Luxus


Luxus - 01.04.1986, Qupperneq 68

Luxus - 01.04.1986, Qupperneq 68
er það leikstjórans að ákveða hvaða leið er farin við túlkun leikrits í flutningi og þar af leiðandi er honum oft mikill vandi á höndum og ábyrgð hans í samræmi við það. Annars hefur hvert leikrit sitt lögmál sem taka verður mið af, og hvert einasta leikrit á að höfða til tilfinninga fólks - að áhorfendur upplifi atburði og tilfinningar með persónunum á sviðinu og verði þá þátttakendur að einhverju leyti. Stundum gerist það að það gengur alveg fram af fólki í leikhúsinu! En það gerir ekkert til, það skapar bara líf og umræðu. Pað er aðeins eitt sem aldrei má koma fyrir: Leikhús má aldrei verða leiðinlegt." — Hvernig standa leikhúsmál hjá okkur núna, Gísli? „Það er gaman að segja frá því, að hér á landi er mikil gróska í leikritun og hún er mjög sérstæð miðað við það sem er að gerast í kringum okkur. Svo undarlega sem það kann nú að hljóma, þá finnast tiltölulega fáir sem skrifa góð leikrit miðað við það sem áður var, nema þá kannski íslensk- ir leikritahöfundar. Hér stendur leikhúslíf í miklum blóma. Ég var á ráðstefnu í New York ekki alls fýrir löngu þar sem t.d. leikhús víðs vegar í heiminum voru borin saman, og það er ánægjulegt að geta staðfest það hér, að sennilega er hvergi meiri gróska í leikhúsi heldur en á lslandi. I ljós kom að aðeins var aukning í leikhúsað- sókn í Bandaríkjunum og á ls- landi, en hlutfallslega höfum við miklu meiri aðsókn en þeir.“ Þegar Gísli er spurður um tóm- stundir, kemur í Ijós að hann á hesta og nýtur þess að bregða á leik með þeim út um uíðan völl, þar sem uettvangurinn er stórum meiri en leiksuið Þjóðleikhússirts. Suo horfir hann gjaman á góð leikrít í sjónvarpinu og uirðir fyrír sér tækni og hæfileika leikar- anna meðfram efninu. — Langar þig til að sjá einhver verk öðmm fremur um þessar mundir? „Það vill nú svo vel til að ég er á leið til London í boði British Council og þá ætla ég svo sannar- lega að sjá hvað þeir eru að gera í Shakespeare leikhúsinu, og einn- ig langar mig að sjá Vesalingana eftir Victor Hugo í söngleiksgerð Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg." — Hvað hefurðu helst í huga varðandi íslenska leiklist í fram- tíðinni? „Þar kvíði ég engu. Við eigum glæsilegan hóp góðra og vaxandi leikara, ótrúlega stóran hóp, sem spennandi verður að fylgjast með. Og svo vil ég endurtaka ummæli mín um þá miklu og sérstæðu grósku í leikritun sem er hér á landi og sem ég svo sannarlega vil stuðla að. Með uppbyggingu henn- ar verður best blásið ferskum og frjóum lífsanda í íslenskt leikhús- líf.“ □ ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, USTRÁÐUNAUTUR KJARVALSSTAÐA „Ég varð svo gagntekin, að tárin tóku að streyma...“ óra Kristjánsdóttir er listráðu- nautur Kjarvalsstaða og hef- ur uerið það frá árinu 1979. Þóra er Reykuíkingur að uppruna. For- eldrar hennar eru hjónin Kristján Gíslason stórkaupmaður og Ing- unn Jónsdóttir. Þóra á til lista- manna að telja og má þar nefna Mugg, ömmubróður hennar í móðurætt Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjauík lá leiðin til Suíþjóðar þar sem Þóra las listasögu og tók kand. fil. próf. Þar að auki lagði hún stund á leiklistarsögu og etnografíu (ná- kuæm lýsing á menningu og lifnaðarháttum frumstæðra þjóða), en í leiklistarsögunáminu kynntist hún tiluonandi eigin- manni sínum, Sueini Einarssyni sem síðar uarð Þjóðleikhússtjóri. — Þóra, geturðu skilgreint hvað það er að vera listfræðingur? „Besta skilgreining á þeirri nafn- gift finnst mér vera sú að viðkom- andi hefur lagt stund á list-sagn- fræði. Eftir slíkt nám er maður færari um að gera samanburð á listaverkum hinna ýmsu þjóða og sjóndeildarhringurinn ætti að verða víðari hvað listir varðar. — Er starf þitt hér annasamt? „Já, Kjarvalsstaðir er menning- armiðstöð Reykjavíkurborgar og gegnir mjög margþættu hlutverki. I fyrsta lagi er hér Kjarvalssafn Reykjavíkur, sem sífellt er verið að auka við með ýmsu móti. Safninu berast gjafir, verk eftir Kjarval og svo ljósmyndir og ýmsar upplýs- ingar aðrar. Einnig höfum við undanfarin ár verið að skrásetja verk eftir hann í einkaeign, það er mikið verk og því er hvergi nærri lokið. Svo er hér til húsa almennt listasafn borgarinnar; allt sem borgin kaupir af listaverkum er hér 68 LÚXUS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Luxus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.