Luxus - 01.04.1986, Page 48

Luxus - 01.04.1986, Page 48
LÚXUS 48 LÚXUS Jú, þetta er að hluta til menningarsnobb. Allur fjöldinn rýkur til þegar kvikmyndahátíð er, burtséð frá því hvort myndirnar eru góðar eða ekki. En þetta er þó ekki menningarsnobb af verstu tegund. Og framhjá því verður ekki gengið að þörfin fyrir fjölbreytni er fyrir hendi. Ástæða þess að fólk tekur ekki eins vel við sér í þau fáu skipti sem bíóin taka til venjulegra sýninga eitthvað annað en amerískar og enskar myndir er sumpart sú að kvikmyndahúsin gleyma kynningunni. Þau reyna of sjaldan að lyfta þessum myndum upp með því að kynna þær sérstaklega. Á Kvikmyndahátíð g|£jœgg fá slíkar myndir hins vegar mikla kynningu í fjölmiðlum og það skilar sér í aðsókn. Kvikmyndahúsaeigendur notfæra sér ekki fjölmiðlana nógu vel til að hjálpa myndum sem ekki höfða kannski beint til fjöldans. Ég er viss um að fjölmiðlarnir myndu ekki láta á sér standa í þessu efni. Aftur á móti er fjölmiðlafárið í kringum ameríska stjörnu- iðnaðinn svo mikið að myndir þaðan kynna sig sjálfar. Sem leiðir hugann að félaga Spielberg. Ég man eftir kvikmyndadómi sem þú skrifaðir eitt sinn um Raiders ofthe Lost Ark, þar sem þú byrjaðir á að telja upp kosti myndarinnar, þetta væri pottþétt þrjúbíó, fuil af hasar og fjöri og hreint stórgóð mynd ef í henni væri einhver vottur af tilfinningu fyrir hinu mannlega. Ertu enn á þessari skoðun varðandi kvikmyndagerð Spieibergs yfirleitt? Neinei, ekki yfirleitt. Ég hef aldrei verið á þeirri skoðun að maðurinn hafi engan húmanisma. Það er t.d. mikill húmanismi í E.T., Sugarland Express og jafnvel Poltergeist, hvað sem segja má að öðru leyti um þær myndir. En Raiders of the Lost Ark og Indiana Jones eru ekkert annað en ævintýri með vélmennum, - dúkkulísuhasar. Það er ekki snefill af persónusköpun eða mannlegum tilfinningum í þessum myndum. Þær eru vel smurðar vélar. Ágætlega hannaðar sem slíkar, en bara vélar. Spielberg er á margan hátt persónugervingur vestræns kvikmyndaiðnaðar eins og staðan er núna. Hann hefur allt á valdi sínu sem kvikmyndagerð- armaður en virðist vera sáttur við að vera góður iðnaðarþræll. Ég er nú ekkert viss um að honum liggi mikið á hjarta, en fengi hann handrit sem hefði eitthvað fram að færa, myndi hann skila því hundrað prósent. Hann kann þetta allt. En hann selur sig. Nú hefur hann reynt að reka af sér slyðruorðið með The Color Purple. Það er spennandi að sjá hvemig það hefur tekist. A hvaða braut er ameríski kvikmyndaiðnaðurinn? Hann er fyrst of fremst á hraðferð eftir dollurunum. Og hann sækir þá helst til unglinga. Það er alveg yfirþyrmandi framboð af unghngamynd- um sem flestar eru eins, - klámkjaftar á gelgjuskeiðinu í tertuslag við undirleik popplaga. Þetta er afskaplega þreytandi iðnvarningur, en ég veit að hann höfðar til jafnaldra söguhetjanna. Spurningin er hvort þessar myndir hafi eitthvað fram að færa um líf unglinga. Ég efast um að það eigi við meira en 10% af framboðinu. Svo eru það hasarmyndimar. Nógu straumlínulöguð manndráp. Ef smekkleysurnar em ekki yfirgengilegar má hafa gaman af svona ofbeldis- ævintýrum. En ég geri mér líka grein fyrir því að það er frekar skammvinn gleði. Þá sleppi ég alveg siðferðilegum spumingum um það hvort yfirleitt sé æskilegt að horfa á slíkar myndir, þó ég telji að það hafi nú ekki eins alvarleg- ar afleiðingar og siðferðispostular vilja vera láta. Þetta era meginstraum- amir, - vaxandi áhersla á „Mín tilfinnmg er sú að eigendur myndbandaleiga séu menn sem ekki eru vel að sér í kvikmyndum yfirleitt, þannig að það erfrekar hending hvað lendir í hillunum en yfirvegað úrval.“ unglinga, vaxandi áhersla á hasar. En í Ameríku era gerðar alls konar myndir, líka ágætar myndir um venjulegt fólk. Og þótt þær vilji verða undir í látunum, þá eru það einmitt slíkar myndir sem oftast fá Óskarsverðlaunin, þrátt fyrir allt. En hvað um íslenska kvikmyndaframleiðslu? Hún er í augljósri kreppu. Ytri þættir þeirrar kreppu era margumrædd- ir, - skortur á opinberri aðhlynningu. Kvikmyndagerðarmenn hafa sjálfir mikið um hann fjallað og hafa rétt fyrir sér um flest, þótt barlómurinn sé orðinn yfir- gengilegur og í einstaka tilviki siðlaus. Kvik- myndagerðarmenn era orðnir mestu vælu- kjóar í íslenskri listamannastétt og vora þó nógu margir um hituna þar. Sumpart hafa þeir ástæðu til að kvarta en sumpart er ástandið sjálfskaparvíti og þá er komið að innri þáttum fyrrnefndrar kreppu, þeim þátt- um sem snúa að óbreyttum áhorfendum. fslenskum kvikmyndagerðarmönnum hef- ur síðustu árin ekki lánast að fylgja eftir eigin framföram í tæknilegum efnum. Þeir gera - með réttu - miklar kröfur til hins opinbera og til íslenskra áhorfenda. Þeir hafa skipulagt sínar myndir þannig að fjórðung þjóðarinnar þarf til að borga brúsann, en þeir skila ekki þeim árangri að fjórðungur þjóðarinnar komi og borgi. fslensk kvikmyndagerð þarfnast aukinnar sjálfsgagnrýni og aukins raunsæis, ekki síður en aukinna peninga. Framfarir í tæknilegum efnum era óumdeilanlegar. Maður heyrir það sem sagt er og sér það sem gert er í íslenskum kvikmyndum Placido Domingo og Julia Migenes-Johnson í hinni stórbrotnu CARMEN eftir Francesco Rosi sem Há- skólabíó/Regnboginn sýnir um þessar mundir. „Stöðug og fjölbreytt miðlun á mynd- um frá öðrum löndum er það sem þarf,“ segir Árni. „Kvikmyndahátíð annað hvert ár fullnægir ekki þess- ari þörf sem er alveg Ijóst að er fyrir hendi. Hún kom t.d. berlega í Ijc inni á síðustu K hátíð.“ r-JpSHMM

x

Luxus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.