Luxus - 01.04.1986, Side 81

Luxus - 01.04.1986, Side 81
LÚXUS Blaðamaður Lúxuss á tali við Ernst Maoro, ritstjóra frá Þýskalandi, fyrir utan eina afhöiium Ludovicos Sforza greifa frá endurreisnartíma- bilinu. Maoro tók reyndar myndirnar sem hér birtast og hefur mikinn áhuga fyrir íslenskum hestum og Halldóri Laxness, eins og reyndar margir þýskir menntamenn. ítalska víneftirlitið er mjög strangt Það er mikið í húfi fyrir ítalska vínframleiðendur og hvort sem menn trúa því eða ekki, þá er ítalska víneftirlitið mjög strangt og gerir háar gæðakröfur. Við heimsóttum aðalstöðvar þess, Enoteca I smáborginni Siena. Þar eru snyrtilegar rannsóknarstofur, vínsafn og smakkarasalir, fyrir utan skrifstofur, ráðstefnusali og ýmislegt annað, enda er bygging- in stór og nýtískuleg. I þessari stofnun eiga allir, sem framleiða vín á Ítalíu, þess kost að fá gæði framleiðslunnar metin. Þar fá góð vín gæðastimpilinn DOC og bestu vínin DOC G. Það er því hægt að treysta því að mörg úrvalsvín eru framleidd á Ítalíu í dag. DOC tryggir gæðin og ekki er verra að stafurinn G fylgi fast á eftir á flöskumiðanum. ítalir hljóta að líta á tréspíra- blandarana sem verstu landráða- menn. Hins vegar eru þúsundir vínbænda á italíu og erfitt að fylgjast með gerðum þeirra allra. Óruggasta ráðið fyrir þá sem kaupa vín, hvort sem þau eru frá Ítalíu eða öðrum löndum, er að gæta að því hvort viðkomandi vín hefur farið í gæðaeftirlit - og hvaða einkunn það hefur fengið. I morgunheimsókn hjá Strozzi fursta. Hann heldur þarna á einni af dætrum sínum, sem er raunveruleg prinsessa, og ræðir við forseta belgíska vínsambandsins - en hann var ómetanleg uppspretta fróðleiks og upplýsinga í ferðinni. í Enoteca, húsi ítalska víneftirlitsins í Siena. Þar voru þátttakendum kennd ýmis grundvallaratriði varðandi smökkun eðalvína. Skammstöfunin D.O.C. stendur fyrir „Denominazione di Originale Controllata“ og þýðir að viðkomandi vín sé framleitt úr úrvals vínberjum og eftir ströngustu kröfum. Stafurinn G (fyrir Garantita) er bætt viið skammstöfunina ef yfirstjórn ítalska ríkiseftirlitsins með borðvínum finnst vínið skara algjörlega fram úr að einhverju ieyti. Fyrir nákvæm- lega tveim árum höfðu eftirtal- in 19 vín náð einkuninni DOC og DOCG í Toskana-héraði: Bianco di Pitigliano, Bianco Pisano di S. Torpé, Bianco Val di Nievoie, Bianco Vergine Val di Chiana (Bianco þýðir einfaldlega hvítt), Bolgheri, Brunello di Montalcino, Candia dei Colli Apuani, Carmignano, Chianti (þetta fræga, ósvikna sem ekki ber nein aukanöfn), Elba Bianco, Elba Rosso (Rosso þýðir rautt), Montecar- lo, Morellino di Scansano, Parrina, Pomino, Rosso selle Colline Lucchesi, Vernaccia di San Gimignano og Vino No- bile di Montepulciano. LÚXUS 81

x

Luxus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.