Saga - 2019, Page 32
30
og sagnfræðingar framtíðarinnar hefðu því ekki þessi gögn til að
vinna úr í rannsóknum sínum.13 Umræðan um réttinn til að gleym -
ast snerist að nokkru marki, oft vegna misskilnings á ákvæðinu, um
hvort að hann ætti að ná til persónuupplýsinga í skjalasöfnum hins
opinbera. Þetta má til dæmis sjá af umsögn Sambands íslenskra
sveitarfélaga um frumvarp um lög um opinber skjalasöfn árið 2014
en þar var meðal annars bent á réttinn til að gleymast í tengslum við
varðveislu persónuupplýsinga í skólum.14 Í umsögn þjóðskjala -
varðar um það frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónu-
upplýsinga sem varð að lögum benti hann á að mikils misskilnings
gætti innan stjórnsýslunnar um gildisákvæði tilvonandi persónu-
verndarlaga og borið hefði á því að aðilar innan stjórnsýslunnar
teldu sér heimilt eða jafnvel skylt að eyða persónuupplýsingum sem
myndast í starfseminni. Jafnframt að einstaklingar teldu að þeir
hefðu rétt á að óska eftir að upplýsingum um þá verði eytt með
vísan í réttinn til að gleymast. Benti þjóðskjalavörður réttilega á að
það gæti valdið einstaklingum og stjórnvöldum miklum skaða ef
skjölum stjórnsýslunnar yrði eytt án heimildar Þjóðskjalasafns.15 Í
kjölfar setningar laganna sendi þjóðskjalavörður svo út tilmæli til
allra aðila sem eru afhendingarskyldir til safnsins þar sem minnt var
á að ekki mætti eyða neinu skjali nema heimild þjóðskjalavarðar
lægi fyrir, samkvæmt reglum sem settar eru á grundvelli laga um
opinber skjalasöfn eða samkvæmt sérstöku lagaákvæði.16
Í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem
tóku gildi 15. júlí 2018, eru ákvæði um réttinn til að gleymast (20.
gr.) og er vísað í nánari skilyrði í reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs -
ins (ESB) nr. 2016/679 (16.–19. gr.).17 Þessi réttur nær þó ekki til
sagnfræðingar og persónuvernd
13 Vef. Eric Pfanner, „Archivists in France Fight a Privacy Initiative“, The New York
Times, 16. júní 2013, https://nyti.ms/11p7KtS, 8. ágúst 2019.
14 Vef. Alþingi. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarp til laga
um opinber skjalasöfn 19. febrúar 2014, https://www.althingi.is/altext/
erindi/143/143-1125.pdf, 8. ágúst 2019.
15 Vef. Alþingi. Umsögn Þjóðskjalasafns Íslands við frumvarp til laga um per sónu -
vernd og vinnslu persónuupplýsinga 7. júní 2018, https://www.althingi.
is/altext/erindi/148/148-1815.pdf, 8. ágúst 2019.
16 Vef. Þjóðskjalasafn Íslands. Skjalafréttir 3. september 2018. Tilmæli þjóðskjala -
varðar um skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila í kjölfar nýrra
laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga 18. júlí 2018, https://
mailchi.mp/2faf3cae30eb/skjalafrttir?e=[UNIQID], 8. ágúst 2019.
17 Vef. Alþingi. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/