Saga


Saga - 2013, Page 173

Saga - 2013, Page 173
notkun ð-sins nokkuð óregluleg, en komst fljótlega í fastar skorður. Notkun stafsins breiddist hratt út …“ (bls. 36). Hvaða föstu skorður voru þetta? Hvað vitum við um útbreiðsluna? Er til dæmis ð í öllum handritum frá fjórt- ándu öld eða héldu einhverjir skrifarar áfram að nota þ eða jafnvel d? Útleggingunni fylgja vangaveltur höfunda um skriftarform og sú hótfyndni að það geti „tekið Lundúnatískuna allnokkurn tíma að berast til Íslands“, sem og að Íslendingar hafi verið „óvenju illa með á nótunum, því einmitt um það leyti sem þeir ákváðu að tileinka sér þennan enska bókstaf var hann að hverfa úr ensku ritmáli“ (bls. 40). Engin umræða er um það hvernig staf- urinn nýttist eða hvernig hann leit út í íslenskum handritum. Engin dæmi eru sýnd! Ein einasta setning er síðan um endalok ð-s í landinu: „Ð-ið hverf- ur úr íslenskum handritum á fimmtándu öld eftir tveggja alda viðkomu í rit- málinu“ (bls. 41). Þetta er óviðunandi ónákvæmni miðað við yfirlýst mark - mið bókarinnar, og það hefði verið lítið mál að gera betur með því að grípa niður í umfangsmikla umfjöllun fræðimanna á undanförnum áratugum. Ekki er stuðst við magnaða úttekt Hreins Benediktssonar frá 1965 á elstu skrift íslenskri, þar sem ð skipar veglegan sess (Early Icelandic Script. Reykjavík: Handritastofnun Íslands 1965, bls. 21–22, 34–35, 43–44, 73–74). Ekki er þess getið að bókstafurinn hefur um árabil nýst handritafræðingum á borð við Stefán Karlsson, Ólaf Halldórsson, Jón Helgason, Jakob Bene - diktsson og Peter Foote til aldursgreiningar á skinnbókum, þar sem byggt er á því að um og eftir miðja fjórtándu öld dragi mjög úr notkun á ð. Í Jónsbókar hand ritinu AM 350 fol. frá því um 1363 er ð algengara en d og jafn- vel skrifað ð þar sem d ætti að vera. Ð kemur síðast fyrir í fornbréfum árið 1375 (sjá Jón Helgason, „Ortografien i AM 350 fol.“, Meddelelser fra Norsk Forening for Sprogvidenskab 1 (1926), bls. 21–22; Islandske originaldi plomer ind- til 1450. Tekst. Útgefandi Stefán Karlsson. Kaupmannahöfn: Munksgaard 1963, bls. 54–56). Þannig mætti lengur telja og furðulegt að höfundar skuli ekki hafa borið sig eftir þessum efnivið. Miðað við svo snögga afgreiðslu á lykilatriði skýtur skökku við skömmu síðar í bókinni, þar sem lesa má heilar fimm blaðsíður um zetu-málið árin 1974–1978 (bls. 62–66). 2) Fátt er sagt um ð-lausar aldir Íslandssögunnar, frá því um 1400 til fyrstu áratuga nítjándu aldar, en þó það að Jón Ólafsson úr Grunnavík hafi skrifað ritgerð um stafsetningu: „Víkur Jón þar að bókstafnum ð og gerir grein fyrir notkun hans í fornritum, en kemst að þeirri niðurstöðu að engin ástæða sé til að taka ð upp í íslensku á ný. Átti Jón þó sjálfur eftir að grípa til ð-sins í skrifum sínum á efri árum“ (bls. 99). Hefði farið vel á því að sýna dæmi um notkun Jóns á bókstafnum sem hluta af forsögu þess að farið var að nota hann að nýju. Ekki var Jón heldur svo gamall þegar hann fór að skrifa ð, því að bókstafurinn kemur fyrir í þýðingu á sögunni af Nikulási Klím eftir Ludvig Holberg, sem Jón gekk frá árið 1750, þá 44 ára (sjá Ludvig Holberg, Nikulás Klím. Íslenzk þýðing eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík. Útgef- andi Jón Helgason: Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag 1948, bls. 57 ritdómar 171 Saga vor 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 8.5.2013 12:23 Page 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.