Saga - 2019, Page 29
27
hinu opinbera og hindra að þær verði opinberar og aðgengilegar öll-
um á meðan einstaklingur er enn á lífi. Þessi vernd er grundvölluð
á sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. gr.
stjórnarskrárinnar.7 Einstaklingar geta, eins og áður hefur komið
fram, haft lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að fyrirliggjandi
skjölum er varða þá sjálfa eða um þeirra mál sem liggja hjá opinber-
um aðilum eða í opinberum skjalasöfnum. Þeir fá því aðgang að
eigin gögnum þótt aðrir hafi ekki þann rétt á sama hátt. Einnig geta
fræðimenn fengið aðgang að gögnum í skjalasöfnum sem aðgangs -
takmarkanir gilda um með samþykki Persónuverndar og gegn því
að persónugreinanlegar upplýsingar séu ekki birtar í rannsóknar -
niðurstöðum eða á annan hátt samkvæmt skilyrðum um rann sóknar -
leyfi.8 Réttur til aðgangs að skjölum hjá hinu opinbera, þar með talin
vernd gegn því að viðkvæmar persónuupplýsingar séu að gengi -
legar öllum, er meðal annars tryggður í upplýsingalögum nr. 140/
2012, í lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og í stjórn sýslu -
lögum nr. 37/1993.
Mikilvægi varðveislu persónuupplýsinga
Nokkur mál hafa komið upp undanfarin ár sem sýna fram á mikil-
vægi varðveislu persónugreinanlegra upplýsinga er varða réttindi
einstaklinga og varpa ljósi á aðstæður og meðferð tiltekinna hópa í
samfélaginu. Árin 2007–2017 voru rannsökuð nokkur mál sem tengd -
ust illri meðferð barna á vistheimilum á vegum ríkisins, þar með
álitamál
prestþjónustubókum heimill þegar liðin eru 50 ár frá því að upplýsingarnar
voru færðar og sjúkraskrár og aðrar heilsufarsupplýsingar eru háðar aðgangs -
takmörkunum í 100 ár frá síðustu færslu í skrárnar. Þá hefur forstöðumaður
opinbers skjalasafns heimild til að takmarka aðgang að skjali sem er yngra en
110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni ein-
staklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða. Sjá: Vef. Al -
þingi. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, 25.–29. gr.
7 Vef. Alþingi. Greinargerð Þjóðskjalasafns Íslands til allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis um vörslu persónuupplýsinga í opinberum skjalasöfnum 11.
mars 2014, https://www.althingi.is/altext/erindi/143/143-1247.pdf, 8. ágúst
2019; Vef. Alþingi. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, 71. gr., http://
www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html, 8. ágúst 2019.
8 Vef. Alþingi. Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, 31.–33. gr.; Vef. Alþingi.
Upplýsingalög nr. 140/2012, 33. gr., https://www.althingi.is/lagas/nuna/
2012140.html, 8. september 2019.