Saga - 2019, Side 39
37
en lagði áherslu á að ekki ætti að gefa út bréfasöfn einstaklinga sem
væru of nærri samtímanum nema með leyfi aðstandenda.15 Einn
greinarhöfundur, Jóhann Briem listmálari, taldi þó að bréfin í rit -
röðinni væru að mestu „þýðingarlaust rabb um einskinsverða
hluti“ og áleit að nokkur bréf í bókinni Konur skrifa bréf (1961) væru
fullung og hefðu að geyma óstaðfestar sögusagnir um nafngreinda
menn og ritaði: „Það ófremdarástand þekkist hvergi nema hér á
landi, að Pétri og Páli sé leyft að gramsa og snuðra í bréfasöfnum
og skjalasöfnum, og það síðan látið eiga sig, hvort þeir misnoti þær
heimildir eða ekki.“16 Finnur svaraði þessum aðfinnslum. Hann
taldi að umrædd bréf væru í léttum dúr og að efni þeirra bæri að
skoða í því samhengi. Hann benti jafnframt á að öllum væri heimill
aðgangur að bréfasöfnum sem hefðu verið afhent safninu án kvaða
og sömuleiðis að útgáfa væri heimil ef 50 ár væru liðin frá andláti
bréfrit ara.17 Sjá má að Finnur og Jóhann litu á heimildirnar með
ólíkum hætti en engir eftirmálar virðast hafa verið af þessum blaða -
skrifum.
Nokkrum árum áður hafði Finnur gefið út dagbók Ólafs Davíðs -
sonar náttúrufræðings og þjóðsagnasafnara en sleppti þar nokkrum
köflum, meðal annars þar sem Ólafur fjallaði um tilfinningar sínar
gagnvart öðrum skólapilti.18 Dagbókin kom út í heild sinni árið 2018
í útgáfu Þorsteins Vilhjálmssonar fornfræðings sem telur að þeir
kaflar dagbókarinnar felli hana „í flokk sjaldgæfra heimilda á al -
þjóðlegan mælikvarða“ enda sé þar að finna sjálfstjáningu gagnvart
elskhuga af sama kyni frá því um 1881–1882.19 Þá hefur Þorvaldur
Kristinsson bókmennta- og kynjafræðingur sett dagbók Ólafs í sam-
sagnfræðingar og persónuvernd
15 „Í sendibréfunum kemur bréfritarinn til dyranna eins og hann er klæddur.
Viðtal við Finn Sigmundsson fyrrv. landsbókav.“, Vísir 21. desember 1964, bls.
22.
16 Jóhann Briem, „Varðveizla Landsbókavarðar á bréfasöfnum“, Vísir 3. mars
1962, bls. 6.
17 Finnur Sigmundsson, „Jóhann Briem og sendibréfin“, Vísir 5. mars 1962, bls.
10.
18 Ólafur Davíðsson, Ég læt allt fjúka. Sendibréf og dagbókarbrot frá skólaárunum.
Finnur Sigmundsson bjó til prentunar (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1955).
Dagbók Ólafs er varðveitt í Lbs 2686 8vo.
19 Þorsteinn Vilhjálmsson, „Inngangur“, Ólafur Davíðsson, Hundakæti. Dagbækur
Ólafs Davíðssonar 1881–1884. Þorsteinn Vilhjálmsson annaðist útgáfuna (Reykja -
vík: Mál og menning 2018), bls. 5–30, hér bls. 18. Sjá einnig: Þorsteinn Antons -
son, „Sveinaást“, Lesbók Morgunblaðsins 22. október 1988, bls. 4–5.