Saga - 2019, Page 33
31
skjalasafna opinberra aðila eða safnkosts opinberra skjalasafna. Þar
er tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er kveðið á um það í 3. mgr. 17.
gr. reglugerðarinnar að rétturinn til að gleymast gildi ekki þegar
vinnsla persónuupplýsinga er nauðsynleg til að (1) neyta réttarins
til tjáningar- og upplýsingafrelsis, (2) til að framfylgja lagaskyldu
um vinnslu upplýsinga, (3) með skírskotun til almannahagsmuna á
sviði lýðheilsu, (4) vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna,
rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði eða í tölfræðilegum tilgangi
eða (5) til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.18
Af þessu leiðir að ekki er hægt að óska eftir, með vísan í réttinn
til að gleymast, að persónugreinanlegum upplýsingum sem mynd -
ast við starfsemi opinberra aðila við úrlausn lögbundinna verkefna
sé eytt. Á sama hátt er ekki hægt að óska eftir að persónugreinan-
legum upplýsingum í safnkosti opinberra skjalasafna sé eytt en sú
starfsemi fellur undir hugtakið „skjalavistun í þágu almannahags-
muna“. Opinber skjalasöfn starfa eftir lögum um opinber skjalasöfn
eins og áður hefur komið fram. Í þessu samhengi má benda á að í
lögum um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga er ákvæði
sem heimilar að upplýsingar sem falla undir lögin séu afhentar
opinberu skjalasafni til varðveislu.19 Þetta ákvæði á þó aðeins við
um skjöl einkaaðila enda gilda lög um opinber skjalasöfn um varð -
veislu og eyðingu á skjölum opinberra aðila.
Í öðru lagi teljast lög um opinber skjalasöfn vera sérlög gagnvart
lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er varðar
varðveislu og eyðingu á gögnum opinberra aðila og safnkosts opin-
berra skjalasafna.20 Því gilda ákvæði laga um opinber skjalasöfn
álitamál
2018, 1. mgr. 20. gr., https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html, 8.
ágúst 2019.
18 Vef. Alþingi. Reglugerð Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) um vernd einstak-
linga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra
upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna persónuverndar-
reglugerðin) nr. 2016/679, 17. gr., https://www.althingi.is/lagasafn/pdf/
149b/i32016R0679.pdf, 8. ágúst 2019.
19 Vef. Alþingi. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/
2018, 4. mgr. 18. gr.
20 Reglan um að ákvæði sérlaga gangi framar ákvæðum almennra laga (lex speci-
alis) er almenn lögskýringarregla í lögfræði. Hún byggir á þeirri rökfræðilegu
ályktun að sérreglu um ákveðið tilvik skuli beitt um það tilvik þó að til sé
almennari regla sem einnig geti átt við. Sjá: Róbert Spanó, Túlkun lagaákvæða
(Reykjavík: Codex 2007), bls. 79.