Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 44

Luxus - 01.04.1986, Blaðsíða 44
LUXUS Tíu ára gamall fór ég t.d. að þvo glugga í verslunum, fékk lánaða skúringafötuna hennar mömmu, leigði hana meiraðsegja líka út til annarra og var í þessum við- skiptum heilan vetur. Og einhvern tíma rak ég blómabúð. T.d. fannst mér tilgangslaust að vera að læra dönsku, hundleiddist það, og auð- vitað er það þannig að ef þér leiðist eitthvað þá gerirðu það ekki nógu vel... Hins vegar tók ég mikinn þátt í félagslífinu, var formaður skemmtinefndar, stóð fyrir árs- hátíðum o.s.frv. Ég hélt líka dans- leiki utan skólans og gerðist um- boðsmaður hljómsveita." - Hvað tók við hjá þér eftir gagnfræðaprófið? „Fyrst ætlaði ég að verða raf- tæknifræðingur; hélt að það væri mikil framtíð í því, en komst fljót- lega að því að það hentaði mér ekki. Þá fór ég að vinna hjá Herra- deild P&O, sem var eina búðin í bænum þar sem mikið var lagt uppúr því að vera með góða þjón- ustu, enda mjög flinkir verslunar- menn sem stóðu að því fyrirtæki, þeir Pétur og Oli. Þar var ég af- greiðslumaður og líkaði vel. Ég var jafnframt umboðsmaður fyrir hljómsveitir, hafði haldið því áfram og tók t.d. Kinks hingað heim 1966 sem gekk mjög vel, en aðal íslenska hljómsveitin mín var Tempó, sem ég var með í 2-3 ár. A þessúm tíma var ég mjög stór viðskiptavinur hjá Mogganum, og sem slíkur kom ég hingað mjög oft Nú, og svo voru menn hér starfandi sern voru miklir viðskipta- vinir útí P&Ó, — og svo kom að því einn daginn að það var hringt í mig og ég var spurður hvort ég hefði áhuga á því að taka að mér að vera fulltrúi auglýsingastjóra. Mér fannst það ágætis hugmynd, mætti í viðtal og sló til. Þá var blýprentið enn við lýði og blaðið var u.þ.b. einn fjórði af því sem það er í dag að stærð, og mun færri starfsmenn og allt mjög per- sónulegt. Þetta átti vel við mig og ég varð strax fyrstu vikuna mjög heillaður af starfinu." - Og með hliðsjón af stjörnu- kortinu ertu sjálfsagt mjög heppinn að hafa verið boðið þetta starf... „Já, auðvitað var þetta heppni, alveg tvímælalaust, og ég er ekki síður heillaður af starfinu nú en þegar ég byrjaði.1' Þjóðfélagsleg sálarfræði - En svo fórstu til Kanada... „Já, það var 1969. Þá var búið að ákveða að fara út í offsetprent- un á Mogganum og ég vildi kynna mér allar þær nýjungar sem það hafði í för með sér. Ég fékk hálfs árs leyfi til þessa, en var í tæp tvö ár. Ég vann hjá dagblöðum og öðrum fýrirtækjum og sótti nám- skeið í markaðsstjórnun, auglýs- ingatækni og nútímavinnslu dagblaða, og lærði geysilega mikið á þessu. Þessi mynd var tekin afBalduini í góðra vina hópi fyrirsex árum. Hádegisverðarklúbbur, einkum skipaður Valsmönnum. T.v. Sueinn Jónsson, formaður KR, Baldvin, Hermann Gunnars- son íþróttafréttamaður, Guðjón Magnússon handboltamaður og Halldór Einarsson í Henson. í þungum þönkum með Ólafi Laufdal, en í samvinnu uið Laufdal hefur Balduin gert marga góða hluti, eins og t.d. það, að koma fegurðarsam- keppninni hér á landi til vegs og uirðingar á nýjan leik. Reyndar munaði minnstu að ég ílentist í Kanada til langframa. Það sem var efst á baugi þar á þessum tíma var þjóðfélagsleg sálarfræði, sem mér fannst og finnst enn afskaplega áhugavert og skemmti- legt fag. Mér var boðið að læra þetta í skóla í fjögur ár gegn því að ég semdi um að starfa fjögur ár í viðbót þarna úti. Þá hefði námið verið frítt, og ég hefði síðan farið að vinna fyrir Torontoborg, sem félagsfræðingur, reyndar á mjög góðum launum. Ég afþakk- aði þetta góða boð. Hefði ég farið útí þetta hefði ég sennilega aldrei flutt heim aftur, en það var auðvitað alltaf ætlunin. En eins og ég segi, þá öðlaðist ég þarna ómetanlega reynslu, ekki síst vegna þess að þarna úti gat ég ekki treyst á neinn annan en sjálfan mig, það var ekki annað að leita." í samkeppni við sjálfan sig „I mínu starfi skiptir miklu máli að þekkja vel þjóðfélagið og fýlgj- ast með því sem er að gerast frá degi til dags. Ég reyni að merkja hvað er að gerast, á hvaða grunni við stöndum og hvert stefnir. Ég hef verið mjög heppinn með flest það sem ég hef tekið mér fyrir hendur í þessum málum og hefur gengið mjög vel, - á stundum of vel liggur mér við að segja, því ég þarf á mikilli samkeppni að halda til að halda sjálfum mér gangandi. Hérna á Morgunblaðinu er góður Frá blaðamannafundi með hljómsveitinni Kinks á Hótel Borg í september 1964. Baldvin í baksýn ásamt þeim Ómari Ragnarssyni ogBimi Bjömssyni. hópur fólks sem gerir sér grein fýrir því að blaðið er, þrátt fýrir yfirburða stöðu á dagblaðamark- aðnum, alltaf í samkeppni, þó að það sé bara í samkeppni við sjálft sig. Við leitum stöðugt til útlanda að viðmiðunum og fyrirmyndum að betra og betra blaði. Ég reyni td. að fara einu sinni á ári til Bandaríkjanna að skoða það helsta sem er að gerast í þessum málum, því þar eru menn svona 10 árum á undan. Menn eru hér mjög gagnrýnir á blaðið, og sumir eru óánægðir með það upp á hvern einasta dag og vilja stöðugt gera betur. í þessu held ég að hægt sé að finna ástæðuna fyrir því að Morgunblaðið er sambæri- legt við bestu blöð í heiminum í dag. Það er að meðaltali 80 síður á dag, og efnislega er það mjög heiðarlegt og vel skrifað, og það hentar mér mjög vel að vinna í þessu umhverfi, - eins og stjörnu- kortið mitt segir.“ — í stjörnukortinu kemur fram sterk þörf fyrir að takast á við stór og óvenjuleg verkefni, hefur stór- huqurinn einhvern tíma komið þér í koll? „Nei, þrátt fyrir að þau verkefni heilli mig mest sem virðast með öllu óframkvæmanleg og vonlaus, hefur það aldrei gerst að ég hafi orðið fyrir áfalli. Það er ekki síst spennandi í þessum málum að velta því fýrir sér hvað hlutimir mega kosta áður en farið er að framkvæma þá. Þetta skiptir td. miklu máli þegar maður vinnur fyrir íþróttahreyfinguna þar sem allur kostnaður verður að vera í lágmarki. Oft hugsa menn ekki nógu mik- ið um hvað verður eftir þegar upp er staðið. Ég er hræddur um að sú verði raunin í því sem nú er í uppsiglingu í útvarpsmálum. Ég er alls ekki á móti frjálsu útvarpi, síður en svo, en ég tel að markað- urinn sé ekki til staðar. Við erum ekki nema 240 þúsund og Ríkisút- varpið sinnir öllum landsmönnum með tveimur hljóðvarpsrásum og einni sjónvarpsrás. Öllu sem kem- ur til viðbótar er ofaukið. Ég held að það sé alveg sama hvemig þessu er stillt upp, það er Ijóst að einhverjir eiga eftir að sitja uppi með gífurlegt fjárhagslegt tjón. Þetta verður ein af þessum dæmi- gerðu dellum Islendinga, og enn ein staðfestingin á því hversu oft við erum að taka ákvarðanir þegar það er orðið of seint. Innan fárra 44 LÚXUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.