Saga - 2019, Blaðsíða 37
35
sónumálefni yrðu gerð aðgengileg og ef til vill birt í skrifum blaða-
eða fræðimanna.
Slík birting á persónulegum málefnum hefur einnig verið nokk -
uð til umræðu í áranna rás. Árið 1907 gaf Jón Helgason biskup út
bréf afa síns, Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Í inngangi ræddi
Jón um útgáfuna og skrifaði:
Ég geng að því alveg vísu, að afa mínum sáluga hafi aldrei til hugar
komið, er hann reit bréf þessi, að þau mundu nokkurn tíma prentuð
verða, og allra sízt búist við, að dóttursonur sinn mundi gera sér þann
„grikk“ að leggja fram fyrir allra augu það, sem einum var ætlað, og ef
til vill var ráð fyrir gert að „brenndi bréfið“, er hann hefði kynnt sér
innihald þess. Allar líkur eru til, að hann hefði lagt blátt bann við slíku.4
Engu að síður ákvað Jón að gefa bréfin út enda taldi hann að þau
væru fengur fyrir þjóðina sem Tómas „elskaði svo heitt og bar svo
einlæglega fyrir brjósti“ eins og hann komst að orði.5 Heimildagildi
bréfa kom líka til tals í fyrirlestri sem Jón Sigurðsson frá Kaldaðar -
nesi hélt hjá Stúdentafélagi Reykjavíkur í febrúar 1918.6 Þar benti
hann á að sendibréf væru ekki aðeins mikilvægar heimildir fyrir
sögu einstakra bréfritara heldur væri það líka „viðburðasagan,
málssagan, bókmenntasagan og öll menningarsagan, í einu orði
sagt“ sem nyti góðs af sendibréfum sem heimildum.7 Jón bætti við:
Við þurfum að eiga sem fyllsta frásögn ekki eingöngu um alla mikils-
verða viðburði og einstaka menn, sem við þá viðburði koma, heldur og
um einstaklinga í hópum og heild, daglegt líf og heimilishætti manna
á öllum tímum og allt, sem að því lýtur, skapferli og hugsunarhátt sem
flestra einstaklinga í þeirri heild.8
Þá taldi Jón mikilvægt að varðveita hvers kyns sendibréf enda væru
þau „oft eina eigin frásögn, sem til er, jafnvel heilla stétta“.9 Jón lagði
sagnfræðingar og persónuvernd
„Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250.“ Sjá:
Sigurður Bogi Sævarsson, „Leyndardómur þjóðskáldanna“, Dagur 26. febrúar
2000, bls. 22.
4 Tómas Sæmundsson, Bréf Tómasar Sæmundssonar. Gefin út á hundrað ára afmæli
hans 7. júní 1907. Búið hefir til prentunar Jón Helgason (Reykjavík: Sigurður Krist -
jánsson 1907), bls. iii.
5 Sama heimild, bls. iii.
6 Jón Sigurðsson, „Um sendibréf“, Skírnir 92 (1918), bls. 325–344.
7 Sama heimild, bls. 331.
8 Sama heimild, bls. 333.
9 Sama heimild, bls. 333.