Saga - 2013, Page 7
FOR MÁLI R ITST JÓRA
Sagnfræði, eins og hún hefur jafnan og lengst af verið stunduð á Íslandi, er
sú fræðigrein sem á hvað greiðastan aðgang að hinum svokallaða almenna
lesanda. Og af hugvísindum er hún sú grein sem fær hvað mesta umfjöllun
í fjölmiðlum. Að þessu leyti má segja að hún sitji við sama borð og skáld-
skapur, og hefur það bæði kosti og galla. Helsti kosturinn er sjálf athyglin, en
megingallinn er sá að þótt fræðibók kunni efnisins vegna að virðast að -
gengileg hverjum þeim sem hugnast að fjalla um hana er hún engu að síður
sérfræði og þar að auki afrakstur áralangra rannsókna. Fræðibókin útheimtir
því stundum annað og meira en sjónarhorn þúsundþjalasmiða fjölmiðl anna
sem virðast jafnvígir á allt milli himins og jarðar, hvort sem það heitir
ljóðlist eða fornleifafræði. Þótt slíkt sjónarhorn á fræði sé ekki lítils virði er
mjög mikilvægt að fagtímarit á sviði hugvísinda taki virkan þátt í umfjöll-
un um fræðibækur, bæði þær bækur sem hafa fengið athygli í fjölmiðlum
og hinar sem ekki eru skrifaðar fyrir almennan markað. Slík verk eiga sér
yfirleitt ekki marga lesendur, og jafnvel innan fræðasamfélagsins sjálfs er
hætta á að einhvers konar þekkingarleg valdasamþjöppun og almenn
óvirkni geri það að verkum að fáir eru í raun til frásagnar um galla og gæði
einstakra verka. Umfjöllun fræðitímarita getur auðvitað ekki breytt slíku
ástandi því hún er í grunninn af sama meiði, en hún er hins vegar opinber
og fer fram á vettvangi sem býður upp á frekari umfjöllun um sjónarmiðin
sem koma þar fram. Og hún er opnari en til dæmis nafnlaus ritrýni innan
fræðasamfélagsins, umsagnir fagaðila rannsóknarsjóða eða álit dómnefnda
um umsækjendur um háskólastöður; allt er það efniviður í knappa og óljósa
dóma — eins konar orðróm — um fræðiverk og höfunda þeirra. Saga hefur
því kappkostað að birta umfjöllun um eins margar bækur á fræðasviði
sagnfræði og unnt er hverju sinni. Og hvað stöðu fræðiverka í fjölmiðlum
varðar hefur umfjöllun Sögu um einstaka bækur oft verið býsna ólík umfjöll-
un um sömu verk í dagblöðum og sjónvarpi. Ekki hefur það alltaf verið bók-
unum í hag, um það eru mýmörg dæmi frá síðustu árum, en þó má gera ráð
fyrir að ígrunduð umfjöllun fræðimanns á viðkomandi sviði sé höfundum
fræðibóka kærkomnari en stjörnur og stór orð fjölmiðlanna.
Saga birtir nú níu ritdóma um bækur og eru þeir flestir óvenju ítarlegir
og langir. Vonandi tekst að gera nær öllu því helsta sem gefið var út á sviði
sagnfræði og skyldra greina á síðasta ári skil með útgáfu haustheftis 2013.
Fyrsta grein þessa heftis er eftir Val Ingimundarson og fjallar um ásak-
anir um stríðsglæpi á hendur Eistanum Evald Mikson, hvernig ráðandi hug-
myndafræði og pólitískt vald mótaði viðbrögð Íslendinga við þeim. Þær
Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir skrifa grein sem ber yfir-
skriftina „Færar konur“ og fjallar um það hvernig rökin um sérstöðu og
Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:22 Page 5