Saga - 2019, Page 18
að sem er á milli þeirra og fólksins sem skildi eftir sig heimildirnar“.
Við útgáfu persónulegra heimilda skuli hafa samráð við höfund
þeirra eða, sé hann ekki sjálfur á lífi, nákomna ættingja hans og leit-
ast við „að vernda höfunda viðkvæmra upplýsinga þannig að tryggt
sé að persónuleg skrif þeirra verði ekki höfð að leiksoppi eða orðstír
þeirra bíði ekki hnekki af.“2
Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóð -
skjalasafns Íslands, fjallar um samspil persónuverndarlaga við lög-
bundið hlutverk Þjóðskjalasafns og mikilvægi varðveislu ýmissa
persónugreinanlegra upplýsinga í opinberum skjölum fyrir sam-
félagið og fyrir einstaklinga. Hann ræðir jafnframt hugmyndina um
„réttinn til að gleymast“ í samhengi nýju evrópsku persónuverndar -
laganna. Pistill hans er ekki aðeins athyglisverð lesning heldur inni-
heldur hann gagnlega samantekt á áhrifum persónuverndarlaga á
varðveislu opinberra skjala. Fyrir þá sem vilja kynna sér það frekar
má benda á að fyrirlestrar frá ráðstefnu Þjóðskjalasafns um varð -
veislu skjala í ljósi nýrra persónuverndarlaga, sem haldin var í maí
2019, eru aðgengilegir á youTube-rás safnsins.
Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbóka -
safns Íslands – Háskólabókasafns, skrifar um persónulegar heim -
ildir sem aðallega eru varðveittar í einkaskjalasöfnum, svo sem bréf
og dagbækur, og ólík sjónarmið sem fram hafa komið um réttmæta
notkun þeirra og útgáfu. Hann sýnir fram á að viðleitni safna við að
vernda viðkvæmar persónulegar upplýsingar er ekki ný af nálinni
og að deilt hefur verið um réttu aðferðirnar við það á Íslandi allt frá
öndverðri tuttugustu öld, meðal annars út frá ólíkum sjónarmiðum
um það hvers og hverra sé vert að minnast. Bragi ræðir hvernig nota
má persónulegar heimildir til að gefa fyllri og jafnvel lýðræðislegri
mynd af fortíðinni.
Loks fjallar Bára Baldursdóttir sagnfræðingur um persónuvernd,
sagnfræðirannsóknir og sögulegt réttlæti en hún hefur um árabil
rannsakað „ástandið“ svokallaða á árum seinni heimsstyrjaldar -
inn ar. Síðustu ár hafa verið dregnar fram í dagsljósið æ fleiri heim-
ildir um aðgerðir ríkisvaldsins gegn konum sem grunaðar voru um
að vera í tygjum við hermenn á stríðsárunum en eins og Bára nefnir
hafa þær verið kallaðar „víðtækustu njósnir sem stundaðar hafa
álitamál16
2 Vef. „Codex Ethicus — Sagnfræðingafélags Íslands“, Sagnfræðingafélag Íslands,
http://www.sagnfraedingafelag.net/sidareglur, 24. september 2019.