreiminn, svo hann æfði sig sleitulaust dögum og vik- um saman. Allir nemendur kviðu þessu, en Ævari leið verst. Hann vissi að hann átti í vandræðum með hreiminn, svo hann æfði sig sleitulaust dögum og vikum saman ... íslendingurinn Ævar R. Kvaran varð hæstur. Hann skaraði fram úr innfæddum. Framsögn hans var sú eina gallalausa. Þetta þótti vera öðrum nemendum til mikillar skammar. - Ævar staðfestir að þetta hafi ég fregnað rétt, en honum finnst að það eig- um við ekkert að hafa með í viðtalinu; enginn hafi áhuga á þess háttar. Það lítillæti segir mjög mikið um manninn, svo Ævar fékk ekki rönd við reist. - Þar með erum við síðan komin að áhuga Ævars á framsögn: „Nú er ég að skrifa fyrstu íslensku bókina um upplestur bundins máls og óbundins. Það málefni er mér mjög hjart- fólgið, svo sem mörgum mun vera kunnugt, m.a. vegna greinaskrifa minna í Morgun- blaðinu. Sú bók byggist á rannsóknum mínum sem I kennara í 30-40 ár. í bókinni bendi ég á hvað ber að gera til þess að bæta úr þeim lé- lega upplestri sem við öll könnumst við. Auk þess kemst ég að þeirri niðurstöðu að íslendingar, með örfáum undantekningum séu ólæsir, eigi þeir að lesa upphátt. Framsögn mikilvæg Hvernig eiga börn að öðlast málskyn ef þeim er aldrei kennd rétt framsögn? Þegar framsagnarþátturinn er van- ræktur, þá kemur sú van- ræksla ekki einungis niður á mæltu máli, heldur á stafsetn- ingunni líka. Ef ekki verður snúið við blaði í þessum efnum, eigum við heldur betur eftir að bíta úr nálinni með það. Ekki á að heyrast nokkur munur á hvort maður talar eða les. Leikarar eru yfirleitt þeir einu sem kunna þetta. Og auðvitað á að gera strang- ar framburðarkröfur til fólks sem kemur fram í útvarpi og sjónvarpi, ekki síst ef um þuli er að ræða.“ Þess skal getið að Ævar kennir framsögn við Fjöi- brautaskólann í Breiðholti, og hefur lengi gert. Skólameist- arinn þar er nefnilega með á nótunum: framsögn er sjálf- sagðurhluti íslenskunámsins. Ekki verður um Ævar sagt að hann sé latur við skriftir fremur en annað. Auk þess að vera höfundur ótaldra greina um ólík málefni, þá skrifast hann á við fjölda manns, og einu sinni samdi hann mjög sérstakt leikrit; í Ijósaskiptum. „Þannig var mál með vexti að 1968 átti Sálarrannsókna- félagið 60 ára afmæli. Ég var þá ritstjóri Morguns og forseti félagsins. Ég tók því saman í bók ritgerðir látinna félaga, sem allir höfðu verið kunnir menn, frábærlega góðar rit- gerðir. En jafnframt fannst mér ég verða að skrifa eitt- hvað sjálfur, og ég ákvað að skrifa leikrit. í leikritinu Hall- steini og Dóru, eftir afa minn, gerist fjórði þáttur eftir dauð- ann, en ég ákvað að láta mitt leikrit gerast algjörlega að þeim þáttaskilum loknum. Leikritið fjallar um hjón og yngsta son þeirra, sem dó fyrstur, og í sambandi við hann fjalla ég um sjálfsvíg. Pilturinn lenti í því að taka of sterk lyf. Því leyndi hann fyrir öllum, þar til þetta varð hon- um ofviða, og hann hengdi sig. Ég læt hann svo lýsa því hvernig það er að deyja með að svipta sig lífi. - Allar per- sónur leikritsins eru látnar. Verkið var síðar flutt í út- varpinu undir minni stjórn, og það kom mér á óvart hversu mikla athygli það vakti. Ég mátti sitja við símann lengi á eftir og tala við fólk sem hringdi til þess að þakka mér fyrir og ræða leikritið, en það hefur samt aldrei verið endurflutt." Hvernig skyldi það hafa at- vikast að Ævar varð lækn- ingamiðill? „Ég var ritstjóri Morguns í 10 ár og starfaði geipilega mikið fyrir Sálarrannsóknafé- lagið yfirleitt. f því sambandi varði ég óhemju miklum tíma í lestur og skriftir um andleg málefni. Auk þess hafði ég, mörgum árum áður, tekið ákvörðun um það að rann- saka sjálfan mig. Ég fann til galla minna, sem voru margir og miklir, m.a. var ég of drykk- felldur. En þann vanda leysti ég með því að ganga í AA- samtökin. Ég hélt svo minni sjálfs- rannsókn áfram. Það var erfitt, þetta að horfast í augu við sjálfan sig, og þar stoppa margir. Þeim finnst gallar náungans blasa við, en neita að horfast í augu við eigin vankanta, sem kannski eru mun alvarlegra eðlis. Smátt og smátt tókst mér samt að þokast áfram á þessari braut. Ég hafði mjög mikla þörf fyrir að láta gott af mér leiða. „Þú átt að fást við lækningar" Og smám saman varð ég mjög trúaður maður. Mér fannst fólk bera virðingu fyrir Kristi, en jafnframt forðast eins og heitan eldinn að fara að kenningum hans. Ég ákv- að þá að reyna að haga mínu eigin lífi samkvæmt þeim. Það leiddi til góðs mjög fljót- lega og varð mér til blessunar. Svokölluð heppni fór að elta mig. Ég er löngu búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að ekkert slíkt er til, engin tilviljun, heldur afleiðing gjörða okkar. Svo var það einn góðan veðurdag að ég spyr sjálfan mig hvað ég eiginlega viti um þessa hluti. Hvað hefði ég í höndunum fram yfir einhverj- ar fullyrðingar annarra. Ég vildi bara fá, þótt ekki væri LÚXUS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.