Luxus - 01.04.1986, Side 77

Luxus - 01.04.1986, Side 77
LUXUS Hollies eru vanari hljómleika- sölum en skemmtistöðum. Áhugasamir áheyrendur. Við borðið í forgrunni sitja þáttagerðarmenn Rásar 2, en þeir fjölmenntu strax fyrsta kvöldið. Allan Clark (t.v.) og Tony Hicks, sem blaðamaður Lúxuss ræddi við. Hollies og jarðsetti laxinn á íslandi TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Hollies veittu engin blaðaviötöl þegar þeir komu hingað fyrir skömmu, en blaðamanni Lúxuss tókst þó að ræða óformlega við þá Tony Hicks og Allan Clarke síðasta kvöldið sem þeir skemmtu á Broadway - svona rétt til að spyrja þá hvort þeir myndu nokkuð eftir fyrri veru hljómsveitarinnar hér og hvernig þeim fyndist að vera komnir aftur. Ástæðan fyrir því að þeir veittu engin viðtöl kom líka fljótt í Ijós: Þeir mundu nefnilega svo til ekk- ert eftir fyrri veru sinni hérna. Þó sagði Tony Hicks: „Við höfðum svo mikið að gera við að ferðast í þá daga að við höfðum engan tíma til að hugsa sérstaklega um hvern stað fyrir sig, því að alltaf tók nýr og nýr staður við. Þó er eins og mig minni að okkur hafi verið boðið í mjög sérstæða veislu hérna og fengið heilmikinn lax að borða. Hann hafði verið jarðsunginn nokkrum vikum áður en við kom- um - en grafinn upp okkur til heiðurs. Þetta var mjög sérkenni- legt - en ég er ekki alveg viss um að það hafi gerst hér á landi." Þá var hann spurður um hvað honum fyndist athygliverðast við þessa seinni ferð hingað. „íslendingar virðast vera mjög opið fólk- a.m.k. hér í Broadway. Reyndar erum við vanastir því að koma fram á hefðbundnum hljóm- leikum - á sviði fyrir framan áheyrendur. En hér situr fólk allt í kring um okkur og drekkur hvert glasið á fætur öðru.“ Allan Clarke bætti því við að hljómsveitin hefði þurft að breyta svolítið niðurröðun efnisskrárinn- ar með tilliti til þess að Broadway er næturklúbbur. „Við urðum að hafa rólegasta efnið fremst,“ sagði hann. „Þannig höfðum við það núna, á síðustu hljómleikun- um, og það kom vel út. En á fyrstu uppákomunni höfðum við það í miðri sýningunni, eins og við höfum það venjulega á hljóm- leikum, en það kom ekki mjög vel út. Fólkið var líklega orðið hífað og fór að tala saman á meðan." Aftur á móti voru þeir báðir sammála um að íslenskir hljóm- leikagestir væru ósköp indælir og lausir við að vera uppáþrengjandi - hvort sem þeir væru allsgáðir eða hífaðir. Það væri ekki svo lítill kostur að geta setið óáreittur skammt frá barnum, rétt eins og maður væri einn af fastagestum hússins. □ LÚXUS 77 UÓSM.: M. HJORLEIFSSON

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.