Saga - 2019, Page 38
36
þannig mikla áherslu á varðveislu bréfasafna og benti á möguleik-
ann á því að „eftirkomendur okkar finni einhverjar nýjar hliðar á
bréfunum, sem við höfum ekki fundið eða okkur hugsast“.10 Jón var
því talsmaður þeirra sjónarmiða að safna og varðveita bréfasöfn frá
sem flestum þjóðfélagshópum og dró úr mikilvægi þeirra trúnaðar-
mála sem þar gætu komið fram: „þessi svokölluðu leyndarmál eru
venjulegast einhver atvik, sem oftast varða sendanda eða viðtak-
anda, og eiga að fara dult í þann og þann svipinn, en eftir 1 eða 2 ár
eða lengri tíma eru þetta engin leyndarmál framar.“11 Þó væri hægt
að takmarka aðgengi að slíkum bréfum ef fólki hugnaðist svo. Helst
vildi Jón að sett yrði á fót sérstakt „Sendibréfasafn“ við hlið Lands -
bókasafns sem myndi gefa árlega út úrval bréfa þekktra og óþekktra
einstaklinga.12 Fimmtán árum síðar ræddi Páll Eggert Ólason stutt-
lega um gildi sendibréfa sem heimilda í eftirmála að lokabindi ævi-
sögu sinnar um Jón Sigurðsson þar sem hann taldi að sá háttur væri
farinn að ryðja sér til rúms á Íslandi að „tína fram ýmsar svívirð -
ingar úr sendibréfum liðinna daga eða einkamál manna, sem þeir
hafa birt í trúnaði til að kitla lesendur“.13 Páll virðist enn fremur
hafa verið þeirrar skoðunar að ekki bæri að safna heimildum frá
hinum ýmsu þjóðfélagshópum, því í ævisögunni taldi hann það
miður að Jón Sigurðsson hefði ekki haldið dagbók sem hefði auð -
veldað fræðimönnum rannsóknir á ævi hans en bætti við: „þó að
menn eftir á verði fegnir því að sjá hann ekki í þvögu þeirra manna,
sem fylla bókhlöður með dagbókum og minnisbókum eða endur-
minningum sinnar oftast fánýtu ævi.“14
Fram eftir tuttugustu öld voru fjölmörg bréfasöfn gefin út, sér-
staklega í ritröðinni Íslensk sendibréf sem Finnur Sigmundsson lands-
bókavörður gaf út í sjö bindum á árunum 1957–1966. Ritröðin var
afar vinsæl og hefur reynst fræðimönnum mikilvægur heimildaforði
um hin fjölbreyttustu viðfangsefni Íslandssögunnar. Finnur leitaði
einkum fanga í handritasafni Landsbókasafns og gaf út bréf frá
síðari hluta átjándu aldar og fram á fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu
álitamál
10 Sama heimild, bls. 337.
11 Sama heimild, bls. 339.
12 Sama heimild, bls. 343.
13 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson V. Síðasti áfangi (Reykjavík: Hið íslenzka
þjóðvinafélag 1933), bls. 424.
14 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I. Viðbúnaður (Reykjavík: Hið íslenzka
þjóðvinafélag 1929), bls. 363.