Luxus - 01.04.1986, Page 35

Luxus - 01.04.1986, Page 35
LUXUS VIÐSKIPTI MENNING FJÖLMIÐLAR STJÓRNMÁL Ritstjóri Lúxuss býður dómnefndina veikomna til starfa. Young International, en Kristín hlaut eigi aö síður utanlandsferð; nokkurra vikna ferð á enskuskóla f Englandi. Kristín starfaði sem fyrirsæta í fimm ár og það all víða: New York, Parfs, London, Italíu og Þýskalandi. í dag vinnur hún við verslunarstörf auk heimilisstarfa, en Kristín er gift og tveggja barna móðir. ( viðtalinu við Lúxus kvaðst hún hafa gaman af fegurðarsam- keppnum eins og staðið er að þeim í dag. En oft á tíðum hafi henni fundist þær harla lítilfjörleg- ar hér áður. Aðspurð um karlmenn sagðist hún taka fyrst eftir því í fari karlmanns, hvort hann væri kurteis og snyrtilegur til fara. Ann- ■ars sagðist hún frekar dæma innri mann og hvernig væri að tala við hann. Kristín sagðist ekki þurfa að hafa áhyggjur af aukakílóunum. Þvert á móti væri hún sífellt að reyna að bæta á sig nokkrum kílóum - án sýnilegs árangurs. Sif Sigfúsdóttir, 18 ára, byrj- aði í Módel 79 sl. haust. Hún hlaut þriðja sætið í Fegurðarsam- keppni (slands í fyrra. Síðan komst hún í fyrsta sætið í keppn- inni um titilinn Ungfrú Skandi- navía. Þá tók hún sér frí frá námi í Verslunarskólanum til að reyna fyrir sér í sýningarstörfum. Þegar Sif var í París veitti henni athygli franskur Ijósmyndari, sem hefur reynst henni vel, tekið af henni myndir og komið henni í góð sambönd í París. Þar hefur hún starfað nokkuð að undan- Pétur Gunnarsson rithöfundur Páll Magnússon sjónvarpsfréttamaður Sigurður Gísli Pálmason Hagkaupum Rósa Guðbjartsdóttir blm. og Helga Möller, einn stofnenda Módel 79 og ein af driffjöðrum þeirra allt síðan, undirbúa vinsældavalið. Friðrik Sóphusson varaform. Sjálfstæðisflokksins förnu auk þess sem hún hefur líka átt velgengni að fagna í Finnlandi. Um sýningar- og fyrirsætustörf- in hafði Sif þetta að segja: „Það er enn meiri harka í þessum bransa í París heldur en t.d. í New York. Meiri harka í öllu. Þar er líka sóst eftir öðruvísi módel- um. Það er víst ekkert sem kemur upp í hendurnar á manni í þess- um efnum fremur en svo mörgum öðrum. Þetta er vinna og aftur vinna. Vinna sem ekki er tekin út með sitjandi sældinni." Og um fegurðarsamkeppnina sagði Sif: „Þátttaka mín í keppn- inni hér heima og í Finnlandi hefur breytt lífi mínu að hálfu leyti. Nú standa mér til boða ferðalög og annað spennandi." Hún segist þó búast fastlega við Tvær fallegar úr Garðabæ. færi til að ræða stuttlega við fáein- ar stúlknanna, en tíminn var of naumur til að hægt væri að ræða við þær allar. Og erfitt hefði reynst að birta öll þau viðtöl hér í blað- inu. En þær sem blaðamaður Lúxuss ræddi við voru Kristín Helga Waage, Sif Sigfúsdóttir, Hólmfríður Karlsdóttir, Unnur Steinsson, Auður Elísabet Jó- hannsdóttir, Berglind Johansen og Anna Margrét Jónsdóttir. Kristín Waage, sem er 34 ára gömul, er einn af stofnendum Módel 79. Hún var kosin fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1967, en að þeirri keppni stóðu Vikan og Karnabær með miklum glæsi- brag. Það var ekki strax á þessu fyrsta ári keppninnar sem farið var að senda fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar til þátttöku í Miss LÚXUS 35

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.