Saga


Saga - 2013, Side 7

Saga - 2013, Side 7
FOR MÁLI R ITST JÓRA Sagnfræði, eins og hún hefur jafnan og lengst af verið stunduð á Íslandi, er sú fræðigrein sem á hvað greiðastan aðgang að hinum svokallaða almenna lesanda. Og af hugvísindum er hún sú grein sem fær hvað mesta umfjöllun í fjölmiðlum. Að þessu leyti má segja að hún sitji við sama borð og skáld- skapur, og hefur það bæði kosti og galla. Helsti kosturinn er sjálf athyglin, en megingallinn er sá að þótt fræðibók kunni efnisins vegna að virðast að - gengileg hverjum þeim sem hugnast að fjalla um hana er hún engu að síður sérfræði og þar að auki afrakstur áralangra rannsókna. Fræðibókin útheimtir því stundum annað og meira en sjónarhorn þúsundþjalasmiða fjölmiðl anna sem virðast jafnvígir á allt milli himins og jarðar, hvort sem það heitir ljóðlist eða fornleifafræði. Þótt slíkt sjónarhorn á fræði sé ekki lítils virði er mjög mikilvægt að fagtímarit á sviði hugvísinda taki virkan þátt í umfjöll- un um fræðibækur, bæði þær bækur sem hafa fengið athygli í fjölmiðlum og hinar sem ekki eru skrifaðar fyrir almennan markað. Slík verk eiga sér yfirleitt ekki marga lesendur, og jafnvel innan fræðasamfélagsins sjálfs er hætta á að einhvers konar þekkingarleg valdasamþjöppun og almenn óvirkni geri það að verkum að fáir eru í raun til frásagnar um galla og gæði einstakra verka. Umfjöllun fræðitímarita getur auðvitað ekki breytt slíku ástandi því hún er í grunninn af sama meiði, en hún er hins vegar opinber og fer fram á vettvangi sem býður upp á frekari umfjöllun um sjónarmiðin sem koma þar fram. Og hún er opnari en til dæmis nafnlaus ritrýni innan fræðasamfélagsins, umsagnir fagaðila rannsóknarsjóða eða álit dómnefnda um umsækjendur um háskólastöður; allt er það efniviður í knappa og óljósa dóma — eins konar orðróm — um fræðiverk og höfunda þeirra. Saga hefur því kappkostað að birta umfjöllun um eins margar bækur á fræðasviði sagnfræði og unnt er hverju sinni. Og hvað stöðu fræðiverka í fjölmiðlum varðar hefur umfjöllun Sögu um einstaka bækur oft verið býsna ólík umfjöll- un um sömu verk í dagblöðum og sjónvarpi. Ekki hefur það alltaf verið bók- unum í hag, um það eru mýmörg dæmi frá síðustu árum, en þó má gera ráð fyrir að ígrunduð umfjöllun fræðimanns á viðkomandi sviði sé höfundum fræðibóka kærkomnari en stjörnur og stór orð fjölmiðlanna. Saga birtir nú níu ritdóma um bækur og eru þeir flestir óvenju ítarlegir og langir. Vonandi tekst að gera nær öllu því helsta sem gefið var út á sviði sagnfræði og skyldra greina á síðasta ári skil með útgáfu haustheftis 2013. Fyrsta grein þessa heftis er eftir Val Ingimundarson og fjallar um ásak- anir um stríðsglæpi á hendur Eistanum Evald Mikson, hvernig ráðandi hug- myndafræði og pólitískt vald mótaði viðbrögð Íslendinga við þeim. Þær Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir skrifa grein sem ber yfir- skriftina „Færar konur“ og fjallar um það hvernig rökin um sérstöðu og Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.