Saga - 2019, Síða 30
28
talið Breiðavík, Unglingaheimili ríkisins og Kópavogshæli, þar sem
börn dvöldu á tímabilinu 1945–1994. Mikilvægur hluti af þeim
gögnum sem var aflað í rannsóknarvinnunni, sem nefnd á vegum
ríkisins fór með, voru skjöl um rekstur þessara heimila og um þá
einstaklinga sem þar dvöldu. Þessi skjöl komu frá Þjóðskjalasafni
Íslands, héraðsskjalasöfnum og stofnunum og sveitarfélögum sem
höfðu með mál þeirra einstaklinga að gera sem vistaðir voru á heimil -
unum. Má þar nefna skjöl barnaverndaryfirvalda, barnaverndar-
nefnda, félagsþjónustu sveitarfélaga, Landspítala og vistheimilanna
sjálfra.9 Hefðu þessi gögn ekki verið til staðar er ljóst að erfiðara, og
jafnvel í sumum tilfellum ómögulegt, hefði verið að varpa ljósi á
hvernig hið opinbera stóð að málum. Á grundvelli rannsókna vist-
heimilanefndar á starfsemi viðkomandi stofnana gátu einstaklingar
sem þar voru vistaðir um og eftir miðja síðustu öld, og urðu þar
fyrir ofbeldi eða annars konar illri meðferð, átt rétt á greiðslu sann-
girnisbóta úr ríkissjóði.10
Annað dæmi sem hér skal tekið er skjalasafn ungmennaeftirlits
lögreglunnar 1941–1945 sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands.
Vegna tilurðar þessara skjala, sem fyrst urðu aðgengileg árið 2011 og
Þjóðskjalasafn hefur veitt rannsóknaraðgang að, er hægt að varpa
ljósi á þessa starfsemi yfirvalda, afstöðu ráðherra, embættismanna
og áhrifamanna hérlendis til ástandsmálanna svokölluðu.11 Ekki síst
eru skjölin heimild um meðferð sem ungar stúlkur sættu af hálfu
yfirvalda vegna kynna þeirra við erlenda hermenn, svo sem með
vistun á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942–1943.
sagnfræðingar og persónuvernd
9 Sjá m.a. Vef. Forsætisráðuneytið. Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/
2007. Könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952–1979, bls. 61–62, https://
www.stjornarradid.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/Skyrslur/
Breidavik_skyrsla_2.pdf, 8. ágúst 2019; Vef. Forsætisráðuneytið. Skýrsla
nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Könnun á vistun barna á Kópavogshæli
1952‒1993, bls. 10–12, https://www.stjornarradid.is/media/innanrikisradu-
neyti-media/media/frettir-2017/skyrsla-nefndar-vistheimilanefndar-kopavogs
haeli.pdf, 8. ágúst 2019; Vef. Forsætisráðuneytið. Skýrsla nefndar samkvæmt
lögum nr. 26/2007. Áfangaskýrsla nr. 3. Könnun á starfsemi Upptökuheimilis
ríkisins 1945–1971, Unglingaheimilis ríkisins 1971–1994 og meðferðarheimil-
isins í Smáratúni og á Torfastöðum 1979–1994, bls. 120–122, https://www.
stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=d9e1f03f-5a9a-11e7-941c-005056
bc530c, 8. ágúst 2019.
10 Vef. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra. Greiðsla sanngirnisbóta. https://
www.syslumenn.is/thjonusta/onnur-thjonusta/greidsla-sanngirnisbota, 8.
ágúst 2019.