Saga - 2019, Page 31
29
Þá er vert að benda á að fjöldi skjallegra heimilda sem innihalda
persónugreinanlegar upplýsingar, stundum viðkvæmar, eru með
mikilvægustu heimildum um íslenskt samfélag á fyrri öldum. Má
þar nefna manntöl, dómabækur, fátækra- og framfærslumál og
prestþjónustubækur. Mikilvægt er að safnkostur skjalasafna endur-
spegli samfélagið sem best á hverjum tíma en án þessara heimilda
væri sú mynd sem við hefðum af samfélagi fyrri alda bjöguð. Einnig
er vert að hafa í huga að upplýsingar teljast vera viðkvæmar í tiltek-
inn tíma, oftast meðan einstaklingur er enn á lífi. Þess vegna er í lög-
um kveðið á um aðgangstakmarkanir að slíkum upplýsingum í til-
tekinn tíma, almennt í 80 ár eins og áður er nefnt, en með heimild til
að takmarka aðgangi að skjölum sem eru allt að 110 ára gömul.
Varðveisla persónuupplýsinga og rétturinn til að gleymast
Í aðdraganda setningar nýrrar löggjafar um persónuvernd og vinnslu
persónuupplýsinga árið 2018 varð nokkur umræða um áhrif lag anna
á skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila og á varðveislu
opinberra skjala. Þjóðskjalasafni bárust til dæmis margar fyrirspurnir
frá opinberum aðilum um áhrif nýrra laga á skjalasöfn þeirra, svo sem
um hvort að ný persónuverndarlöggjöf skyldaði opinbera aðila til að
eyða öllum persónuupplýsingum reglulega og hvort að þeir mættu
yfirhöfuð varðveita persónuupplýsingar. Fyrir ferðarmest í umræðunni
var þó líklega hugtakið „rétturinn til að gleymast“. Um þann rétt er
lagaákvæði í persónuverndarlögum sem felst í því að við ákveðnar
aðstæður á einstaklingur rétt á að persónuupplýsingum sem hann
varða verði eytt án ótilhlýðilegrar tafar.12 Umræðan snerist einkum
um hversu langt þessi réttur ætti að ná og í hvaða tilvikum einstak -
lingur ætti rétt á að fara fram á að upplýsingum um hann yrði eytt.
Í Evrópu andmæltu meðal annars Samtök skjalavarða í Frakk -
landi (fr. Association des archivistes français) hugmyndum um réttinn
til að gleymast og létu í ljós áhyggjur sínar af því að ef upplýsingum
á til dæmis samfélagsmiðlum og í tölvupóstum yrði eytt myndu
mikilvægar heimildir um samfélag tuttugustu og fyrstu aldar hverfa
álitamál
11 Þór Whitehead, „Ástandið og yfirvöldin. Stríðið um konurnar 1940–1941“, Saga
LI:2 (2013), bls. 92–142, sjá bls. 94.
12 Vef. Alþingi. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýs -
inga, þingskjal 1029 — 622. mál, 148. löggjafarþing 2017–2018, https://www.
althingi.is/altext/148/s/1029.html, 8. ágúst 2019.