Luxus - 01.04.1986, Side 28

Luxus - 01.04.1986, Side 28
LÚXUS TEXTI: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON „Bíll ársins“ Blaðamaður Lúxuss prófar Ford Scorpio 2.0 Ghia, sem hlaut nafnbótina „Bíll ársins" í Evrópu Með tilkomu Scorpio getur meiri hluti almennings ráðið við kaup á rúmgóðum vel búnum fjölskyldubíl. Verð bílanna hér- lendis er náttúrlega í engu sam- ræmi við bað sem gengur og gerist erlendis, tollar og önnur gjöld sjá fyrir því. Ódýrasti Scorp- io bíllinn myndi hér kosta um 675 þúsund, þá búinn 1,8 lítra vél. Sá dýrasti, með 2,8 lítra 150 hestafla vél og fjórhjóladrifi, yrði nálægt tveggja milljóna króna markinu. í hönnun er bíllinn búinn 250 hest- afla vél og fjórhjóladrifi. Á 1,4 milljónir yrði annar 150 hestafla bfll, þá aðeins afturdrifinn, en Sjá nánar á síðu 31 Flestir fjöldaframleiddir nútímans bílar byggjast á þeirri formúlu að þeir séu neyslugrannir á eldsneyti, séu sæmi- lega rúmgóðir og kosti ekki of mikið í hönnun og framleiðslu - verði þar af leiðandi ekki of dýrir fyrir almenning. Þetta á við um tugi fjölskyldubíla, fimm manna og oftast fimm dyra. En nú hefur Ford eftir átta ára undirbúning komið með lúxuxbílinn fjölskyldubíl sem sameinar alla þessa kosti og marga fleiri, án þess að verðið sé aðeins við hæfi kónga eða oiíusjeika. Þetta tókst með hönnun Ford Scorpio og fyrir vikið hreppti bíllinn nafnbótina „bíll ársins“ í Evrópu. Val á bíl ársins hefur oft verið umdeilt og er háð ýmsum annmörkum. En Scorpio bíllinn á þó allt gott skilið. Blaðamaður Lúxuss prófaði Scorpio 2.0. Ghia í þýskalandi fyrir skömmu. 28 LÚXUS

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.